Fréttablaðið - 03.12.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 3 . d e s e M b e r 2 0 1 8
Fréttablaðið í dag
skoðun Guðmundur Stein-
grímsson skrifar um Klaustur-
upptökurnar. 9
sport Íslenska kvennalands-
liðið í handbolta komst í umspil
um laust sæti á HM. 13
tÍMaMót Fjölþjóðlegur hópur
nýdoktora var heiðraður í
Háskóla Íslands. 30
lÍfið Ferðamenn fara 100 ár
aftur í tímann í Laugarvatns-
helli. 22
plús 2 sérblöð l fólk
l fasteignir
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Laugavegi 15 og Kringlunni - michelsen.is
öflugur liðstyrkur
saMgöngur „Það er mjög erfitt
að eiga við þessa miklu aukningu
í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er
að brjóta af sér með því að nota
fíkniefni yfir höfuð er það að aka
undir áhrifum ekki endilega mikill
þröskuldur. Notendur fíkniefna eru
fyrst og fremst sjálfum sér verstir en
ef þeir eru komnir út í umferðina
undir áhrifum eru þeir líka orðnir
hættulegir fyrir allt umhverfið,“
segir Þórhildur Elín Elínardóttir,
samskiptastjóri Samgöngustofu.
Samkvæmt tölum frá stofnuninni
hafa á fyrstu átta mánuðum ársins
67 manns látist eða slasast vegna
fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á
síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast
en þeir voru 52 allt síðasta ár.
Sé horft til þeirra sem hafa látist
eða slasast alvarlega vegna fíkni-
efnaaksturs voru það 10 einstakl-
ingar fyrstu átta mánuði ársins og
hafa þeir aldrei verið fleiri síðan
mælingar hófust, hvorki á fyrstu
átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á
síðasta ári voru þetta níu einstakl-
ingar og átta árið áður.
„Þetta er rosalega brött aukning.
Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefn-
um okkar og augljóslega mjög knýj-
andi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið
og samfélagið allt. Velferðarþjón-
ustan okkar, skólar og fræðsluyfir-
völd þurfa að koma að því að taka á
þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín.
Þegar kemur að ölvunarakstri er
staðan svipuð og síðastliðin tvö ár.
Fyrstu átta mánuði ársins létust eða
slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs
en þeir sem létust eða slösuðust
alvarlega voru sjö.
„Við höfum auðvitað alltaf
áhyggjur af ölvunarakstri og erum í
sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir
frumvarp til nýrra umferðarlaga
sem gerir ráð fyrir enn strangari
refsimörkum. Það styður hvað við
annað. Við viljum auðvitað sjá enn
meiri árangur og ef frumvarpið
verður óbreytt að lögum getur fólk
alveg hætt að reikna það út hvort
það geti fengið sér einn drykk áður
en það keyrir.“
Þórhildur Elín bendir á að því
miður hafi orðið mikil aukning í
slysum vegna framanákeyrslna.
Fyrstu átta mánuði ársins létust
eða slösuðust 46 í slíkum slysum
en á sama tíma í fyrra voru þeir 37.
Aukningin er líka mikil ef litið er
til þeirra sem hafa látist eða slasast
alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta
mánuði ársins en átta á sama tíma
í fyrra.
„Þarna er oft um að ræða öku-
menn sem eru að taka fram úr. Taka
séns sem þeir ættu ekki að taka.
Svo hefur umferðin aukist mjög
mikið þannig það eru fleiri bílar á
vegunum. Það er of stutt bil á milli
bíla þannig að ef einhver lendir
í vandræðum með framúrakstur
kemst hann kannski ekki til baka.
Fólk ofmetur getu sína og vanmetur
aðstæður. Það er segin saga að þá
verður slysahættan umtalsvert
meiri.“ sighvatur@frettabladid.is
Mikil aukning
á slysum vegna
lyfjaaksturs
Á sjöunda tug hafa látist eða slasast í slysum sem má
rekja til fíkniefnaaksturs fyrstu átta mánuði ársins.
Samskiptastjóri Samgöngustofu segir þetta knýjandi
verkefni sem samfélagið þurfi að taka á. Þeim fjölgar
sem slasast í slysum vegna framanákeyrslna.
Þetta er rosalega
brött aukning. Þetta
er eitt af stærstu áhyggju-
efnum okkar.
Þórhildur Elín
Elínardóttir,
samskiptastjóri
Samgöngustofu
Jólagleðin var allsráðandi á Austurvelli í gær þegar ljósin á Óslóartrénu voru tendruð, líkt og venja er á fyrsta
sunnudegi í aðventu. Þetta er í þriðja sinn sem tréð kemur úr Norðmannalundi í Heiðmörk. Fréttablaðið/Ernir
alþingi Fyrsti þingfundur eftir að
hneykslismálið á Klaustri varð opin-
bert verður haldinn klukkan þrjú síð-
degis. Forseti þingsins segir fundinn
ekki hefjast með hefð-
bundnum hætti.
Þingmenn hafa
síðustu daga ráðið
ráðum sínum um
hvernig þeir eigi
að bregðast við ef
fjórir af þeim sex
sem töluðu illa
um annað fólk á
Klaustri ætla sér
að mæta til þings
eins og ekkert hafi
í skorist.
– sa / sjá síðu 6
Þing hefst
að nýju eftir
hneykslismál
0
3
-1
2
-2
0
1
8
0
5
:0
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
9
C
-9
5
0
C
2
1
9
C
-9
3
D
0
2
1
9
C
-9
2
9
4
2
1
9
C
-9
1
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K