Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Síða 48
48 24. águst 2018TÍMAVÉLIN Málamynda- gjörningar K irkjan auðgaðist snemma og kristni var tekin upp því að höfð- ingjar lögðu til jarðir svo að hún gæti starfað. Þeir höfðu hagnað af þessu vegna tíundarlaga. Þeir gátu rukkað í nafni kirkjunnar og auk þess réðu þeir enn þá að mestu yfir jörðunum. Árið 1297 var gerð „sátt- argerð“ í Ögvaldsnesi, með milligöngu konungs, og fékk kirkjan þá forræði eigna sinna. Stóðu þessar jarðir undir prestastéttinni allt til ársins 1907. Þá afsalaði kirkjan sér jörðunum og stofnaður var prestlaunasjóður í staðinn. En vegna efnahagsþrenginga og slæmrar stjórnunar varð sjóðurinn gjaldþrota árið 1921 en ríkið hélt áfram að greiða prestum laun. Árið 1997 var svo samið á ný um að kirkjujarðirnar skyldu ríkiseign og að prestar fengju laun frá ríkinu í stað- inn. Ríkið keypti sem sé aftur jarðirnar sem það hafði átt í 90 ár. n Jakson sófi frá Dawood Verð: 44.030 Verð áður: 62.900 Rúm, borð, stólar sængur, koddar, sófar, gjafavara ofl. Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-70% AFSLÁTTUR ÚTSALA Árið 2010 var séra Helga Hró-bjartssyni vikið frá störf-um hjá Þjóðkirkjunni eftir að hann viðurkenndi, fyrir fagráði, kynferðisbrot gegn þrem- ur drengjum. Brotin áttu sér stað um miðjan níunda áratuginn á Norðurlandi en Helgi starfaði síð- ar með börnum sem trúboði í Afr- íku. Í heimildamynd um Helga var hann kallaður „engill af himnum“ og dásamaður í minningargreinum þegar hann lést fyrir skemmstu. Séra Helgi starfaði um árabil sem prestur á Þorlákshöfn, í Hrísey og í Glerárkirkju á Akureyri. Síðar færði hann sig um set og gerðist trú- boði í Afríkuríkjunum Eþíópíu og Senegal og þá starfaði hann mikið með börnum. Einnig starfaði hann fyrir kristniboðssamtök í Noregi. Árið 2010 leitaði einn þolandi til kirkjunnar og talaði prestur hans máli. DV fjallaði um málið þann 20. september þetta sama ár. Mál- inu var vísað til fagráðsins og var þar rætt við tvo þolendur Helga og hann sjálfan. Hann játaði brot sín fyrir fagráði og fór í kjölfarið úr landi. DV hefur heimildir fyrir því að þolendur Helga séu fleiri og svipti einn þeirra sig lífi. Vinur hans ræddi við DV um þetta: „Hann lýsti því þannig að presturinn hefði komið inn til hans um miðja nótt, skriðið undir sængina hjá honum og átt eitthvað við hann. Hann hefði svo vaknað við það að hann væri að á káfa á honum.“ Ekki hefur verið rannsakað hvort Helgi hafi brotið á drengjum í Afr- íku þar sem mörg börn eru um- komulaus og eftirlitið lítið sem ekk- ert.n TRÚBOÐINN SÉRA HELGI MISNOTAÐI DRENGI Þ ann 20. mars árið 2004 greindi DV frá því að lög- reglan rannsakaði kynferðis- brotamál séra Baldurs Gauts Baldurssonar á Kirkjubæjarklaustri sem hefði játað að hafa haft munn- mök við unglingspilt. Baldur, sem einnig starfaði sem héraðslögreglu- maður á staðnum og kennari, not- færði sér netið til að tæla drenginn en á endanum felldi saksóknari málið niður þar sem drengurinn var orðinn fimmtán ára gamall og því talið að hann og presturinn væru í sömu stöðu. Játaði munnmök Lögregla komst á spor Baldurs þegar hún var að rannsaka mál Ágústs Magnússonar barnaníðings og annarra kynferðisbrotamanna sem höfðu notað netið og textavarp til að komast í samskipti við unglingspilta. Baldur var prestur á Kirkjubæjar- klaustri og starfaði einnig sem hér- aðslögreglumaður og barnaskóla- kennari á staðnum. Miðvikudaginn 17. mars var gerð húsleit hjá Baldri og tölva hans gerð upptæk. Játaði Baldur að hafa haft sam- neyti við fimmtán ára gamlan pilt frá Akranesi í tvígang á árinu 2003 og að hafa haft við hann munnmök. En hann neitaði að hafa nauðgað piltin- um. Að hafa mök við eldri en fjórtán ára var ekki ólöglegt en að tæla ung- menni yngra en 18 var það þannig að málið var rannsakað sem kyn- ferðisbrot. Drengurinn í sálarkrísu en málið látið niður falla Samkvæmt heimildum blaðsins höfðu Baldur og annar maður, sem einnig var grunaður um brot gegn drengjum, þóst vera samkynhneigð- ir unglingspiltar til að komast í kynni við aðra slíka. Dulnefni Baldurs var Hjalti og leitaði hann eftir að komast í kynni við pilta á aldrinum fimmtán til átján ára með mök í huga. Baldur var vígður prestur árið 1997 og starfaði eitt ár á Valþjófs- stað áður en hann flutti á Kirkjubæj- arklaustur þegar eiginkona hans var skipuð sóknarprestur þar. Sigurð- ur Aðalsteinsson, bóndi í sveitinni, sagði við DV: „Barnastarfið fékk aukinn þrótt þegar séra Baldur kom á staðinn.“ Í nóvember árið 2004 lét sak- sóknari málið á hendur Baldri niður falla þar sem ekki taldist saknæmt að hafa mök við fimmtán ára dreng. Móðir drengsins ræddi við DV eftir að þetta var ljóst og sagðist ævareið. Drengurinn hafi verið í sálarkrísu eftir að hafa lent í Baldri og upplifað mjög erfiða tíma. n SÉRA BALDUR JÁTAÐI KYNMÖK VIÐ DRENG SÉRA GUNNAR KÆRÐUR FYRIR AÐ FAÐMA OG KYSSA UNGAR STÚLKUR V orið 2008 kærðu tvær kórstúlkur séra Gunnar Björnsson, sóknarprest í Selfosskirkju, fyrir kyn- ferðislega áreitni þegar þær voru sautján og átján ára gamlar. Mál- ið endaði fyrir dómstólum og var Gunnar sýknaður jafn vel þó að dómarar teldu sannað að hann hefði strokið, kysst og faðmað þær. „Mér sýnist á öllu að hér sé um misskilning að ræða,“ sagði séra Gunnar við DV þann 5. maí árið 2008 þegar hann var inntur eftir svörum um mál stúlknanna gegn honum. „Það hefur lengi verið minn stíll að faðma fólk að mér,“ og „það getur meira að segja hent að smelli kossi á kinn.“ Gunnar hafði þá verið yfir- heyrður af lögreglunni á Sel- fossi þar sem hann viðurkenndi að hafa faðmað og kysst stúlk- urnar. Hann sagðist þó örugg- ur um stöðu sína gagnvart skjól- stæðingum sínum og að málið ylli honum ekki hugarangri. Hann tók sér hins vegar sex mánaða leyfi frá störfum í kirkj- unni. Þrátt fyrir að vera í leyfi hélt séra Gunnar áfram að sinna prestsstörfum, jarðaði, skírði og gaf saman fólk. Forsvarsmenn Biskupsstofu og Guðbjörg Jó- hannesdóttir, settur sóknar- prestur, sendu honum bréf þess efnis að hann skyldi hætta að sinna þessum verkum. Óþægileg snerting á brjóstum og rassi Lögreglan rannsakaði málin sem blygðunarsemisbrot, kynferðis- brot sem getur legið allt að fjögurra ára fangelsisvist við, og síðla árs var málið komið fyrir Héraðsdóm Suðurlands. Var séra Gunnar sak- aður um að hafa strokið einni stúl- kunni utanklæða, upp og niður mjóbakið, á skrifstofu sinni, og sagt við hana að honum liði illa og ef hann faðmaði hana þá myndu ill- ir straumar hverfa úr líkama hans. Hin sagði hann hafa kysst hana á kinnina og reynt að kyssa hana á munninn. Einnig að hann hafi sagst vera skotinn í henni og að hún væri falleg. Hún sagði fyrir dómi: „Hann strauk varirnar, náði samt ekkert að kyssa mig alveg af því að ég færði mig svona frá, svo kyssti hann mig nokkrum sinnum á hina kinnina.“ Sagði hún séra Gunnar hafa sýnt henni mikla athygli, boð- ið henni far, kvatt hana lengi og faðmað. Þessu hafi fylgt snertingar við brjóst og rass. Séra Gunnar viðurkenndi fyr- ir dómi að hafa kysst og faðmað en taldi það ekkert kynferðislegt. Hann neitaði hins vegar að hafa sagt annarri stúlkunni að hann væri skotinn í henni. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að gjörðir séra Gunnars brytu ekki í bága við lög og var hann því sýknaður í desember árið 2008. Þá niðurstöðu staðfesti Hæstiréttur í mars ári seinna. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is SYNDIR KIRKJUNNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.