Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 95
Áhersla á börn og þátttöku gesta Sérstök áhersla er lögð á gagnvirka þátttöku gesta á sýningunni og er miðlun efnis að verulegu leyti sérsnið- in að börnum. „Við erum með lifandi verur í vatnsbúrum, bæði jurtir og dýr. Það verður hérna sérstakt vatnsborð eða vaskur fyrir krakka til að leika sér með lifandi verur ásamt kennaranum. Svo verða önnur kvikindi sem þau geta skoðað allan tímann.“ Það er einnig fjallað um þróunar- fræði lífríkisins og er sérstök áhersla lögð á þróun bleikju í Þingvallavatni. „Þar erum við meðal annars með margmiðlunarleik fyrir börn þar sem þau geta þróað sína eigin bleikjugerð eftir því hvað hún étur og hvar hún lifir.“ Í samvinnu við margmiðlunar- fyrirtækið Gagarín hefur verið búinn til svokallaður vistrýnir. „Þar gerum við mikilvægum vistkerfum í vot- lendi, stöðu- og straumvötnum skil. Þar geta gestir forvitnast um lífverur, jafnt jurtir sem dýr, og hvernig þetta virkar allt saman.“ Tímabundnar sérsýningar Þá verður í rýminu sérsýningarbás sem er ætlaður undir tímabundnar sýningar þar sem fjallað verður um afmörkuð efni. Verða sýningarnar hannaðar með það fyrir augum að þær geti farið um landið. Fyrsta sérsýningin stendur fram á sumar en þar getur að líta myndir sem Erlendur Bogason kafari hefur tekið í ólíkum vötnum landsins. „Þetta eru einstakar myndir af gróðursamfélögum og botngerð sem enginn hefur séð áður. Af þeirri sýningu tekur við sýning sem er sér- staklega ætluð ungum börnum en hún fjallar um skrímsli og óvættir í vötnum á svona góðlátlegan hátt sem er mjög metnaðarfullt og skemmtilegt verkefni.“ Undirbúningur í eitt og hálft ár Hilmar segir að vinna við hönnun, framleiðslu og uppsetningu sýn- ingarinnar hafi staðið í um eitt og hálft ár. „Það er stuttur tími í þessu samhengi. Hugmyndir um sýningar- haldið á almennari nótum hafa legið fyrir í lengri tíma en tíminn til að einhenda sér í þetta hefur verið skammur.“ Hann segir einvalalið koma að sýn- ingunni en sýningarstjóri er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Álfheiður Ingadóttir er vísindalegur ritstjóri sýningarinnar. Þrátt fyrir að Nátt- úruminjasafnið sé enn ekki komið í varanlegt eigið húsnæði segir Hilmar að málefni safnsins þokist í rétta átt. „Fjárveitingar til safnsins hafa verið að aukast allra síðustu ár. Það þýðir að ég get ráðið fræðimenn því að svona sýning verður að grundvall- ast á rannsóknum. Öðruvísi gengur það ekki.“ GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ Á sýningunni er vatnið í náttúru Íslands skoðað frá ýmsum hliðum. MYND/VIGFÚS BIRGISSON Hilmar Malmquist, forstöðumaður safnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN sem gert er ráð fyrir að starfsemi full- búins safns þurfi. Þannig lítum við á þetta sem eins konar sérsýningu,“ segir Hilmar. Félagið Perla norðursins sem er með sýningarhald í Perlunni leggur til rýmið fyrir sýningu Náttúru- minjasafnsins. Safnið kostar upp- setningu sýningarinnar sem er um 290 milljónir króna auk árlegs við- halds sem áætlað er að nemi á bilinu 5 til 8 milljónum á ári. Perla norð- ursins stendur straum af almennum rekstrarkostnaði auk þess að kosta stöður tveggja safnkennara á sýning- una. Þá verður engin leiga greidd á samningstímanum. „Ég lít á þetta sem mjög nýstárlega og forvitnilega leið fyrir ríkisstofnun og einkaaðila að vinna saman að svona mikilvægu málefni,“ segir Hilmar. Ein allra dýrmætasta auðlindin „Meginhlutverk safnsins er miðlun og fróðleikur um náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýt- ingu náttúruauðlinda. Við gerum það fyrst og fremst með sýningar- haldi og annars konar miðlun. Við ætlum að taka fyrir vatnið í náttúru Íslands í víðasta skilningi. Það er auðvitað mjög brýnt mál því vatnið er ein okkar allra dýrmætasta auð- lind og sérstaklega mikilvægt að fræða komandi kynslóðir um mikil- vægi vatnsins.“ Hilmar segir að á sýningunni verði meðal annars fjallað um vatnafræði- lega þætti eins og fjölbreytileika íslensks vatns. „Það eru mismunandi gerðir af vatni. Það er jökulvatn, lindarvatn sem er mjög sérstakt fyrir Ísland og það eru dragavötnin og votlendi af alls kyns tagi. Það er heitt og kalt vatn en landið er óvenju ríkt af þessu miðað við önnur lönd og það er mikilvægt að fara skyn- samlega með þessa auðlind.“ Einnig verður á sýningunni fjallað um samspil jarð-, líf- og vatnafræði. „Jarðfræði mótar vatnafræði og vatnalíffræði landsins á mjög ein- kennandi og áberandi hátt. En þetta er líka gagnverkun því lífríkið hefur áhrif á jarðfræðina og vatnafræðina þar með. Við gerum grein fyrir þessu flókna sambandi sem við getum kallað vistfræðina.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 55L A U G A R D A G U R 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 0 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 1 3 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 B -D 5 B 8 2 1 9 B -D 4 7 C 2 1 9 B -D 3 4 0 2 1 9 B -D 2 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 3 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.