Fréttablaðið - 03.12.2018, Page 6

Fréttablaðið - 03.12.2018, Page 6
VERÐ FRÁ 76.900 KR. NÁNAR Á UU.IS TRYGGÐU ÞÉR SÓL TENERIFE OG KANARÍ Öugur Milwaukee mótor skilar 14000 til 24000 strokum á mínútu. REDLINK™ yrálagsvörn REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 29.900 kr. (án rafhlöðu) M18 FCOT Alvöru hjámiðja frá Milwaukee vfs.is FRAKKLAND Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti sér aðstæð- ur á breiðgötunni Champs-Elysées í París í gærmorgun. Nóttina áður höfðu mótmælendur, sem kenna sig við Gulu vestin, leikið götuna grátt og kveikt í bílum, verslunum og veit- ingastöðum. Í kjölfarið boðaði Macron til neyð- arfundar með ráðherrum sínum vegna mótmælanna en þau hafa nú staðið yfir í um tvær vikur. Ekki kom til tals að lýsa yfir neyðarástandi vegna óeirðanna, þó svo að tals- maður ríkisstjórnar Macrons hefði viðrað þá hugmynd fyrir fundinn. Upphafleg krafa mótmælendanna var að Macron og ríkisstjórn hans kæmi í veg fyrir frekari hækkanir á eldsneyti, en á síðustu dögum hafa mótmælin öðlast víðari skírskotun og beinast þau nú ekki síður að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna í Frakklandi. Dómsmálaráðherra Frakklands, Nicole Belloubet, hefur heitið því að þeir hópar mótmælenda sem gengið hafa fram með ofbeldi verði hand- samaðir og sóttir til saka. Rúmlega 100 hafa særst í mótmæl- unum og tæplega 400 verið hand- teknir. Þrír hafa fallið í átökunum. Innanríkisráðuneyti Frakklands áætlar að um 136 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum víðs vegar um Frakkland. – khn Neyðarfundur vegna mótmælaöldu Talið er að í kringum 136 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. UMHVERFISMÁL Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upp- haf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fund- inum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sam- mæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomu- lagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreyt- ingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öfl- ugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að fram- fylgja markmiðum Parísarkomu- lagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslags- mál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslags- bókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðn- ingur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul. – khn Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Frá mótmælum Gulu vestanna í París á laugardgainn. NordicPhotos/Getty ALþINgI Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þing- manna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórn- málum hin síðari ár. Steingrímur segir fund- inn ekki hefjast með h e f ð b u n d n u m hætti. „Við erum að undirbúa ýmis- legt og eitt af því er upphaf fund- arins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur. „Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þing- flokka svo það mun líklegast eitt- hvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mán- uður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga J ó h a n n s - s o n a r o g veiðigjalda- f r u m v a r p K r i s t j á n s Þórs Júlíus- sonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þing- mönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Frétta- blaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstakl- ingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þing- menn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þing- manna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. sveinn@frettabladid.is Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Gunnar Bragi sveinsson og Bergþór Ólason eru farnir í leyfi frá þingstörfum. FréttaBlaðið/eyþÓr Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opin- bert verður í dag. Koll- egar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönn- unum í skilning um að þeir verði að víkja. Við erum að undir- búa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis 3 . D E S E M b E R 2 0 1 8 M Á N U D A g U R6 F R é t t I R ∙ F R é t t A b L A ð I ð 0 3 -1 2 -2 0 1 8 0 5 :0 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 C -C 1 7 C 2 1 9 C -C 0 4 0 2 1 9 C -B F 0 4 2 1 9 C -B D C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.