Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 50
Jólablað Fréttablaðsins Kemur út þriðjudaginn 27. nóvember. Viltu þú auglýsa í mest lesna jólablaði landsins? Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins. sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is Skemmtilegt blað sem kemur inn á allar hliðar jólaundirbúningsins. Uppflettirit sem lesendur leita í aftur og aftur. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt auk blað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Leikhópurinn Stertabenda rannsakar áhrif gaman-þáttaseríunnar Friends á sjálfsmynd og sam-félag kynslóða í nýjasta verkinu sínu Insomnia sem er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu. Hljómsveitin Eva sér um tónlistina í verkinu og þær Vala Höskulds- dóttir og Sigríður Eir Zophoníasar- dóttir leituðu beint til hinnar mjög svo sérstöku Phoebe úr Friends um innblástur fyrir þessa tónlist. „Það er skrítið að fara aðra leið að tónlistarstjórn í svona verki en að fara í gegnum Phoebe, allavega er það ekki hægt öðruvísi en að vera innblásinn af henni,“ segir Vala Höskuldsdóttir en hún segist sam- sama sig persónunni. „Okkur er skipt upp í hlutverk í sýningunni og ég er Phoebe. Við eigum margt sameiginlegt – þann- ig að það var svolítið gott. þetta var hörð keppni því að bæði María Heba og Tinna Sverris tikka í mörg Phoebe-box en ég var einfald- lega bara skrítnust og vann því þá keppni.“ Einnig komust þær stöllur að því að það eru einnig praktískari ástæður fyrir því að miðla Phoebe í tónlistarsköpun fyrir leikverk – persónan gegndi enda líka mikil- vægu hlutverki innan Friends- þáttanna enda var hún eins konar uppljóstrari sannleikans – hún var laus við tilgerð og ófeimin við að segja frá því þegar keisarinn var án klæða. Hennar hlutverk var óneitan lega svipað og hjá gríska kórnum forna sem sá um meta-frá- sögn í leikritum þess tíma. „Þegar við fórum að skoða hvaða þekktu minni eru í Phoebe þá sáum við að hún er gríski kórinn. En hann sagði sannleikann á svið- inu í grískum leikritum til forna og þjónaði þar með stóru og mikilvægu hlutverki. Við erum líka að vinna með Grikkina í verkinu – þannig að þetta passaði mjög vel saman og var skýr leið fyrir okkur að fara. Hún er líka svo mikilvæg, hún er „the odd one out“ sem fær samt að vera með og gerir þetta allt miklu skemmtilegra. Allt væri auðvitað svo leiðinlegt ef allir væru eðlilegir.“ Tónlist Evu sér um að vera ákveðin líflína til áhorfenda þegar atburðir á sviðinu fara úr bönd- unum. „Við erum líflína til áhorfand- ans – því uppbyggingin, fagur- fræðin og þráðurinn í verk- inu er mjög mikil kakófónía og mjög erfitt stundum að halda þræði, á skemmti- legan hátt, en þetta er stundum rugl og bull og maður hugsar „hvert er þetta að fara?“ og þá kemur tónlistin sem líf- lína og maður skilur þá hvað er að gerast.“ Ekki bara sér hljóm- sveitin um tónlistina heldur bókstaflega allar hljóðbrellur sömuleiðis. „Við vorum með þá reglu að öll hljóð væru gerð af okkar röddum. Við erum ekki með neina effekta eða neitt aðkeypt – ef okkur vantar til dæmis dróna þá fer ég bara að urra í hljóðnemann. Við settum okkur hömlur svo við gætum haft þetta eins og einfalt og hrátt og mögulegt er. Allt leikritið, þótt það fari um víðan völl, er sótt í Friends. Eins sóttum við í hljómsveitinni innblástur í Friends með öll stefin, millispilið úr þáttunum og allt þetta – þannig að þetta er svolítið kunnuglegt.“ Sýningin tekur á stórum spurn- ingum og setur þær í samhengi við Friends og möguleg áhrif þáttanna á vestrænt samfélag. „Við erum ekki að taka neina afstöðu með eða á móti Friends heldur förum við inn í og kryfjum þættina. Hversu miklir guðir og áhrifavaldar þessir karakterar og þættir eru bara á samfélagið. Var Friends-tímabilið einhvers konar vendipunktur? Hvað gerðist þegar síðasti Friends þátturinn fór í loft- ið? Breyttist eitthvað á meðan þessi þáttaröð var í gangi – í hinu stóra samhengi?“ stefanthor@frettabladid.is Tónlist í anda Phoebe Buffay Hljómsveitin Eva sér um tónlistina í verkinu en einnig allar hljóðbrellurnar sem þær framkvæma með eigin rödd. Mynd/OwEn FiEnE Stærsti smellur Phoebe er líklega lagið stórskemmtilega, Smelly Cat. Leikritið Insomnia er nú sýnt í Þjóðleik­ húsinu og þar eru áhrif gamanþátta­ raðarinnar Friends rannsökuð. Hljóm­ sveitin Eva sér um tónlistina og leituðu þær til Phoebe um innblástur og komust að innsta kjarna pers ónunnar. Við eigum margT sameiginlegT – þannig að það Var sVolíTið goTT. þeTTa Var hörð kePPni þVí að Bæði maría heBa og Tinna sVerris Tikka í mörg PhoeBe-Box en ég Var einfald- lega Bara skríTn- usT og Vann þVí þá kePPni. 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r32 l í F i ð ∙ F r É T T A b l A ð i ð 1 6 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :0 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 9 -3 9 B 8 2 1 6 9 -3 8 7 C 2 1 6 9 -3 7 4 0 2 1 6 9 -3 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.