Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 50
Verslunin Bóel var opnuð í september síðastliðnum. Bóel sérhæfir sig vönduðum og vel hönnuðum kvenfatnaði aðallega frá þýska hönnuðinum RUNDHOLZ sem hannar mjög töff en samt kvenlegan fatnað, að sögn Þuríðar Ottesen, eiganda verslun- arinnar. Þá býður hún einnig upp á japanska merkið MOYURU og YAYA frá Hollandi. Þuríður segir að hún hafi þekkt fatalínuna frá Rundholz lengi og alltaf verið hrifin af henni. „Það var verslun á Skólavörðustíg 3 sem nefndist ER sem seldi þessi föt á sínum tíma. Hún var lögð niður í hruninu og mjög margir söknuðu hennar sárt,“ segir hún. Þuríður hefur mikla ástríðu fyrir fallegri og smart hönnun. Hún vildi bjóða upp á virkilega vandaðan og frjálslegan fatnað fyrir konur á öllum aldri. „Ég legg áherslu á að fatnaðurinn sé vel hannaður að því leyti að hann fari ekki úr tísku og fataplaggið sé jafn smart inni í skáp eftir tíu ár eða jafnvel tuttugu,“ segir hún. Ánægðir viðskiptavinir Þuríður segir að viðtökurnar hafi verið frábærar. „Við heyrum gjarnan frá viðskiptavinum okkar að loksins sé komin töff og öðru- vísi verslun fyrir konur. Ein sagði við okkur: „Frábært að fá svona fönkí fatnað sem er flottur fram í andlátið.“ Viðskiptavinir okkar eru konur sem komnar eru yfir þrítugt og alveg upp úr. Konur sem eru komnar yfir miðjan aldur þora alveg að klæðast hermanna- klossum og víðum flíkum sem undirstrikar sjálfstraust þeirra og glæsileika. Fatalína Rundholz er einmitt svona fönkí þótt kven- leikinn spili stóra rullu. Konur hafa verið mjög hrifnar af sniðunum sem gefa þeim ákveðinn glæsibrag. Þessi fatnaður fer öllum vel, hvort sem konur eru grannar eða með íturvöxt.“ Í Bóel fæst hvort sem er spari- klæðnaður, vinnufatnaður og yfirhafnir. Einnig afar vandaðir vetrarskór. „Jakkarnir hjá okkur, yfirhafnir og kjólarnir hafa verið mjög vinsæl. Það er greinilegt að þessi tíska höfðar til margra íslenskra kvenna. Við erum mikið með jarðliti um þessar mundir og svo koma fallegir vor- litir með vorinu.“ Lífrænt vottaðar húðvörur Bóel selur lífrænt vottaðar og margverðlaunaðar húðsnyrtivörur frá Antipodes á Nýja-Sjálandi. „Þetta eru vörur sem eru vísinda- legar rannsakaðar á fólki, ekki dýrum. Fyrir jólin verð ég með kaupaukatilboð. Ef fólk kaupir tvennt í línunni fær það REJOICE rakadagkremið án endurgjalds. Framleiðandinn selur til 38 landa og fékk verðlaun í heimalandinu fyrir öflugan útflutning fyrir stuttu,“ segir Þuríður. Fallegar gjafavörur Bóel býður einnig skemmtilegar gjafavörur eins og ítalska ullar- inniskó frá ME1ST og kostar parið 5.900 krónur. Einnig er úrval af fallegum sokkum frá SockMyFeet. Þá fást hinir vönduðu LOFINA leðurhanskar úr lambskinni sem eru fóðraðir með kasmírull. Það er um að gera að kíkja í heimsókn í Bóel, Skólavörðu- stíg 22, sími 834 1809. Einnig er hægt að fylgjast með nýjungum á Facebook-síðu verslunarinnar og á Instagram. Um þessa helgi verður 25% afsláttur af buxum. Ofursnapparinn Erna Kristín Stefánsdóttir gaf á dögunum út bókina Full kom lega ófull kom in sem fjallar um jákvæða líkamsímynd. Erna er aðdáandi verslunarinnar Bóel og segir að fatnaðurinn þar sé óður til kvenna. MYNDIR/ANTON BRINK Hlýir og fallegir inniskór sem eru tilvaldir í jólapakkann. Vandaðir leður- hanskar eru meðal þess sem hægt er að fá hjá Bóel. Í Bóel er mikið úrval af vetrar- skóm. Skórnir eru bæði til háir og lágir. Bóel selur líf- rænt vottaðar og margverð- launaðar húðsnyrtivörur frá Antipodes á Nýja-Sjálandi. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 C -0 C 0 8 2 1 9 C -0 A C C 2 1 9 C -0 9 9 0 2 1 9 C -0 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.