Stjarnan - 01.03.1924, Side 5
STJARNAN
37
losaS sig viö áhrif andans; en kominn
þangað heyrði hann einnig þar rödd and-
ams í samvizku sinni, svo hann ákvað aS
fara alla leiS til Tarsis, svo andinn varS
að gjöra mörg kraftaverk fyr en Jónas
vaknaSi til iörunar og afturhvarfs. Þaö
er sem sé ei'tt verk andans, aö koma
mönnum til hálpar í breyskleika þeirra:
“En sömuleiðis hálpar og andinn veik-
leika vorum, því að vér vitum ekki, hvers
vér eigum aö biöja eins og ber; en sjálf-
ur andinn biöur fyrir oss með andvörp-
unum, sem ekki’ veröur orðum að kom-
ið.” fRóm. 9: 26).
Nú hefir Drottinn lofað, að úthella
sínu manda yfir þá menn, sem á hinum
síðustu dögum uppfylla ofannefndu skil-
yrði. fSjáið fJóel 3: 1). Jesús endur-
tók það loforð iáður en hann yfirgaf
lærisveina sína: “En eg segi yður sann-
jeikann: það er yður til góðs, að ég fari
burt; því að fari eg ekki burt, mun
Huggarinn ekki koma til yðar; en þegar
eg er farinn, mun eg senda hann til yð-
ar. Og þegar hann kemur, mun hann
sannfæra heiminn um synd og um rétt-
læti og um dóm; um synd, af því að þetr
trúa ekki á mig; tén um réttlæti, af því
að eg fer burt til Föðursins, og þér sjá-
ið mig ekki lengur; en um dóm, af því
að höfðingi þessa heims er dæmdur. Eg
hefi enn margt að segja yður, en þér get-
ið ekki borið það að sinni; en þegar
hann, sannleiksandinn kemur, mun hann
leiða yÖur í allan sannleikann, því að hann
mun ekki tala af sjálfum sér, heldur mun
hann tala það, sem hann heyrir, og
kunngjöra yður það, sem koma á”.
fjóh. 16: 7-13J.
Svo ef þú hefðir skilið þetta vers, kæri
vinur, þegar þú komst inn i kirkjuna, til
þess að skoða guðsþjónustu þess safn-
aðar, sem þar kom saman, þá hefðir þú
eftir ofurlitla stund getað sagt, hvort
Andi Guðs væri í þessu fólki eða ekki;
því hann leiðir menn í allan sannleikann,
þ.e. í alt Guðs orð; þvi að orðið .er sann-
leikurinn ^Jóh. 17: 17). Ef fólkið hafn-
ar einhverju boðorði Guðs, þá getur þú
slegið því föstu, að einhver annar andi
en Guðs sé í því. Þessu atriði viðvíkj-
andi höfum vér hin skýru og ótviræðu
orð Krists:
“Ef þér elskið mig, þá munuð þér
nalda boðorð mín. Og eg mun biðia
Föðurinn, og hann mun gefa yður ann-
an huggara, til þess að han sé hjá yður
eilíflega, anda sannleikans, hann, sem
heimurinn getur ekki tekið á móti, af því
að hann sér hann ekki og þekkir hann
ekki heldur; þér þekkið hann, að hann
dvelur hjá yður og er í yður” ('Jóh. 14:
15 ~l7)-
Svo vér skiljum af þessu, að Kristur
biður Föðurinn um að senda Heilagan
Anda til þeirra, sem halda hans boðorð.
Haldi menn ekki öll boðorð Guðs, þá eru,
þeir ekki vinir Krists, og þeir, sem ekki
eru vinir Krists, eru ekki hans, og þeir,
sem ekki eru hans, hafa ekki lieldur
anda hans fRóm. 8: 9).
Nú segir einhver: Eg vil ekki vita
neitt urn þessi boðorð Guðs. Alt, sem
eg kæri mig um, er að kynnast Kristi og
þekkja hann. — Þetta hljómar vel 1 eyr-
um þeirra, sem ekki þekkja ritninguna.
En hlustaðu á, hvað hið skýra orð hins
lifanda Guðs hefir að segja þessu við-
víkjandi:
“Og af því vi’tum vér, n vér þekkjum
hann, ef vér höldum boðorð hans. Sá
sem segir: Eg þekki hann, og héldur
ekki boðorð hans, er lygari, og sann-
leikurinn er ekki í honum; en hver, sem
varðveitir orð hans, í honum er sannar-
lega kærleikur til Guðs orðinn fullkom-
inn. Af því þekkjum vér, að vér erum
í honum. Sá sem segist vera stöðúgur í
honum, honum ber sjálfum að breyta
eins og hann breytti” (1. Jóh. 2: 3-6).
Af því þekkjum vér að vér elskum
Guðs börn, þegar vér elskum Guð og
breytum efti’r boðorðum hans. Því að
í þessu b:rtist elskan til Guðs, að vér
höldum hans boðorð, og hans boðorð éru
ekki þung” (1. Jóh. 5: 2, 3J.
Undir því að halda öll boðorð Guðs,
er þess vegna úthelling Heilags Anda