Fréttablaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 52
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja
Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti
forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Heilbrigðis-
ráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. mars 2019.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfar samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari
breytingum. Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heil-
brigðisþjónustu í Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja sem
nær yfir Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis,
Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga.
Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og
starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heil-
brigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Um er
að ræða stofnun sem fær um 2,8 milljarða af fjárlögum
ríkisins og þar eru um 190 stöðugildi.
Forstjóri ber ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindis
bréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á
starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld
og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjár-
munir séu nýttir á árangursríkan hátt.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun
kostur.
• Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri.
• Þekking og reynsla af mannauðsmálum.
• Þekking og reynsla á sviði heilbrigðisþjónustu.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Leiðtogahæfileikar.
Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd, skv. 2. mgr. 9.
gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari
breytingum. Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í
lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr.
70/1996.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir
til að sækja um.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningar bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu um-
sóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Nán-
ari upplýsingar um starfið veitir Elsa B. Friðfinnsdóttir,
skrifstofustjóri, elsa.fridfinnsdottir@vel.is. Umsóknir
skulu berast velferðarráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105
Reykjavík eða á netfangið: postur@vel.is eigi síðar en
17. desember nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar heilbrigðisráð-
herra hefur tekið ákvörðun um skipun í embættið.
Velferðarráðuneytinu, 22. nóvember 2018
Yfirmaður eldhúsþjónustu
Sóltún hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða næring-
arrekstrarfræðing í stöðu yfirmanns eldhúss frá 1.
febrúar 2019. Sóltún notar Timian eldhúskerfi og
Mytimepan vaktaáætlunarkerfi. Sótt er um stöðuna á
www.soltun.is
Frekari upplýsingar veitir
Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri
í síma 590-6000 eða í tölvupósti: annabirna@soltun.is
Umsóknir sendist rafrænt á www.soltun.is
Síðumúla 13 - 108 Reykjavík - sími : 577 5500 www.ibudaeignir.is
Við leitum að sjálfstæðum, árangursdrifnum löggiltum
fasteignasala og/eða aðstoðarmanni fasteignasala í námi.
Mikilvægir kostir eru fagmennska, traust, áræðni og góð
þjónustulund. Góð vinnuaðstaða.
Óskum eftir
löggiltum fasteignasala
og aðstoðarmanni fasteignasala
FASTEIGNAMIÐLUN
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir berist á netfangið halldor@ibudaeignir.is
Nánari upplýsingar veitir Halldór Már lögg. fasteignasali í síma 898 5599
Bifvélavirki – Auto Mechanic
Yfir 150 manns
starfa hjá HEKLU hf.
Félagið er með umboð
fyrir Volkswagen, Audi,
Skoda og Mitsubishi
og er leiðandi fyrirtæki
í innflutningi, sölu og
þjónustu við nýjar og
notaðar bifreiðar.
Höfuðstöðvar HEKLU
hf. eru við Laugaveg
170-174 í Reykjavík og
umboðsmenn eru um
land allt.
Job description:
Car repairs and maintenance
Qualifications:
• Associate’s degree or experience
in automotive mechanics
• Good written and verbal communi-
cation skills in English as well as
understanding of cultural differences
• Computer user skills
• Able to work without supervision
• Ambition
• Precision work
• Punctuality
We are looking for an addition to our
great team of automotive mechanics and
apprentices at HEKLA in Reykjanesbær.
Við hjá HEKLU leitum að hæfileikaríkum
bifvélavirkja eða lærling á þjónustu-
verkstæði okkar í Reykjanesbæ.
Starfssvið:
Viðgerðir og viðhald á bifreiðum
Hæfniskröfur:
• Sveinspróf eða reynsla í viðgerðum er kostur
• Góð íslensku- eða enskunnátta í ræðu og riti
• Tölvukunnátta
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Metnaður
• Vandvirkni
• Góð íslensku- eða enskukunnátta
• Liðlegheit í samskiptum og létt lundarfar
• Stundvísi og almenn reglusemi
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember. Umsókn óskast fyllt út á www.alfred.is/hekla
Application deadline is November 30th. Please fill out an application at www.alfred.is/hekla
Múrbúðin óskar eftir starfsmanni
í nýja verslun í Hafnarfirði
Helstu verkefni
· Vörusala og afgreiðsla
· Kynna vörur og eiginleika þeirra
· Áfyllingar, framstillingar og
móttaka á vörum
Óskum að ráða sölufulltrúa í fullt starf í nýja verslun okkar í Hafnarfirði.
Við leitum að aðila sem er kraftmikill, jákvæður og hefur gaman af því að
þjónusta framkvæmdaglaða viðskiptavini.
Hæfniskröfur
· Þekking af byggingavörum/múrvörum er kostur
· Reynsla af sölumennsku er kostur
· Almenn tölvukunnátta
· Lyftarapróf er kostur
Lögð er áhersla á þjónustulund, lipurð í samskiptum, sjálfstæði og stundvísi.
Almenn hreysti, og reglusemi eru áskilin.
Áhugasamir, sem vilja starfa hjá framsæknu fyrirtæki eru hvattir til að senda umsókn
fyrir 8. desember með starfsferilsskrá og mynd á stefan@murbudin.is merkt Umsókn.
Farið er með allar umsóknir
sem trúnaðarmál.
Samkeppnishæf laun eru í boði.
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
8
0
-4
2
5
4
2
1
8
0
-4
1
1
8
2
1
8
0
-3
F
D
C
2
1
8
0
-3
E
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K