Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 40
Það er flókið og erfitt að stíga fram undir nafni og ræða um sín per-sónulegu mál. Ég gat hins vegar ekki annað, mér bar ákveðin skylda til að gera það,“ segir Erna Ómars- dóttir, listdansstjóri Íslenska dans- flokksins, sem greindi nýverið frá grófri framkomu, misbeitingu valds og kynferðislegri áreitni hins heimsþekkta listamanns Jans Fabre gagnvart sér og öðrum dönsurum í belgíska dansflokknum Troubleyn. Hún er stödd í Borgarleikhúsinu þar sem Íslenski dansflokkurinn hefur aðstöðu. Erna er fíngerð, svartklædd og með dökkmáluð augu. Hún er einn virtasti og reyndasti danshöfundur Íslendinga en hún er langt frá því að vera hefðbundin. Hún er djarfur listamaður sem tekur áhættu. Hún segist óstyrk. Hún sé ekki enn þá farin að vinna almennilega úr reynslu sinni þótt hún sé byrjuð á ferlinu. Hún ýti sér svolítið áfram. „Mér finnst svo stutt síðan ég sagði fyrst manninum mínum frá. Þá hafði það sem ég gekk í gegnum verið á tungubroddinum svo lengi en það eru næstum 20 ár síðan. Það var stuttu fyrir MeToo-byltinguna sem ég treysti mínum nánustu fyrir þessu. Það lá eitthvað í loftinu. Svo sprakk allt. Það er eiginlega óskiljan legt að það hafi ekki gerst fyrr,“ segir Erna. Hefur leitað til Stígamóta Erna var rúmlega tuttugu og fimm ára þegar hún gekk til liðs við dans- flokk Jans Fabre, Troubleyn. Það var hennar fyrsta starf með atvinnu- leikhúsi og dansflokki. Hún var einn átta dansara sem skrifuðu nafn sitt undir bréf sem dansarar flokksins birtu opinber- lega í september. Að auki skrifuðu 12 fyrrverandi dansarar undir án nafns og í framhaldi skrifuðu 200 danshöfundar í Belgíu undir stuðn- ingsbréf við þennan hóp og gerðu kröfu um breytingar í danssenunni. Allt olli þetta mikilli ólgu í Belgíu. Síðar í sama mánuði lýsti Erna í við- tali við The New York Times einu ákveðnu alvarlegu atviki. Frásögnin er aðeins brot af reynslu Ernu. Hún sagði bara frá því sem hún treysti sér til að segja frá. Hún hefur leitað til Stígamóta þar sem hún þiggur aðstoð við að vinna úr reynslu sinni. „Ég hélt að það sem hefði gerst hefði verið á gráu svæði. Núna ári seinna er áhugavert að sjá hvað er búið að gerast. Margt hefur breyst. Eitt af því sem hefur gerst í kjölfar MeToo-byltingarinnar er að þetta gráa svæði er allt í einu ekk- ert grátt lengur og við eigum orð til að lýsa áreitninni,“ segir hún. „Við erum líka að átta okkur á því hvað er búið að taka frá okkur. Við höfum verið rændar völdum og niðurlægðar svo lengi.“ Erna segir að belgískt samfélag hafi verið lengur að taka við sér en íslenskt. Því hafi dansarar Troubl- eyn, flokksins ekki stigið fram fyrr. „Ég ákvað að hoppa út í djúpu laugina með þetta. Ég hefði engu að tapa. Ég er flutt heim, umkringd fjölskyldu og vinum, bý á Íslandi og er í sterkri og góðri stöðu. Það er ólíkt því að vera ungur, óreyndur og aleinn í útlöndum að berjast fyrir tilvist sinni í þessum harða bransa. Ég fór að heyra að þetta væri að henda yngri stúlkur en mig. Hann beitti þær sömu aðferð. Meira að segja eftir MeToo varð mjög ung stúlka fyrir svipaðri reynslu þar sem hann virtist nota sömu aðferð. Hann dirfðist að halda áfram. Og þá bara varð ekki aftur snúið,“ segir Erna. „Ég þarf ekkert að útskýra til fullnustu og af nákvæmni hvað hann gerði. En þegar Weinstein komst í sviðsljósið þá setti ég strax samasemmerki á milli þessara tveggja manna. Það vissu þetta allir. En enginn sagði neitt. Það Út með djöflana Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska dansflokksins leitaði til Stígamóta eftir að hafa gert upp áreitni og valdbeitingu eins þekktasta danshöfundar heims. „Við særðum út djöfla og reyndum að losa okkur við eða sættast við gamla drauga,“ segir Erna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ÉG HANDLEGGSBROTNAÐI MJÖG ILLA EN SÝNINGIN HÉLT ÁFRAM. ÉG GLEYMI STUNDUM ÞESSU ÖRI. ÞVÍ ÞAÐ ER EKKI NEITT MIÐAÐ VIÐ HITT. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is mátti ekkert tala um þetta. Það sem hann gerði var bara samþykkt. Hann var svokallaður snillingur og mátti þetta. Allir meðvirkir með honum,“ segir Erna. Tókst ekki að rífa mig niður „Mér fannst nauðsynlegt að segja frá. Mér fannst ég verða að leggja mitt af mörkum til þess að koma upp um ofbeldisfullt athæfi hans, öðrum til varnaðar og til þess að koma þessu frá mér, úr kerfinu. Það er erfitt en erfiðara hefði verið að segja aldei neitt,“ segir Erna sem finnst erfitt að hugsa til þess hversu útbreitt og kerfisbundið ofbeldi og áreitni er. „Þó að mér hafi verið létt að þurfa ekki ein að upplifa niður- brot og skömm þá er það á sama tíma skelfilegt. Hvað við erum mörg. Svo margir dansarar hafa hætt. Vegna þess að svona áreitni og grimmileg framkoma eyðileggur sjálfsvirðingu fólks og sköpunar- gleði. Ég náði hins vegar að komast í gegnum þetta. Ég var orðin þekkt sem dansari, fékk strax vinnu hjá öðrum stórum danshóp og fékk tækifæri til að gera eigin verk. Hann náði ekki að brjóta mig niður og ég spyrnti við innra með mér og kannski að sumu leyti skilaði ég til- finningum mínum í dansinn.“ Hún strýkur yfir langt hvítt ör á handleggnum. Það er líklega um 15 sentimetra langt. Hvernig fékk hún það? „Það tengist þessu öllu saman. Og honum. Ég datt á sviði í sýningu. Ég handleggsbrotnaði mjög illa en sýn- ingin hélt áfram. Ég gleymi stund- um þessu öri. Því það er ekki neitt miðað við hitt. Þetta slys reyndist samt örlagaríkt. Það varð vegna þreytu og álags. Á meðan ég jafnaði mig þá gafst mér tími til að hugsa málin og sagði nokkru seinna upp hjá flokknum. Ég var komin með lamandi köfnunartilfinningu.“ Særði út djöfla og drauga Erna hellti sér út í vinnu eftir að hafa stigið fram og lýst reynslu sinni. Hún hefur nú frumsýnt tvö dansverk á einni viku, sitt í hvoru landinu. „Ég verð að viðurkenna að það er ekki endilega sniðugt að gera þetta á hverju ári,“ segir Erna sem frumsýndi verkið Pottþétt myrkur sem var hluti af kvöldinu Dísablót hjá Íslenska dansflokknum þann 17. nóvember síðastliðinn á sviðs- listahátíðinni Spectacular, verkið er enn í sýningu. Verkið er hluti af seríu dansverka sem á sér upphaf í samvinnu henn- ar og Valdimars Jóhannssonar sem þau gerðu með og fyrir hljómsveit- ina Sigur Rós og var fyrsta útgáfa flutt á tónlistarhátíðinni Norður og niður fyrir ári. „Það var frábært að gefa sér þenn- an tíma til að þróa verkið. Við erum búin að vinna það í stuttum tímabilum yfir heilt ár og sýna afrakstur og ólík brot á mis- munandi stöðum. Fyrst á Norður og niður í Hörpu, Listahátíð Reykjavík- ur í Hafnarhúsinu og svo nú í fyrsta sinn í leikhúsi. Útgangspunkturinn var fyrst einfaldur, til að byrja með bara þessi tími ársins og myrkrið sem fylgir honum. Myrkrið? Hvað er það? Hvað gerir það fyrir okkur? Það er ekki bara neikvætt. Það getur líka verið faðmandi og frið- sælt. Næstum því eins og í móður- kviði. Þar getur verið hlýja. En þar getur líka fleira leynst. Á þessum tíma stóð MeToo-byltingin hvað hæst. Hún hafði áhrif á verkið sem sem var skapað í náinni samvinnu við dansarana og því áttum við mjög tilfinningaþrungnar stundir í vinnuferlinu, mikið talað og miklu deilt um þessi mál og um það sem var að gerast. Við særðum út djöfla og reyndum að losa okkur við eða sættast við gamla drauga. Losuðum okkur við ýmislegt gamalt og úrelt. Út með djöflana,“ segir Erna ákveðin. „Þarna í verkinu er berskjaldaður líkaminn meðal drauganna ýmist ofurspenntur eða alveg máttlaus að berjast ýmist við eigin skugga eða skugga fortíðar.“ 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 B -7 7 E 8 2 1 9 B -7 6 A C 2 1 9 B -7 5 7 0 2 1 9 B -7 4 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.