Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 24
Cardiff City - Wolves 2-1 0-1 Matt Doherty (18.), 1-1 Aron Einar Gunn- arsson (65.), 2-1 Junior Hoilett (77.). Nýjast Enska úrvalsdeildin Fótbolti Það verður  svakalegur tví- höfði í enska boltanum á morgun þegar nágrannaliðin Arsenal og Tott enham mætast og þegar sá leikur verður flautaður af mætast Liverpool og Everton í baráttunni um Bítlaborgina. Liverpool og Tott enham eru þau lið sem standa Manchester City hvað næst í stiga- söfnun og mega því ekki við því að tapa stigum frekar en Arsenal og Everton sem eru að reyna að brjóta sér leið inn í eitt af efstu fjórum sæt- unum á ný. Baráttan um norðurhluta höfuðborgarinnar Í fyrri nágrannaslag dagsins mætast erkifjendurnir Arsenal og Totten- ham í 196. sinn, að þessu sinni  á Emirates-vellinum. Verður þetta þrettándi deildarleikur liðanna á Emirates-vellinum og hefur upp- skeran ekki verið drjúg fyrir gestina. Aðeins einn sigurleikur sem kom fyrir átta árum, fjögur jafntefli og sjö tapleikir í tólf leikjum eða sjö stig af 36 mögulegum. Það ætti að gefa Tottenham sjálfs- traust fyrir leikinn hvernig þeim tókst að valta yfir lið Chelsea um síð- ustu helgi. Tottenham er ekki búið að gefa upp öndina í baráttunni um enska meistaratitilinn enda búnir að vinna sjö af síðustu átta leikjum í deildinni og mæta því fullir sjálfs- trausts á morgun. Sérstaklega Harry Kane sem hefur skorað í sex af síð- ustu sjö leikjum þessara liða. Skytturnar hafa fundið taktinn undir stjórn Unai Emery og hafa leikið sautján leiki í röð án ósigurs. Ferðaþreyta gæti hins vegar komið í bakið á Arsenal eftir að hafa mætt úkraínska félaginu Vorskla á fimmtudaginn í Evrópudeildinni. Nítján ára bið eftir sigri á Anfield Í seinni nágrannaslagnum ferðast Everton-menn í gegnum Stanley- garðinn yfir á Anfield og mæta nágrönnum sínum í Liverpool. Verður þetta 232. leikurinn á milli liðanna og hefur Liverpool unnið 92 leiki, Everton 66 og 72 leikjum lokið með jafntefli. Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar í Everton hafa leikið vel að undan- förnu og unnið fjóra heimaleiki í röð en ferðalögin á Anfield hafa ekki reynst þeim bláu vel undanfarin ár. Leita þarf nítján ár aftur í tímann til að finna síðasta sigurleik Ever- ton á Anfield. Þann daginn fengu ungur Steven Gerrard og Sander Westerveld, sem átti síðar eftir að leika fyrir Everton, rautt í 1-0 sigri gestanna. Síðan þá hafa liðin mæst átján sinnum í deildinni á Anfield, Liverpool unnið níu sinnum og níu leikjum lokið með jafntefli. Liverpol er  líkt og Manchester City ósigrað í deildinni eftir þret- tán umferðir. Hefur öflugur varnar- leikur skilað liðinu í titilbaráttuna á meðan sóknarþríeyki liðsins virðist vera að vakna til lífsins á ný. – kpt Nágrannaslagir af bestu gerð Gylfi Þór og félagar hans hjá Everton mæta Liverpool. NordiCphotos/GEtty Handbolti Evrópumótið í hand- bolta kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana. Keppnin hófst á fimmtudaginn með sigri Rússlands gegn Frakklandi í opnunarleik mótsins. Liðin leika í B-riðli mótsins ásamt Svartfjallalandi og Slóveníu, en í leik þeirra í gær hafði Svart- fjallaland betur, 36-33. Keppni hófst svo í A-riðli mótsins í gærkvöldi, en þar fór Serbía með 33-26 sigur af hólmi gegn Póllandi. Danmörk bar sigur úr býtum 30-29 gegn Svíþjóð í dramatískum leik, úrslitin réðust eftir að leiktíminn rann út. Þórir Hergeirsson og lærimeyjar hans hjá Noregi eiga titil að verja á mótinu eftir að hafa unnið mótið á sænskri grund fyrir tveimur árum og hefja titilvörn sína með því að mæta Þýskalandi í D-riðli mótsins í dag. Auk þeirra eru Rúmenar og Tékkar í riðlinum sem leiða einn- ig saman hesta sína í dag. Spánn og Króatía og Ungverjaland og Hol- land eigast svo við í C-riðlinum. – hó HM kvenna heldur áfram  Fótbolti KA gekk í dag frá samning- um við fjóra leikmenn fyrir karlalið félagsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu norðanliðsins. Þetta eru Haukur Heiðar Hauks- son sem kemur frá sænska liðinu AIK, Almarr Ormarsson sem kemur frá Fjölni og Andri Fannar Stefáns- son sem kemur frá Val. Þá gekk norski bakvörðurinn Alexander Groven til liðs við KA. Hann er 26 ára örvfættur bakvörður, en hann hefur leikið 93 leiki í efstu deild í Noregi og gert í þeim þrjú mörk. Enski varnarmaðurinn Callum Williams framlengdi svo samning sinn við KA-menn um eitt ár en hann var kjörinn besti leikmaður liðsins á síðasta sumri. Óli Stefán Flóventsson sem ráðinn var þjálfari KA í haust er því aldeilis farinn að taka til hendinni við að smíða leik- mannahóp fyrir næsta sumar. – hó KA styrkir hópinn verulega  Íslenska kvennalandslið- ið í handbolta fór vel af stað í undankeppni HM 2019, en liðið vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tyrklandi í gærkvöldi. Handbolti Ísland hóf í gær- kvöldi  vegferð sína í átt á loka- keppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem leikið verður á næsta ári  með því að mæta Tyrk- landi í fyrsta leik liðanna í undan- keppni mótsins sem fram fer í Skopje í Makedóníu þessa dag- ana. Ísland fór með 36-23 sigur af hólmi í leiknum eftir að hafa verið i forystu allan leikinn. Íslenska liðið setti tóninn strax í upphafi leiksins, en liðið var komið  í 3-0  þegar skammt var liðið af leiknum. Staðan í hálfleik var svo 18-14 fyrir Íslandi og leik- menn  íslenska liðsins bættu  við forskotið í seinni hálfleik. Tyrkland leikur nokkuð óhefðbundinn hand- bolta sé tekið mið af evrópskum handbolta og það tók íslensku leik- mennina fyrri hálfleikinn að venjast breyttum aðferðum við það að spila bæði sókn og vörn. Örnu Sif Pálsdóttur héldu engin bönd inni á línunni, en þegar var upp var staðið hafði hún skorað átta mörk í leiknum líkt og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þær voru markahæst- ar hjá íslenska liðinu og Thea Imani Sturludóttir  kom næst með  fimm mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti góðan leik í markinu og varði 16 skot. „Tyrkneska liðið spilar frekar óhefðbundinn handbolta og það tók okkur nokkurn tíma að aðlagast því. Þegar það var komið náðum við að sigla fram úr og fara með öruggan sigur af hólmi. Það er gott að vera kominn af stað eftir mikla tilhlökk- un fyrir þessu verkefni og gott að hafa náð að landa þessum sigri. Það er alltaf góð tilfinning að vera kom- inn á blað," sagði Axel Stefánsson, þjálfari íslenska liðsins í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Mér fannst sóknarleikurinn vel spilaður og við náðum að koma mörgum leikmönnum inn í sókn- ina. Við gátum dreift álaginu vel á milli leikmann og það var mikil- vægt. Við spilum allt öðruvísi þegar við mætum Makedóníu og það verður meira líkamlega krefjandi leikur þannig að það er gott að það fór ekki of mikil orka í þennan sigur," sagði hann enn fremur. Ísland og Tyrkland eru með Makedóníu og Aserbaídsjan í riðli, en efsta liðið í riðlinum fer í umspil um laust sæti í lokakeppninni. Ísland mætir gestgjöfum Makedón- íu í dag og hefst leikurinn klukkan 17.00 að íslenskum tíma.   „Makedónía vann stórsigur gegn Aserbaídsjan í gær og það lítur allt út fyrir að þetta verið úrslitleikur um sigur í riðlinum. Þær eru afar sterkar og góðar í stöðunni maður á móti manni þegar þær komast á ferðina. Við verðum að spila þétta vörn og spila góða hjálparvörn ef við ætlum að ná hagstæðum úrslit- um í leiknum í dag," sagði hann. hjorvaro@frettabladid.is.   Fín byrjun í undankeppninni  Axel stefánsson var ánægður með leik íslenska liðsins sem vann sannfærandi sigur gegn tyrkjum Fréttablaðið/Ernir Ísland 36 18 tyrkland 23 14 Mörk Íslands: Þórey Rósa Stef- ánsdóttir 8, Arna Sif Pálsdóttir 8/1, Thea Imani Sturludóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Martha Her- mannsdóttir 2/1, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Steinunn Hans- dóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Varin skot: Guðný Jenný Ás- mundsdóttir varði 16 skot. Við spilum allt öðruvísi leik þegar við mætum Makedóníu í adg og það verður mjög líkam- lega krefjandi leikur þannig að það er gott að það fór ekki mikil orka í þennan sigur. Axel Stefánsson Danmörk, Serbía og Svartfjallaland unnu góða sigra í leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í gær. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r24 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð Sport 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 B -9 0 9 8 2 1 9 B -8 F 5 C 2 1 9 B -8 E 2 0 2 1 9 B -8 C E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.