Stjarnan - 01.03.1924, Side 6
38
STJARNAN
komin. GuS hefir aldrei frá sköpun
heims til þessa dags gefiö anda sinn nein-
um manni, sem vísvitandi hefir hafnaö
boöorðum hans. Vér höfum mörg dæmi
í ritningunni, sem sýna, aS Andi GuSs
er alls ekki þar, sem hávaSi og ólæti eiga
sér staS. Þegar hann talar til mann-
anna, gjörir hann þaS í mildum kær-
leiks róm. Þú manst vafalaust eftir
reynslu Elía spámanns hjá fjallinu
Hóreb. Um þetta lesum vér:
“Þar gekk hann inn í helli og hafðist
þar viS um nóttina. Þá kom orS Drott-
ins til hans og sagSi viS hann: HvaS
ert þú hér að gjöra, Elía? Hann svar-
aði: Eg hefi veriS vandlætingarsamur
vegna Drottins, Guö's hersveitanna, því
aS ísraelsmenn hafa virt að vettugi sátt-
mála þinn, rifiS niSur ölturu þín og
drepið spámenn þína með sveröi, svo að
eg er einn eftir orSinn, og sitja þeir nú
um líf mitt. Þá mælti hann: Gakk þú
út og nem staðar á fjallinu frammi fyrir
Drotni. Og sjá, Drottinn geklc fram hjá,
og mikill og sterkur stormur, er tætti
fjöllin og molaSi klettana, fór fyrir
Drotni’; en Drottinn var ekki í stormin-
um. Og eftir storminn kom landskjálfti.
en Drottinn var ekki í landskjálftanum;
og eftir landskjálftann kom eldur, en
Drottinn var ekki í eldinum; en eftir
eldinn kom blíSur vindblær..........Sjá,
þá barst rödd að eyrum honum og
mælti: HvaS ert þú hér aS gjöra,
Elía?” (i. Kon. 19: 9-13J.
AS fyllast andanum er það sama, sem
að fyllast GuSs orði. Nú skulum vér
sanna þaS: “Jesús sagSi þá aftur viS
þá: FriSur sé nréS ySur! Eihs og Fað-
irinn hefir sent mig, eins sendi eg líka
yður. Og er hann hafSi þetta mælt, blés
hann á þá og segir við þá: Með'takið
Heilagan Anda” fjóh. 20: 21, 22).
En nú er andinn og lífið í orSinu, þvi
vér lesum: “Þaö er andinn sem lífgar,
holdið gagnar ekkert; orö:n, sem eg hefi
talaö við ySur, eru andi og eru líf” (JJbh.
6: 63J. “Fyrir orð Drottins voru himn-
arnir gjörSir og allur her þeirra fyrir
anda hans munns” fSálm. 33: 6).
Svo vér skiljum af þessu, aö það, að
meðtaka andann, er það sama sem að
meðtaka Guðs orð og varSveita það í
hjartanu; “því aldrei var nokkur spá-
dómur borinn fram af vilja manns, held-
ur töluðu menn frá Guöi, knúðir af
Heilögum Anda” (1. Pét. 1: 21).
En hvaS er það, aS meötaka GuSs orð
og varðveita þaÖ í hjartanu? ÞaS er aS
veita viStöku þeim meginreglum, sem
oröið felur í sér. Og þegar vér veitum
meginreglum orðsins viStöku, verða þær
ekki ritaSar “meS bleki, heldur með
anda lifanda - GuSs, ekki á steinspjöld,
heldur á hjartaspjöld úr holdi.” (2. Kor.
3: 3J. En hvað þýSir það, aS fá megin-
reglur hins innblásna orSs ritaSar á
hjartaspjöldin? Er það aS hafa rækilega
þekkingu á frásögnum og spádómum
rítningarinnar ? Nei, ekki beinlínis. Það
er hinum kristna vissulega nauösynlegt,
að kynna sér alt GuSs orð, en sú þekking
mun ekkl frelsa hann, ef hann lofar
ekki orðinu að helga sig til þess aS hann
öðlist hugarfar og lunderni Krists; en
til þess aS eignast hugarfar hins dýrmæta
frelsara, verður maSurinn aS breyta eft-
ir öllu því, sem andi GuSs í hinu inn-
blásna orSi bendir honum á. Það ier aS
veita meginreglum GuSs orðs viðtökur.
Skulum vér því næst athuga fáeinar af
þessum meginreglum:
“Því aS svo segir hinn hái og háleiti,
hann sem ríkir eilíflega og heitir Heil-
agur: Eg bý á háum og helgum staS, én
einnig hjá þeim, sem hafa sundurkram-
inn og auSmjúkan anda, til þess að lífga
anda hinna auömjúku og til þess aS lífga
hjörtu hinna sundurkrömdu” fEs. 57:
15J. Af þessu orði sjáum vér greini-
lega, að ein meginreglan er að sýna auð-
mýkt, hógværð og lítillæti.
“En mikillega bi'S' eg ySur bræSur,
fyrir sakir Drottins vors Jesú Krists og
fyrir sakir kærleika andans, að þér stríð-
Ið í bænum til Guðs fyrir mér.” fRóm.
15: 30). Hér sjáum vér, að GuSs andi
fyllir hjartaS kærleika; en kærleikurinu