Fréttablaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 18
Í grein sem kom út í hinu virta breska læknatímariti Lancet í maí 2017 var birtur saman-
burður á aðgengi og gæðum heil-
brigðisþjónustu meðal 195 landa
og svæða í heiminum árin 1990 til
2015. Hafnaði Ísland þar í öðru sæti
rétt á eftir smáríkinu Andorra með
næstbestu vísitölu aðgengis og gæða.
Heilbrigðiskerfi Íslendinga stendur
sig vel í samanburði þjóða heims við
að fyrirbyggja dauðsföll vegna sjúk-
dóma með aðgerðum eins og heilsu-
eflingu, skimunum, meðhöndlun
áhættuþátta sjúkdóma og lífsstíls-
breytingum. Við stöndum okkur líka
vel í að afstýra ótímabærum dauðs-
föllum vegna sjúkdóma. Þessu ber
sannarlega að halda á lofti og fagna.
Við Íslendingar lifum nú að
meðal tali lengur en nokkru sinni
áður í sögu þjóðarinnar og margir
við mjög góða heilsu. Breytt aldurs-
samsetning þjóðarinnar kallar þó á
nýjar áskoranir fyrir heilbrigðiskerf-
ið sem ekki hefur verið hugað nægi-
lega að. Það er skortur á heildstæð-
ari heilbrigðis- og félagsþjónustu
fyrir aldraða á Íslandi. Þessi skortur
birtist meðal annars í stórauknu
álagi á Landspítala. Við verðum
að bretta upp ermar og hugsa eftir
nýjum leiðum, öðruvísi mun álagið
á sjúkrahúsum landsins bara aukast.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð-
herra hefur lýst yfir vilja til að gera
betur í þessum efnum og nú stendur
yfir vinna í velferðarráðuneytinu við
að fullmóta langtíma heilbrigðis-
stefnu á Íslandi. Það er kærkomið
fyrsta skref. Við bindum vonir við
að lausnir í heilbrigðisþjónustu við
aldraða fái þar sérstakan forgang.
Langur legutími á Landspítala
Forstjóri Landspítala hefur bent á að
vandi tengdur útskriftum aldraðra
einstaklinga sé ein helsta áskorun
Landspítalans. Við viljum leggja
áherslu á að þessir einstaklingar eru
ekki fyrir á sjúkrahúsinu. Þetta eru
einstaklingar sem nú eru komnir á
þann stað í sínu lífi að þurfa að þiggja
meiri umönnun en veitt er í heima-
húsi á Íslandi í dag.
Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey
& Company vann skýrslu fyrir vel-
ferðarráðuneytið um fullnýtingu
tækifæra Landspítalans og var sú
skýrsla birt árið 2016. Þar var meðal
annars bent á að meðallegutími á
sjúkrahúsinu væri of langur. Við sem
vinnum mikið með öldruðum ein-
staklingum vitum vel að það getur
tekið langan tíma fyrir okkar skjól-
stæðinga að ná sér eftir bráð veikindi
og margir þurfa aukinn stuðning og
endurhæfingu til að ná upp fyrri
færni. Þegar bráðameðferð á sjúkra-
húsi er lokið er gjarnan óskað eftir
frekari meðferð og endurhæfingu á
endurhæfingardeildum fyrir aldraða
en þau rými eru of fá og anna ekki
eftirspurn. Einstaklingur sem lokið
hefur bráðameðferð getur þurft að
bíða í nokkrar vikur á bráðalegudeild
eftir að komast í slíkt úrræði.
Sérhæfð þverfagleg heimateymi
Við vitum að aukin þjónusta kostar
fé en í dag er verið að nota mikið fé
með því að þjónusta einstaklinga
sem lokið hafa bráðameðferð á
dýrasta þjónustustiginu, bráða-
legudeildum, sem þar að auki eru
ekki sniðnar að þörfum þessara ein-
staklinga. Við verðum að hugsa eftir
nýjum leiðum til að veita öldruðum
heildstæðari og meira persónumið-
aða þjónustu.
Til eru fyrirmyndir erlendis að
þverfaglegum heimateymum fyrir
fjölveika og færniskerta aldraða ein-
staklinga. Slík heimateymi hafa verið
rannsökuð meðal annars í Banda-
ríkjunum og hafa sýnt sig að veita
persónumiðaða og heildræna þjón-
ustu og spara útgjöld. Hér á landi búa
einstaklingar sem lifa við mikla sjúk-
dómsbyrði, eru færni skertir og/eða
félagslega einangraðir. Þessir ein-
staklingar eru oft að fá mjög brota-
kennda heilbrigðisþjónustu. Vegna
færniskerðingar eiga þeir orðið erf-
itt með að leita til læknis og missa
þannig gjarnan tengslin við sinn
heimilislækni. Komi eitthvað upp á
heilsufarslega er þeirra eina úrræði
oft á tíðum að leita á bráðamóttöku.
Hefði slíkur einstaklingur mögu-
leika á að innskrifast í þverfaglegt
heimateymi, sem meðal annarra
fagstétta hefði lækni, væri mögulega
hægt að koma í veg fyrir heilsubrest
eða með vitjun hægt að greina vand-
ann og hefja meðferð heima við. Slíkt
teymi gæti veitt aukna þjónustu
meðan á veikindum stæði og endur-
hæfingu eftir veikindin. Reynist
nauðsynlegt að leggja viðkomandi
inn á sjúkrahús gæti einstaklingur-
inn útskrifast fyrr heim aftur en ella,
með heimastuðningi og möguleika
á endurhæfingu heima við. Með
bættum stuðningi heima má oft á
tíðum seinka og jafnvel koma í veg
fyrir innlögn á hjúkrunarheimili
en umönnun í hjúkrunarrými er
kostnaðarsamt úrræði þannig að
hver mánuður sem einstaklingurinn
dvelur heima sparar samfélaginu
háar upphæðir.
Með skynsamlegri heilbrigðis-
stefnu og innleiðingu verkefna sem
miða að núverandi og komandi
áskorunum í þjónustu við aldraða
einstaklinga teljum við að hægt verði
að byggja upp á okkar litla Íslandi
framúrskarandi heilbrigðiskerfi.
Við viljum í lokin minna á það að
stór hluti af okkur sem yngri erum
í dag mun þurfa að reiða sig á þá
öldrunarþjónustu sem samfélagið
hefur byggt upp. Kröfurnar um góða
þjónustu munu síst minnka.
Öldrunarþjónustan á Íslandi – brettum upp ermar!
Þórhildur
Kristinsdóttir
Baldur Helgi
Ingvarsson
Guðlaug
Þórsdóttir
öldrunarlæknar
á Landspítala
sem skipa stjórn
Félags íslenskra
öldrunarlækna
Til eru fyrirmyndir erlendis
að þverfaglegum heimateym
um fyrir fjölveika og færni
skerta aldraða einstaklinga.
Slík heimateymi hafa verið
rannsökuð meðal annars í
Bandaríkjunum og hafa sýnt
sig að veita persónumiðaða
og heildræna þjónustu og
spara útgjöld.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Sími 590 5000 · Hekla.is
mitsubishi að yðar þörfum
komið í bíltúr
Þér finnið alltaf einn Mitsubishi að yðar þörfum.
Opið á morgun
12-16
Outlander Instyle 7 manna. FRÁ 5.990.000 KR
L200 33´ breyttur TILBOÐSVERÐ FRÁ 5.240.000 KR
Eclipse Cross Instyle FRÁ 5.290.000 KR
Outlander PHEV S-Edition FRÁ 6.090.000 KR
L200 Double cab FRÁ 4.990.000 KR
Outlander Intense 7 manna FRÁ 5.490.000 KR
L200 Double cab m/pallhúsi TILBOÐSVERÐ FRÁ 5.465.000 KR
Á 85 árum hefur HEKLA verslað með raftæki,
vinnuvélar, sjampó, rakvörur, þurrkaðar
apríkósur og bíla, eða löngu fyrir þann
tíma er eðlilegt var að nefna „gjaldeyris- og
innflutningsleyfi“ í bílaauglýsingum og orðið
„jeppi“ var nýyrði í gæsalöppum.
Vörumerki eins og Hudson, Kenwood, Caterpillar, Remington,
Servis, Rambler, International, Land Rover, Bendix og John
Deere voru nánast hilluvara hjá HEKLU þegar vel áraði
á landinu bláa en smám saman færðist fókusinn á bíla
einvörðungu.
Önnur vara s.s. þvottavélar, ísskápar, hrærivélar, dísilvélar
fyrir báta og múgavélar hurfu úr vöruúrvali HEKLU og þá
þótti við hæfi að birta tilkynningar sem þessa í dagblöðum:
Það tilkynnist hér með að frá og með 1. apríl hættum við sölu
á Gillette rakvélablöðum, rakakremi og rakvélum.1956
Öryggi, þægindi, gæði1980 sagði í gamalli Mitsubishi
auglýsingu. Þau orð eru í fullu gildi enn í dag og nýtur
Mitshubishi vinsælda sem aldrei fyrr.
Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða
rafbíla og nýjasta vistvæna útspilið, Outlander PHEV, hefur
fengið ótrúlegar viðtökur. Hann er fyrsti fullvaxni og
fjórhjóladrifni tengiltvinnbíllinn í heiminum. Íslendingar hafa
tekið Outlander PHEV fagnandi og hann er lang söluhæsti
bíllinn á Íslandi í ár.
L200 Club cab FRÁ 4.990.000 KR
Outlander PHEV Invite FRÁ 4.690.000 KR
Outlander PHEV Intense FRÁ 5.290.000 KR
Eclipse Cross Invite FRÁ 3.990.000 KR
Outlander PHEV Instyle FRÁ 5.690.000 KR
L200 Club cab með pallhúsi FRÁ 5.465.000 KR
Eclipse Cross Intense FRÁ 4.890.000 KR
Lengri útgáfa af greininni er á
frettabladid.is
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r16 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
6
-1
1
-2
0
1
8
0
5
:0
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
9
-2
1
0
8
2
1
6
9
-1
F
C
C
2
1
6
9
-1
E
9
0
2
1
6
9
-1
D
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K