Fréttablaðið - 24.11.2018, Side 94

Fréttablaðið - 24.11.2018, Side 94
Una Björg Magnús­dóttir og Sigurður Atli Sigurðsson eru í hópi sex listamanna af yngri kynslóðinni sem sýna verk sín á sýningunni Mótun í i8 galleríi. Auk þeirra sýna þar Magnús Ingvar Ágústsson, Örn Alexander Ámunda­ son, Elísabet Brynhildardóttir og Emma Heiðarsdóttir. Sýningin stendur til 12. janúar. Dáleiðandi hughrif Una Björg vinnur mikið með hreyfanlega skúlptúra eða verk sem breytast yfir tíma. Verk hennar á sýningunni er glerkassi sem stendur á virðulegu viðarborði. Innan í kass­ anum er flauelsklæddur skartgripa­ standur með tvílitri perlufesti. Perlufestin snýst hægt um hálsinn, rangsælis, hring eftir hring. Undan Perlufesti og prentverk Una Björg sýnir skartgripastand með tvílitri perlufesti. FréttaBlaðið/anton Brink Una Björg og Sigurður atli. Í bakgrunni eru verk hans. FréttaBlaðið/anton Brink borðinu liðast rauð og blá rafmagns­ snúra sem leiðir í nærliggjandi inn­ stungu. „Mér finnst athyglisvert hvernig upplifun okkar breytist við það að setja hluti í glerkassa. Þeir virðast verðmætari við það að vera settir fram á þennan hátt og því meira aðlaðandi og eftirsóknarverð­ ari,“ segir Una Björg. „Ég er ekkert að leyna því hvað fær perlufestina til að snúast og allar snúrur sem tengjast kassanum sjást greinilega. Mér finnst mikilvægt að sýna hvernig þetta virkar. Þessi hringsnúningur perlufestarinnar skapar hughrif og er dáleiðandi, en á sama tíma er áhorfandanum ljóst að þarna sé um að ræða ákveðna þekkta virkni en ekki galdra.“ Sigurður Atli skýtur inn í: „Þótt þú sért að afhjúpa galdurinn og mekan­ isminn sé mjög sýnilegur þá heldur verkið mystísku yfirbragði.“ Samband orðs og myndar Verk Sigurðar Atla á sýningunni eru fimm prentverk. „Þetta eru ljós­ myndir af klessum sem ég mótaði úr barnaleir og í bakgrunni sést vinnuborðið og verkfærin. Upphaf­ lega vann ég út frá stuttum lýsingar­ orðum sem eru margræð, eins og til dæmis frá, var og há. Ég vildi kanna samband orðs og myndar sem ég hef gert í öðrum verkum eins og í seríunni Tré sem er til sýnis á skrif­ stofu i8. Þar standa trjádrumbar upp úr jörðinni og fyrir neðan hvern og einn eru heiti trjátegundar; álmur, lerki, þinur, víðir, þó að drumbarnir séu líklegast allir úr furu. Í verkinu Myndun höfðu þó hvorki orðið né myndin neina skýra merkingu og taka því þátt í merkingarmyndun hvert annars. Í lok ferlisins voru orðin óþörf og því standa myndirn­ ar sjálfar, án útskýringa. Myndirnar eru prentaðar með bleksprautu­ prenti á ljósmyndapappír og silki­ þrykki með olíulit. Skúlptúrinn stendur sem sjálfstæð eining á öðru plani en umhverfi hans, í senn þrí­ víður og tvívíður, skúlptúr og mynd af skúlptúr. Að móta eitthvað úr leir kennir manni eitthvað um efnið og formið sem myndast. Prentið sem er ætlað að miðla þessum augnabliks­ skúlptúrum býr síðan til nýja merk­ ingu og formin öðlast sjálfstætt líf.“ Bæði Una Björg og Sigurður Atli stunduðu nám við Listaháskóla Íslands og fóru síðan í framhalds­ nám erlendis, hún til Sviss og hann til Frakklands. Sigurður Atli starfar nú sem umsjónarmaður prent­ verkstæðis Listaháskóla Íslands. Í desember verður opnuð sýning á verkum yfir 100 samtímalistamanna sem hann stýrir ásamt Leifi Ými Eyj­ ólfssyni. Á döfinni hjá Unu Björgu er sýningin Hátt og lágt á Nordatlant­ ens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýn­ ingin er skipulögð af Heiðari Kára Rannverssyni og leiðir saman ólíkar kynslóðir íslenskra listamanna. Ég er ekkert að leyna því hvað fær perlufestina til að snúast og allar snúrur sem tengj- ast kassanum sjást greini- lega. mÉr finnst mikilvægt að sýna hvernig þetta virkar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is una Björg magnús- dóttir og sigurður atli sigurðsson eru meðal listamanna sem sýna í i8. hún sýnir fljótlega í kaupmannahöfn og hann stýrir sýningu í desember. Þ ýð sunnanátt hreyfði við þokunni sem lá yfir Reykjavík þann 1. desember 1918, daginn sem Ísland varð frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Blómsveigur var lagður á leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallagarði og fólk safnaðist síðan saman við Stjórnarráðið þar sem nýr ríkisfáni, klofinn að framan, var dreginn að húni í fyrsta sinn. Hátíðarræður voru haldnar og lúðrasveit lék danska konungssönginn og önnur lög. Danska varðskipið Islands Falk skaut 21 fallbyssuskoti til heiðurs fullveldi Íslands og níföld húrrahróp bergmáluðu í blíðviðri. Hátíðarguðþjónusta í Dómkirkjunni kórónaði að lokum daginn. Vegna smithættu frá spænsku veikinni og í virðingarskyni við sorg landsmanna voru hátíðahöld lágstemmd. Við birtum margvíslegan fróðleik um fullveldisárið 1918 á jólafernunum í ár. Lestu meira á fullveldi1918.is HÁTÍÐAHÖLD – í skugga hamfara 1918 100 ÁRA FULLVELDI ÍSLANDS FAGNAÐ Á JÓLAFERNUM MS 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r54 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 F -D F 9 4 2 1 7 F -D E 5 8 2 1 7 F -D D 1 C 2 1 7 F -D B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.