Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 26
Skildi beggja sjónarmið Nú hafa skoðanir margra á fegurðar- samkeppnum breyst í tímans rás og þær eru alls ekki jafn vinsælar og áður fyrr. Hvað finnst þér? „Ég hef alltaf verið sömu skoð­ unar. Þá og nú. Það er svo margt hægt að gera í lífinu. Heimurinn væri einsleitur ef allir væru eins. Ég var búin að vera heima í viku þegar ég var fór á keppnina Ungfrú Ísland. Þá voru fræg mótmæli rauðsokka. Þau trufluðu mig ekkert. Það þurfa ekki allir að vera sammála. Auk þess skildi ég beggja sjónarmið. Og geri enn. Tíðarandinn var allt annar í þá daga. Þessar keppnir voru vinsælar og þeim fylgdu ferðalög og ótal tæki­ færi. Ég greip tækifærin en svo vildi ég bara halda lífinu áfram og kenna dans. Og það gerði ég,“ segir Henny frá. Henny átti eftir að reka dansskóla. Gifta sig. Eignast fallega stúlku. Skilja. Gifta sig í annað sinn og eignast myndarlegan dreng og skilja aftur. Allan þennan tíma snerist líf hennar að miklum hluta um dans. Það var ekki ætlun Henny að ræða sárar minningar sínar úr seinna hjónabandi sínu. Það var heldur ekki ætlun hennar að ræða um afleiðingar heimilisofbeldisins sem hún bjó við. Kvíða og vanlíðan sem braust stund­ um út í ofdrykkju. hluti. Ég hugsa að það sé eitthvert ferli hafið innra með mér. En þetta gerist allt svo hratt og ég er í rauninni að ná áttum. Almáttugur, mér finnst ég hafa verið voðalega ein í lífinu. Þó að ég hafi átt foreldra sem voru bestu hlustendur í heimi. Þó að ég hafi verið tvígift. Þó að ég hafi síðar eignast góðan lífsfélaga, hann Badda. Þó að ég eigi vini í börnum mínum. En ég sagði aldrei neitt,“ segir Henny. Hún þegir lengi. Hugsar sig aðeins um. Fyrir framan hana eru albúmin en þau eru enn í pokanum á sófaborð­ inu. „Þegar ég var yngri og á ferða­ lögum þá þurfti ég að vera í hlutverki glöðu stelpunnar. Lífið einhvern veg­ inn geystist áfram. Ég fór frá einum stað á annan, dansa, skemmta, sýna. Alltaf brosandi og innan um gleði og glaum. Setti upp grímu Ég varð líka svo upptekin kona. Það var aldrei sest niður og talað um eitt né neitt. Ég rak stóran dansskóla og bar mikla ábyrgð. Þegar ástand­ ið var verst setti ég því köku­ meikið á, fór í rúllukragapeysuna og brosið var breitt. Ég setti upp grímu. Maður fer ósjálfrátt að fela. En númer eitt, tvö og þrjú þá var ég alltaf að reyna að verja börnin mín. Láta þetta ganga,“ segir hún. Henny á tvö börn eins og áður sagði. Unni Berglindi Guðmunds­ dóttur og Árna Gunnarsson. Þau hafa sýnt henni stuðning. „Frásögn mín kom Unni Berg­ lindi mjög á óvart. En það er vitnað í hana í bókinni nokkrum sinnum. Árni var miklu yngri og vissi ekki mjög mikið. Taldi sig alveg vita hver pabbi sinn væri. Hann fékk mikið sjokk. Við erum öll að taka stór skref og eins og ég sagði áðan þá erum við svo nýlögð af stað. Þetta var erfitt tímabil í lífi mínu. Fyrir mig en líka aðra. Ég vona bara að þetta verði allt til góðs,“ segir Henny. Hún segir ofbeldið hafa byrjað hægt. „Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu. Svo vatt þetta upp á sig, stigmagnaðist. Ég er búin að fylgjast mjög vel með umræðu um Það var útgáfupartí í gær hér í næsta sal,“ segir Henny Hermannsdóttir sem er komin til fundar við blaðamann á Hótel Sögu. Það er þögn og fáir á ferli í sal á einni af efri hæðum hót­ elsins. Henny er klædd í stílhreina svarta peysu og í svarta pallíettu­ strigaskó. Hún er með fullan poka af stórum úrklippubókum. Og harð­ neitar að þiggja hjálp við að bera þær. Þó að hún stingi verulega við. „Ég er nýlaus við gifs. Ég var ristar­ brotin,“ útskýrir Henny. Úrklippu­ bækurnar geyma ljósmyndir og blaðaúrklippur frá yngri árum. Frá þeim tíma sem líf hennar fór á fleygi­ ferð. Fegurðarsamkeppnir, fyrir­ sætustörf og dans. Og meiri dans. Líf Henny snerist að stórum hluta um dans. Henny dansaði bæði ballett og samkvæmisdansa frá barnæsku og útskrifaðist sem danskennari aðeins sautján ára gömul. Hún varð þjóðþekkt eftir að hún hampaði titlinum Miss Young International í Japan 1970. Hún fór í ótal viðtöl árum saman. Svo mörg að þau fylla á annan tug stórra úrklippubóka. Henny ákvað fyrir rúmum tveim­ ur árum að segja ævisögu sína. Það gerði hún að beiðni dagskrárgerðar­ konunnar Margrétar Blöndal. Í bók­ inni eru dregnar fram minningar Henny frá glaumi og glysi þessara áratuga og svo af högum hennar síðari ár. Tækifæri og ferðalög Varstu full sjálfsöryggis þegar þú tókst þátt í þessari fegurðarsamkeppni? „Nei, svo sannarlega ekki. Ég hélt ég væri svo fín. En svo þegar ég kom út og hitti aðra keppendur þá krossbrá mér. Þær voru svo flottar og glæsilegar. Ungfrú Frakkland var í skósíðri rúskinnskápu með hatt í stíl. Ég fann til minnimáttarkenndar,“ segir Henny og brosir að minning­ unni. „Allt var svo framandi. Þegar ég kom á hótelið í Japan þá lyktaði ég af fallegum blómum í anddyrinu og var snarbrugðið. Þetta voru þá ekki plastblóm, heldur alvöru!“ segir hún og kímir. Að vinna keppnina fól í sér tæki­ færi og ferðalög. „Fimm efstu stelp­ urnar þurftu að vinna fyrir styrktar­ aðila keppninnar. Ég var beðin um að fara til Ástralíu, þar dvaldi ég í þrjá mánuði. Ferðaðist um hana þvera og endilanga. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Henny sem segist hafa ferðast lítið sem ekkert áður en ævin­ týrið hófst. „Og það gerðu jafnaldrar mínir ekki heldur. Ég gat aldrei deilt almennilega þessari reynslu með öðrum. Venjulegt fólk þekkti bara heiminn í gegnum svarthvítt sjón­ varp.“ Maður fer ósjálfrátt að fela „Þegar ég var yngri og á ferðalögum þá þurfti ég að vera í hlutverki glöðu stelpunnar,“ segir Henny. FréTTablaðið/Ernir Þegar ástandið var verst setti ég Því kökumeikið á, fór í rúllukragapeysuna og brosið var breitt. ég setti upp grímu. maður fer ósjálfrátt að fela. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Henny var líka til umfjöllunar í blöðum í Japan. Ég hef aldrei staðið með sjálfri mér. En nú geri ég það, segir Henny Hermanns- dóttir. Hún segir frá ævintýralegu lífi sínu og glæstum sigrum í nýrri bók. En líka af heimilisofbeldi sem hún bjó við og af- leiðingum þess. aldrei áður sagt frá Er þér létt? Hefðir þú viljað segja frá öllu þessu fyrr? „Nei, ég hafði aldrei haft þörf fyrir að segja frá einu eða neinu.“ Hvers vegna núna? „Þetta gerðist allt saman óvart. Ég var í útvarpsviðtali hjá Margréti Blöndal fyrir um það bil tveimur árum. Hún var búin með eina spurn­ ingu og þá var þátturinn búinn. Við vissum að við værum frænkur en höfðum aldrei hist. Hálfu ári seinna hringdi hún í mig og var með hug­ mynd að bók. Ég ætlaði aldrei að segja frá ævi minni á opinskáan hátt. Ég ræddi við börnin mín um það að ég gæti hugsað mér að gera þetta með Mar­ gréti og það varð svo úr. Ég hef aldrei sagt neinum neitt. En það var oft talað um mig. Sumu var fótur fyrir. Öðru alls ekki.“ Fannst þér það erfitt? Sögusagn- irnar? „Ekki beint, ég hef reynt að leiða þær hjá mér. Ég hef aldrei staðið með sjálfri mér. En nú geri ég það. Nú get ég sagt: Hér er þetta og svona er þetta. Svo getur hver og einn metið þetta allt saman. Þegar við lögðum upp með bókina þá vissi Margrét ekki hvað ég hafði gengið í gegnum. Hún var bara forvitin um mig og vildi vita meira um glæsi­ lífið og hvernig þetta hefði farið allt saman. En við vorum byrjaðar og eftir því sem við töl­ uðum meira saman þá fann ég að ég gat treyst henni. Ég réð því auð­ vitað hvort ég myndi segja frá. Eða segja ekki neitt. Ég ákvað að vera heiðarleg. Það kom ekki neinni Metoo­ byltingu við. Hún var ekki einu sinni hafin. Þetta var allt annars eðlis og kviknaði innra með mér. Var persónu­ leg ákvörðun,“ segir Henny sem átt­ aði sig á því eftir að hún tók ákvörð­ unina að þetta yrði erfitt verkefni. Gerist allt svo hratt „Ég kveið alltaf mikið fyrir því þegar hún kom til mín. Þegar hún fór, það hljómar á ská, þá var mér svo ofsalega létt. Ég fór nefnilega alltaf í aðstæður. Sá fyrir mér í hverju ég var, umhverfið og aðra í kringum mig. Það var gott og gaman að rifja upp góðar stundir en auðvitað var að sama skapi erfitt að rifja upp sárar minningar og horfast í augu við sannleikann. Hún skrifaði alltaf uppkast eftir samtali okkar og sendi mér strax daginn eftir. Eftir erfiðustu samtölin þá gat ég ekki opnað iPadinn minn í tvo daga á eftir. Þetta var virkilega erfitt ferða­ lag,“ segir Henny. Hefur það að segja frá hjálpað þér að finna sátt? „Það er ekki tímabært að svara því. Ég hef aldrei áður rætt þessa 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 8 0 -0 7 1 4 2 1 8 0 -0 5 D 8 2 1 8 0 -0 4 9 C 2 1 8 0 -0 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.