Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 24.11.2018, Síða 2
Veður Hæg breytileg átt en austan 5-10 við suðurströndina. Skýjað með köflum um landið sunnan- og austanvert en yfirleitt bjartviðri norðan- og vestanlands. sjá síðu 52 Kisi sýnir klærnar Save 50-70% on Dental Treatment in Hungary Your Specialist in Dental Tourism Special winter oers!* *for more informations, don’t hesitate to contact us: 632 4007 info@fedaszdental.hu Þjóðkirkjan Áfrýjunarnefnd þjóð- kirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi for- maður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmi- lega hegðun í þeirra garð á kirkju- legum vettvangi. Fimm konur kvört- uðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítar- lega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir bisk- up sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa ein- staklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkom- lega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörn- unum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunar- nefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. reykjavík „Hekla fagnaði 85 ára afmæli sínu í ár og ákvað að bjóða Reykvíkingum, þeim sem héldu upp á 85 ára afmæli sitt á árinu, á tón- leika,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Hann vísar ásök- unum um meinta spillingu tengda miðakaupunum á bug. DV upplýsti á fimmtudag að Hekla keypti 200 miða á tónleika Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofu- stjóra eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, í Eldborgarsal Hörpu í síðasta mánuði. Voru kaupin tengd lóðaúthlutun til Heklu sem Hrólfur kom að. Engin úthlutun hefur þó átt sér stað, aðeins viljayfir- lýsing auk þess sem viðræður Heklu og borgarinnar hafa siglt í strand, líkt og Fréttablaðið greindi frá í ágúst. Friðbert segir ýmislegt hafa verið skoðað fyrir jafnaldra umboðsins sem myndi henta aldurshópnum. „Þegar við sáum síðan tónleika í Hörpu þar sem Hrólfur, KK, Jakob Frímann Magnússon og Karlakórinn Þrestir komu fram ásamt fjölda ann- arra tónlistarmanna var ákveðið að slá til.“ „Sérhver er nú spillingin að kaupa fyrir opnum tjöldum tónleikamiða fyrir eldri borgara Reykjavíkur sem fyrrverandi starfsmaður borgarinnar heldur, mánuðum eftir að hann hættir störfum hjá borginni og engir samningar verið gerðir við borgina um eitt né neitt utan viljayfirlýsingar um samstarf. Hér er því ekki hægt að vera að gera greiða gegn greiða, slíkt er fjarstæða,“ segir Friðbert. – smj Hekla bauð hálfníræðum á tónleika Hrólfs Sr. Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju, en er í leyfi. Fréttablaðið/EyþÓr Mál 2: „Áreitni hefði falist í því að [sr. Ólafur] narti í eyrnasnepla, kossum á kinn sem færist yfir á eyrnasnepla sem sleiktir séu snöggt, kæfandi faðmlögum þar sem henni hafi verið lyft frá gólfi og haldið í fangi.“ Mál 1: „[…] hafi heilsað henni á þann veg að koma inn fyrir afgreiðsluborð, taka utan um hana, lyfta henni upp og halda henni þannig fastri, þetta hafi ítrekað gerst.“ „Hvað hann ætlaði að gera með hana og við hana uppi á hótelherbergi þegar þau væru komin til útlanda.“ sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er í bígerð breyting á Grens- ásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðapresta- kall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli. sveinn@frettabladid.is Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. bandaríkin Wikipedia-síðunni fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkj- anna, var breytt í gær og aðalmynd- inni af forsetanum skipt út fyrir mynd af getnaðarlim. Breytingin var ekki lengi í loftinu og síðan færð fljótlega aftur í upprunalegt horf. Þar sem getnaðarlimurinn var einungis staðgengill forseta í stutta stund urðu fæstir gestir síðunnar varir við breytinguna. Eigendur iPhone-síma tóku öllu betur eftir breytingunni. The Verge greindi frá því að vel eftir að skipt var aftur um mynd hefði téður reður birst þegar stafræni aðstoðarmaður- inn Siri var spurður út í forsetann. Siri nýtir Wikipedia til að svara spurningum og því fylgdi myndin með. Viðbrögð bæði Apple og Wikipedia voru þó snögg, myndin var fjarlægð og svörum hins stafræna aðstoðar- manns breytt. Þá setti Wikipedia spellvirkjana í ævilangt bann. – þea Limur í stað Trumps forseta Við verðum al- mennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Fjallmyndarlegur og tröllvaxinn Jólakötturinn, með gylltar tennur og klær, lét sjá sig á Lækjartorgi í miðborginni í gær. Kötturinn át þó engan í þetta skiptið enda bara um styttu að ræða. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun kveikja ljósin á skreytingunni klukkan 16 í dag. Kisi vakti skiljanlega mikla athygli enda um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd, prýddur þúsundum LED-pera. Fréttablaðið/anton brink 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 F -C 6 E 4 2 1 7 F -C 5 A 8 2 1 7 F -C 4 6 C 2 1 7 F -C 3 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.