Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2018, Blaðsíða 54
54 FÓLK - VIÐTAL 24. ágúst 2018 Þ að hættir aldrei að vera skemmtilegt að hitta fólk sem maður hefur séð í bíó- myndum og lítur upp til. Maður kemst síðan alltaf að því að þetta er bara venjulegt fólk, þegar maður byrjar að spjalla og reyn- ir að kynnast því. En þetta lið er yfir leitt alltaf lágvaxnara en mað- ur heldur,“ segir Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson leikari, en hann er um þessar mundir staddur í Suð- ur-Afríku við tökur á ofurhetju- myndinni Bloodshot þar sem hann stangast á við stórleikarann Vin Diesel. Þar að auki leikur hann annað aðalhlutverkið í ævintýra- myndinni Alpha, en hún verður frumsýnd í næstu viku og hef- ur hingað til fengið góðar viðtök- ur gagnrýnenda. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur leik- ari fer með annað aðalhlutverkið í Hollywood-stórmynd. Þegar blaðamaður hafði sam- band við Jóhannes sat hann í förðunarstólnum og beið eftir næturtökum, en tökutímabilið var rúmlega þrjár vikur og leyndi leik- arinn ekki spennu sinni fyrir verk- efninu. „Ég var að leika með aðal- manninum í gærnótt, honum Vin Diesel, og fékk að skoða tökurn- ar þegar við vorum búnir. Þá sá ég mig og hann standa saman í ramma og hugsaði bara: „Bíddu, hvaða rugl er ég eiginlega kominn út í? Mér finnst þetta svo ógeðs- lega töff!“ segir Jóhannes, en þess má geta að upphaflega stóð til að ráða leikarann og tónlistarmann- inn Jared Leto í þetta hlutverk. Fullmikið blótað Bloodshot er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem segir frá fyrrverandi hermanni, sem leik- inn er af Diesel, sem er gæddur yfirnáttúrulegum kröftum. Hann leitar hefnda á þeim sem gerðu hann að því sem hann er og mæt- ir þar á meðal illkvittna Rússan- um Nick Baris sem Jóhannes leik- ur. Þetta ku vera í þriðja skiptið sem Jóhannes leikur rússneskt ill- menni og segir hann að það sé yfirleitt töluvert skemmti- legra að bregða sér í hlutverk skúrks. „Maður hefur svo mikið frelsi þegar maður leikur ill- menni,“ segir Jóhannes. „ Maður getur gert þá pínu klikkaða og er oft beðinn um að prófa mis- munandi hluti í tökunum. Það er kannski sagt við mann: „Vertu að- eins meira klikkaður núna“ en svo getur komið á móti „Nei, þetta var fullklikkað“,“ segir hann og hlær. „Ég lenti í því núna nýlega að ég var beðinn um að spinna í senunni sem ég var í, þannig að ég fór að blóta svolítið mikið og sagði alræmda f-orðið. Leikstjór- inn kom þá til mín, alvarlegur og sagði: „Við fáum bara eitt „fokk“ í myndinni og þú færð það ekki. Það er á hreinu“.“ Þá útskýrir Jóhannes að fram- leiðsla myndarinnar styðjist við hinn svonefnda PG-13 aldurs- stimpil í Bandaríkjunum, en í þeim tilfellum er eingöngu leyfi- legt að nota „f-orðið“ einu sinni. „Mögulega fær Vin Diesel það, en rússneska illmennið er voðalega kristilegt í orðaforðanum.“ Grasið grænna hinum megin Jóhannes hefur gert það gott að undanförnu og mun einnig sjást á næstunni í kvikmyndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverk- um. Síðar mætir hann þeim Jake Gyllenhaal og Joaquin Phoenix í vestranum The Sisters Brothers en auk þess gegnir hann stórum hlutverkum í Netflix-þáttunum The Innocents og Origin. Utan vinnunnar lýsir Jóhann- es sér sem ósköp venjulegum fjölskylduföður sem búsettur er í Laugardalnum. Aðspurður hvernig gangi að halda jafnvægi á svona mörgum erlendum ver- kefnum og taumhaldi á börnun- um segir hann það ganga ljóm- andi vel og að konan og börnin séu oft með í för þegar tökur fara fram erlendis. „Það er eitt með þessa krakka- orma. Þau eru búin að heim- sækja hverja höfuðborgina á fæt- ur annarri þegar við flytjum þau á tökustaði, við höfum farið til Ungverjalands, Kanada og Sviss en það eina sem þau tala um er að þau fái aldrei að fara til Tene- rife,“ segir hann. „Grasið er alltaf grænna hinum megin.“ Aðspurður um kvikmyndina Alpha segir hann eftirvinnsluna hafa tekið sinn tíma enda liðin tvö ár frá því að tökum myndarinn- ar lauk. Hins vegar bætir leikar- inn við að aldrei hafi upphaflega staðið til að hann fengi jafn stórt hlutverk í myndinni og síðar varð raunin. Alpha gerist fyrir tuttugu þús- und árum á meginlandi Evrópu og segir frá ungum dreng. Í miðri veiðiferð með föður sínum verð- ur hann viðskila við föður sinn og aðra veiðifélaga þeirra. Þá neyðist hann til þess að sjá um sig sjálf- ur í fyrsta sinn á ævinni og finna leiðina heim áður en veturinn skellur á. „Ég var upphaflega ráð- inn í miklu minna hlutverk, sem einn af veiðimönnunum,“ segir Jóhannes. „Leikstjóranum leist ágætlega á mig fyrir föðurhlut- verkið en kvikmyndaverið vildi fá einhvern þekktari, helst eitthvert stórnafn í þetta.“ Barist fyrir Jóa Að sögn Jóhannesar er það strákn- um í aðalhlutverkinu, Kodi Smit- McPhee, að þakka að hann hafi landað stærri rullunni. Kodi tók slaginn við framleiðendur Alpha og krafðist þess að Jóhannes fengi að leika föðurinn. „Það gekk svona vel að framleiðendur samþykktu það og ég fékk hlutverkið í kjölfar- ið,“ segir Jóhannes og bætir við að strangt undirbúningsferli hafi tek- ið við í kjölfar jákvæðu fréttanna. Leikarinn þurfti ekki aðeins að koma sér í betra form til þess að leika veiðimanninn heldur fylgdi hlutverkinu líka kennsla á fornu tungumáli sem er í raun og veru ekki til. „Það er eitthvert félag fólks sem sinnir því verkefni að búa sérstaklega til tungumál fyrir kvikmyndir og við vorum með sama lið og bjó til allt álfa- málið fyrir Lord of the Rings. Þeir búa líka til tungumál fyrir Game of Thrones og Superman-þættina Krypton. Þau eru fengin til þess að búa til fornmál þessa fólks sem var uppi fyrir tugþúsundum árum, sem byggt er á frumbyggjamálum einhverra ættbálka,“ segir Jóhann- es. „Ég þurfti að læra þetta tungu- mál og það lendir svolítið á mér að vera með lengri texta þar sem ég leik pabbann og er alltaf að út- skýra hluti fyrir stráknum. Ég fékk lengri kafla af textum en aðrir og eyddi klukkutíma eða tveimur á dag í að reyna að leggja þetta á minnið. Þetta eru náttúrlega bara einhver hljóð sem eru ekkert lík neinu og það var örlítið erfitt að læra þetta helvítis tungumál,“ segir hann kátur. [Jóhannes fékk aðeins eitt blótsyrði í þessu viðtali og er kvótinn hér með uppfylltur]. Gæti lent á klippigólfinu Jóhannes hefur ekki enn séð Alpha og segist vera örlítið smeykur um að ýmislegt lendi á klippigólfinu. „Ég tók upp langar einræður, sem ég eyddi alveg ótrúlegum tíma í að reyna að ná á þessu tungumáli og ég veit ekki hversu mikið af því er eftir í myndinni,“ segir hann. „Það var mikið haft fyrir þessu en mað- ur verður auðvitað bara að taka því eins og hverju öðru ef það gerist. Það er líka ástæða fyrir því að leikarar fá ekki að klippa bíó- myndir.“ n „Það er ástæða fyrir því að leik- arar fá ekki að klippa bíó- myndir n Jóhannes Haukur leikur rússneskan skúrk í þriðja sinn n Mótleikarinn tók slaginn fyrir Jóhannes og hlutverkið stækkaði Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „Hvaða rugl er ég eiginlega kominn út í?“ Vin Diesel í stuði. Fjölskyldan á tökustað með einni stjörnu myndarinnar Alpha. Feðgarnir saman Jóhannes og Kodi Smit- McPhee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.