Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 32
Fíkn er flókið fyrirbæri. Við erum mörg forvitin um hana. Við vitum margt, en það er svo margt sem við vitum ekki,“ segir Guðrún Magnúsdóttir fíknifræðingur en hún og systir hennar, Vagnbjörg, sneru aftur heim eftir framhalds- nám í Bandaríkjunum við Hazel- den Betty Ford-háskólann fyrr á þessu ári. Þær systur, sem eru kall- aðar Gunný og Vagna, deila áhuga á fíknihegðun og meðvirkni, sem þær telja náskyld fyrirbæri. Þær starfa báðar sem fíkniráðgjafar hér heima á meðferðarstöðinni Shalom. „Fíknihegðun er eitthvað sem ég þekki af eigin raun og þurfti að leita mér aðstoðar við fyrir um það bil 23 árum,“ segir Gunný. Vagna er hins vegar ekki fíkill sjálf. „Ekki í hefðbundinni skil- greiningu þess orðs. En fólk getur sýnt af sér alls konar fíknihegðun. Þú þarft ekkert að nota hugbreyt- andi efni til þess að sýna af þér slíka hegðun. Fólk er að nota alls konar; mat, vinnu, kynlíf eða spilakassa til dæmis. Við lærðum í náminu og langar að miðla áfram, að okkur finnst vanta að tekið sé tillit til fleiri þátta en bara þess að fólk sé að nota eitthvað til að deyfa eða sefa sig. Af hverju er fólk að deyfa sig? Um það snerist námið okkar að miklu leyti.“ Ekki bara alki eða ekki alki Áttu við að það sé of þröng skilgrein- ing að fíkn sé genetískur sjúkdómur? Gunný tekur orðið: „Við vitum helling um heilann og um fíkn og hvernig þetta tvennt tengist. Það er gott og gilt. En svo er hitt, sem er það einfaldlega að við vitum ekk- ert rosalega mikið um fíkn. Nú er áherslan í fræðaheiminum dálítið á þennan félagslega þátt og það hafa verið gerðar stórar, alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á það að áföll og félagslegar aðstæður hafa heilmikil áhrif á fíknihegðun. Við systur höfðum áhuga á að fræðast meira um þetta og sóttum þess vegna um að komast inn í þetta nám. Skólinn er framarlega í rannsóknum og starfsnámi fyrir nemendur við skólann við virtar meðferðarstofnanir sem tengjast skólanum. Þetta var mikil reynsla. Það sem mér þótt einna áhuga- verðast var að það er ekkert svart og hvítt. Það er ekki ein fíknistefna sem ræður ríkum. Það er heldur ekki þessi tvíhyggja, um að annaðhvort sértu fíkill eða ekki. Þau líta heldur ekki svo á að fíkn sé eingöngu gene- tískur sjúkdómur heldur leggja mikla áherslu á félagslega þáttinn. Taka hvort tveggja inn í dæmið. Vagna: Það fannst mér líka merki- legt og við sáum það, bæði þegar við sátum greiningarviðtöl í starfs- náminu en við lærðum það líka inni í kennslustofunni, að það eru ótrú- lega ítarleg greiningarviðmið. Þú ert, eins og Gunný segir, ekki bara alki eða ekki alki. Fólk sem sýnir af sér fíknihegðun er á rófi. Það þurfa ekki allir inniliggjandi áfengismeð- ferð sem fara illa með áfengi. Sumir drekka illa þrisvar á ári, aðrir nota einhver efni mikið á tímabilum til að deyfa tilfinningar, sumir eru langt leiddir og þurfa á inniliggjandi meðferð að halda, og svo framvegis. Fólk er alls konar og þarf á alls konar meðferð að halda. Við eigum góðar meðferðir hér á Íslandi og þessir aðilar hafa haldið lífi í mjög veiku fólki en það sem við erum kannski að hugsa um er að við eigum á Íslandi ekki eins mikið af fjölbreyttum úrræðum fyrir alls konar fólk með alls konar fíkn og á mismunandi rófi þegar kemur að fíkninni. Okkur finnst vanta göngu- deildir, sérhæfða fíkniráðgjafa, sál- fræðinga og slík úrræði. Óþarfi að stimpla fólk fíkla Gunný: Svo eru alls konar sjálfs- hjálparsamtök. SMART Recovery er til dæmis mjög flott prógramm. Það er andlegt, en önnur nálgun en í 12 spora samtökunum. Fólk kynnir sig til dæmis ekki sem fíkla eða alkóhólista þar, heldur kynnir sig og segist vera í bata. Vagna: Samt er það ekki nógu gott orð heldur. Á ensku segja þeir, in recovery. Þeir eru á beinu braut- inni, líður vel, eru að taka ábyrgð á sínu lífi. Í stað þess að segjast vera alkóhólistar. Eftir kannski 20 ár edrú, eða fimm eða hvað sem er, ertu þá enn alkóhólisti ef þú hefur ekki notað? Gunný: Þetta var alveg nýtt fyrir mér. Í skólanum var það gagnrýnt hvað það væri mikil tilhneiging til að setja merkimiða á sig í 12 spora samtökum. Það er meiri valdefling í því að tala um sig sem meðlim í samtökum en að vera stöðugt að tala um einhvers konar máttleysi þitt eða lýsa því yfir í hvert sinn sem þú tekur til máls að þú, sem hefur kannski náð að vinna úr þínum málum, ert á góðum stað, sért nú samt fíkill. Að minnsta kosti held ég að það virki þannig fyrir suma. Þar var líka gagnrýnt hversu mikið er verið að lofa þennan tíma sem þú ert edrú. Það býr til skömm hjá þeim sem er alltaf að koma aftur og þarf í hvert sinn að rétta upp hönd, á 12 spora fundum, og segjast vera nýliði. Vagna: Það er til orð yfir þetta í 12 spora samtökum. Þú ert „síliði“. Það getur verið niðurlægjandi fyrir fólk sem er kannski uppfullt af skömm og líður illa. Kannski er þetta spark í rassinn fyrir einhverja, en fyrir marga, niðurbrotna einstaklinga er þetta ekki að hafa jákvæð áhrif. Þessi samtök og fleiri eru samt mjög mikilvæg fyrir marga en ég sakna þess að sjá ekki fleiri slík samtök eða hópa, bara svo það sé fleira í boði og fólk geti valið á milli eða notað fleira. Gunný: Ég hef góða reynslu af 12 spora samtökum og þó að skólinn sé alltaf að færast fjær slíku sem ein- hverri endanlegri lausn við fíkni- hegðun þá er staðreyndin sú að þau virka fyrir mjög marga. Fíklar leita tengsla Systurnar tala vel um skólann og meðferðarstofnanirnar sem þær störfuðu á. Þær tala um virðinguna og nærgætnina sem fólki var sýnd. Gunný: Mér fannst til dæmis áhugavert að sjá hvernig tekið var á því þegar skjólstæðingar í með- ferðinni tóku að draga sig saman. Okkur var gert það ljóst að fólk með fíknihegðun væri oft á tíðum mjög einmana og einangrað í sinni neyslu og þess vegna væri það svo eðlilegt að slíkt kæmi fyrir þegar það er að vakna til lífsins aftur. Að leita tengsla við annað fólk. Vagna: Ef þú átt engin tengsl, þá gæti reynst erfiðara að ná bata frá fíknihegðun eða meðvirkni. Við þurfum tengsl, þó það sé ef til vill ekki vænlegt til árangurs að vera að para sig saman inni í meðferð. En úti var rosalega mikil áhersla á það að skjólstæðingar ættu í tengslum og samskiptum við vini og fjölskyldu, ef það var þeim til bóta. „Botninn“ er ofmetinn En er ekki alltaf sagt að það sé ekki vænlegt til árangurs að verða edrú fyrir aðra? Gunný: Útkoman er svipuð hjá þeim sem hætta að nota fyrir sig sjálfa og til dæmis fyrir foreldra sína. Þeir sem eru dæmdir í meðferð, eins og í Bandaríkjunum, koma ekki verst út. Það þótti mér merkilegt. Einhvern veginn hefur maður lifað í þeim sannleika að maður þurfi að vilja þetta sjálfur og að það þurfi að vera einhver sérstakur botn sem fólk þarf að ná áður en það fer að gera eitthvað í sínum málum, en sam- kvæmt þessu er það ekki svo. Fólk getur náð árangri, sama á hvaða for- sendum það hefur sjálfsvinnuna. Þær ræða um hvað það sé að ná árangri í þessum efnum. Of mikil áhersla sé lögð á edrútímann. Vagna: Hvernig eigum við að mæla árangur? Tökum dæmi af manni sem hefur ekki notað hug- breytandi efni í 10 ár en hann er að borða rosalega mikið til að deyfa einhverjar tilfinningar. Svo er önnur manneskja, búin að vinna í sér í 10 ár, hefur hrasað nokkrum sinnum og notað efni, en á þessari leið hefur hún vaxið þrátt fyrir að vera að nota, jafnvel verið í þera- píu þar sem hún lærir að þekkja sig betur og skilja af hverju hún er að sefa sig með áfengi eða annarri fíknihegðun, hún á í betri tengslum við börnin sín og gengur betur í vinnunni. Þetta er ekki svona svart og hvítt. Hvernig ætlum við að mæla árangurinn? Eru það ekki bara tengslin við lífið okkar, sjálf okkur og okkar nánustu? Hvernig okkur líður? Eða eigum við að mæla árangur í tíma? Það segir okkur svo lítið. Þér getur liðið ömurlega edrú og enn verið að skaða umhverfi þitt eins og þegar þú varst að nota. Mér finnst of mikil áhersla á algjört bindindi og á tímann. Gunný: Fíknihegðun er þannig í eðli sínu að það að fara í meðferð og verða edrú upp frá því er alveg rosa- lega sjaldgæft. Það eru margir sem detta í það fyrsta árið eftir meðferð. Það sem skiptir máli er að horfa Gunný og Vagna segja mikilvægt þegar rætt er við fólk með fíknihegðun að finna út af hverju það er að nota efni til að deyfa sig. FréttaBlaðið/SiGtryGGur ari Edrútíminn er ekki allt Gunný og Vagna Magnúsdætur eru ný- komnar heim úr námi í fíknifræðum. Þær ræða áhrif áfalla og ofbeldis á fíkn og segja of mikla áherslu á edrútíma og algjört bindindi. Mæta þurfi fólki þar sem það er statt. Að nota er afleiðing Gunný og Vagna starfa sem fíkni- ráðgjafar og fá skjólstæðinga í viðtöl. Hvað fer fram þar? Vagna: Við erum ekki bara að vinna með fíknihegðun. Við vinnum með einstaklingunum, og fjölskyldum þeirra og með meðvirkni. Það er, að minnsta kosti samkvæmt því sem við lærðum, svo ótrúlega mikilvægt svo fólk fái raunverulega lausn við sínum vanda. Því það að nota er bara einkenni og afleiðing. Gunný: Þetta er svo margþætt. Þegar þú færð manneskju með fíknihegðun í viðtal, þá eyðir þú kannski fimm mínútum í að tala um neysluna, um að viðkomandi sé að nota efni. En svo fer við- talið í að tala um allt aðra hluti, um uppvöxtinn, eða áföll. Um tengsl – fjölskyldur og vini. Við viljum að minnsta kosti mæta fólki þar sem það er statt og við viljum hjálpa því að auka lífsgæði sín og líða betur. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -C B D 4 2 1 7 F -C A 9 8 2 1 7 F -C 9 5 C 2 1 7 F -C 8 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.