Stjarnan - 01.03.1924, Qupperneq 10

Stjarnan - 01.03.1924, Qupperneq 10
42 STJARNAN september 1920 voru mjög eyöileggj- andi. Eldfjöll. Síöan Vesuvíusargosið í 97 e. Kr., sem huldi borgirnar Herculanum og Pompeii ösku, hafa menn á tímabili kristninnar verið vottar aö mörgum slysum, sem eldgos hafa orsakaö. f ágúst mánuði 1838 mistu rneira en þrjá- tíu þúsundir manna lifiö í sprengingu Krakatua viö Sunda sundiö. Og 12. maí 1902 var borgin St. Pierra á eyj- unni' Martinique, hverrar fólksfjöldi var þrjátíu þúsundir, lögð í eyöi aö íbúum, á einu augnabliki viö sprengingu, sem orsakaöist af eldfimum gastegundum frá eldfjallinu Mt. Pelee. Fellibyljir hafa í vöxt. Á vorurn tírnum hafa fellibiljir, sem óeiginlega eru nefndir hvi'rfilvindar, farið í vöxt. Fyrir nokkrum árum komst dr. Talmage heitinn, eftir aö hafa taliö upp suma þeirra, þannig aö oröi: “Satan, valdhafinn i loftinu, hefir aldrei gert eins mikiö ógagn með felli- byljum, og á þessum tímum. Og hefi eg ekki á réttu rnáii að standa, þegar eg segi, aö ei'nkenni þessara tíma, sem vér liíum á, sé slysin, sem orsakast af fellibyljum?” Tákn í mannfélaginu og hinum stjórn- arfarslega heimi. í Matt. 24: 37. segir frelsari vor: “En eins og dagar Nón voru, þannig mun verða koma mannsonarins.” Vér sjáum af frásögnum biblíunnar um daga Nóa, “aö' ilska mannsin var mikil á jöröi’nni og allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annaö en ilska alla daga.” “Og jöröin var spilt í augsýn Guös og jöröin fyltist glæpaverkum. Og Guö leit á jörðina, og sjá hún var spilt oröin; því að alt hold haföi spilt vegum sínum á jörðinni.“ 1. Mós. 6: 5, 11, 12. Þetta er skuggaleg mynd,—hún er samt varla verri en sú, sem vér sjáum x heiminum núna. Siömenning nútímans er aöeins þunt spónlag yfir hringiöu spillingarinnar, sem hefir dregið til sín ekki einungis hina fátæku og fáfróðu heldur og marga, sem eru ríkir og hafa notið alls þess, er auður og góðar stöö- ur í mannfélaginu geta veitt mönnum. 1 mörg ár hafa menn haldið því fram, að heimurinn væri orðinn betri og hin kristna siðmenning gjörði endurtekningu hryðjuverka liðinna alda ómögulega. En þessi von hefir algjörlega brugðist og tuttugasta öldi'n, í staðinn fyrir að vera friðar og gullöld heimsins, er að fara aftur í menningarleysi. Hið mikla stríð, sem byrjaði 191U, opinberaði öllum mönnum eins og ef tií vill ekkert annað gat gjört, að siðmenn- ing tuttugustu aldarinnar tekur lítið fram siðmenningu miðaldanna. Þetta ásigkomulag heimsins var fyrir- sagt, þegar Páll postuli ritaði: “En vita skaltu þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir, því að mennirnir munu verða sérgóðir, fégjarn ir, raupsami’r, hrokafullir, lastmælend- ur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, óhaldinorðir, rógberandi, bindindislausir, grimmir, ekki elskandi það, sem gott er, sviksam- ir, framheleypnir, ofmetnaðarfullir, élskandi munaðarlífið meira en Guð, og hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar.” 2. Tim. 3: 1-5. Tákn iðnaðarheimsins. Eitt af hinum þýðingarmestu táknum tímanna er hið mikla stríð milli auðvalds- ins og verkalýðsins. Jakob postuli segir um þetta: “Heyrið nú, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim eymdum, sem yfir yð- ur munu koma. Auður yðar er orðinn fúínn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið, og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur; þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.