Stjarnan - 01.03.1924, Page 11

Stjarnan - 01.03.1924, Page 11
STJARNAN 43 Sjá, laun verkamannanna, sem hafa slegiö lönd yöar, þau, er þér hafiö haft af þeim, hrópa, og köll kornskurðar mannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað i sællifi á jörSunni og í óhófi; þér hafiS alið hjörtu yöar á slátrunardegi. Þér hafið sakfelt, þér hafið drepið hinn réttláta; hann stend ur ekki gegn yður.” fjak. 5 :i-8. Með því aS benda á þenna texta höf- um vér ekki þar með sagt, að allir vinnu- veitendur séu eigingjarnir og óréttlátir, eða það, að allir verkamenn séu kúgaðir; en það er óþarfi að skýra frá, að á þess- ari letingja ogóhófsöld fyrir hina fáu, og vinnu og skorts öld fyrir hina mörgu, sé eitthvað bogið. Samt sem áður mun á- standinu ekki batna með glæpum, lög- leysi og uppreist. Það er ekki’ tilgangur vor, að dæma um kost og löst á stríðinu milli vinnu- veitenda og verkamanna, heldur leggj- um vér áhers'lu á það, að stríð, sem ekki verður bælt niður, geysar milli þeirra og að það, samkvæmt ritningunni, er þýð- ingarmikið tákn, er sýnir, að vér lifum á hi'num síðustu dögum í sögu þessa heims. Tákn í hinum stjórnarfarslega heimi. Ástandið í hinum stjórnarfarslega heimi er nákvæmlega fyrir sagt í 'hinu guðdómlega orði: “Þjóð mun rísa upp gegn þjóð og ‘konungsríki gegn kon- ungsríki,” sagði frelsari vor. Þetta hefir átt sér stað á öllum öldum. En eins og a öðrum sviðum, þá hefir einnig þetta á- stand farið versnandi eftir því sem við nálgumst endirinn, þangað til vér núna höfum ástand, sem ekkert fordæmi á í sögu heimsins. Friður og engin 'hætta. Menn tala um frið, en það er enginn verulegur friður hér og mun heldur ekki verða. Fyrir munn spámannsins segir Drottinn: “Boðið þetta meðal heiðingjanna: Búið yður í heilagt stríð! Kveðjið upp kappana! Allir herfærir menn komi fram í leiðangur! Smíðið sverð úr plógjárn- um yðar og lensur úr sniðlum yðar! Heilsuleysinginn hrópi: Eg er hetja!” ("Jóel. 3: I4> I5-) Jóel segir oss að þetta ástand rnuni vera ríkjandi á hinum síðustu dögum, og að margir, einmitt á þeim tíma, sam- kvæmt fyrirsögnum spámanna og post- ula, muni segja: ”Friður! friður! og þó er enginn friður“. Jer. 6: 14. fEldri þýð.J Meðan menn í Es. 2: 3-5 og Mík. 4: 2-5. talar um frið, talar Drottinn um stríð. ékki svo að skilja, að hann vilji stríð, en meðan friður er á vörum manna, er stríð í hjörtum þeirra. Tákn í andlega lífi heimsins. I hinum kristna heimi sjáum vér mynd, sem hefir tvær hliðar— öðru megin er trú, hinu megin er vantrú; öðru megin er guðlegt líferni, hinu meg- Ín er lauslæti. Á þessum timum sjáum vér þverbreytni þesa heims, sem, meðan hann að mestu leyti er kærulaus gagr.- vart öllum guðdómlegum sannleika, engu síður gyrða sig fagnaðarboðskapn- um. Það er eins og vér höfum náð á- fangadagskveldi iþess tíma, þegar orðin, sem frelsarinn talaði, munu rætast: ‘ Og þessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun prédikaður verða um alla heimsbygðina til vi’tnisburðar öllum þjóðum; og þá mun endi'rinn koma.” Matt. 24: 14. Er það ekki þýðingarmikið atriði, að hinn sameinaði kristindómur hefir valið sér þetta einkunnarorð: “Fagnaðareindið um allan héim í þessari kynslóð.” Bkki sinnaskifti, heldur viSvörun. Frelsarinn segir eklci, að heimurinn muni taka sinnaskiftum við prédikun fagnaðarboðskaparins, og að þá muni endirinn koma, héldur segir hann: “Þessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun prédikaður verða um alla heimsbygðina, TIL VITNISBURÐAR ÖLLUM ÞJóÐ

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.