Stjarnan - 01.07.1924, Side 11
STJARNAN
107
að sér vrc5i boði'ð eitthvaö að borða, bað
hann um að vísa sér upp í herbergi sitt.
Þannig fór hann frá fólkinu, án þess
a5 neinn veitti því eftirtekt . Þegar
hann var orbinn einn, tók hann biblíu
upp úr hnakktösku sinni 0g sökti sér
ni'ður í andlegar hugleiðingar. Einn
klukkutími leið eftir annan, og enginn
hugsaSi um áS bjóða öldunnum neitt
af hinni ágætu máltíö, sem niðri var á
borðum.
Hér um bil um miðnætti kom prest-
urinn upp stigann og inn í svefnher-
bergiö, hann flýtti sér úr fötunum, og
án bænar lagöist hann x mitt rúmið,
sem þó átti að vera hvíldarstaður fyrir
gamla manninn, eins og fyrir hann
sjálfan. Þegar gamli maðurinn hafði
falliö á kné og beöið kvöldbæn, eins og
hann var vanur að gera, háttaði hann
og lagðist í rúmið, eSa öilu heldur á
rúmstokkinn, því presturinn vildi ekki
góðmótlega færa sig svo rnikiö sem um
einn þumlung. í þessum óþægilegu
stellingum iá gamli* ímaðurinn dálitla
stund án þess að segja neitt. Loks
sagöi presturinn eitthvað, sem gamli
maSurinn svaraði þannig, að presturinn
fór að veita honum meiri athygli.
Hann færði sig einn eða tvo þumlunga
ofar í rúmiS, svo byrjaði eftirfylgjandi
samtal milli þeirra:
“Hvað hafið þér feröast langt í dag,
gamli maöur?”
“36 mílur.”
“Hvaðan ?”
“Frá Springfield.”
“Er þaS mögulegt, þér hljótið að vera
mjög þreyttur, eftir svo langa ferð, og
,vera orðinn svo gamall.”
“Já, þessi líkami er orðinn mjög
þreyttur, og úttaugaður, ef eg má svo
að orði komast, og ferðin í dag hefir
þreytt mig sérlega mikið.”
Ungi presturinn færði sig aftur dá-
lítiS ofar í rúmiö.
“Frá hvaða stað komiS þér eigin-
lega ?”
“Frá Fíladelfíu.”
“Frá Filadelfíu,” sagði presturinn
mjög undrandi.
“ASal prestastefna Meþodista var
nýlega háð þar, var samkomunnni slit-
ið áður en þér fóruð þaðan?”
“Já, samkomunni var slitið daginn
áður en eg fór.”
“Er það satt?” svaraði presturinn,
sem nú færði sig enn lengra upp í rúm-
ið, “var Georg biskup farinn þaöan,
þegar þér fóruð á stað?”
“Já, hann fór á stað undir eins og
eg; við urðum samferða.”
“Virkilega.” Nú lét presturinn eftir
helminginn af rúminu og ba5 gamla
manninn mjög kurteislega að færa sig
nær, svo þaö færi betur um hann.
“Hvernig lítur biskupinn út, er hann
ekki farinn að verða gamall og las-
burða?”
“Hann ber ellina vel, en starf hans
er mjög erfitt, og maöur getur vel séð,
að kraftarnir eru farnir að bila.”
“Þaö er búist viS honum hingað eft-
ir vikutíma, hvílík (gleði það verður
fyrir mig, að geta tekið í höndina á
hinum gamla góða manni, hvað langt
urSuð þið samferða?”
■‘Við fórum langa leið aleinir.”
“Voruð þér aleinir með biskupnum?”
‘Já, við höfum í mörg ár verið alúð-
arvinir.”
“Þér alúðarvinur Georgs biskups?”
“Já, því ekki það?”
“En Guð minn því vissi eg þetta ekki
fyr. En má eg vera svo djarfur, að
spyrja yður að heiti?”
“Georg” svaraði gamli maðurinn, eft-
ir að hafa hugsað sig um.