Fréttablaðið - 03.12.2018, Page 8

Fréttablaðið - 03.12.2018, Page 8
Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Hætt er við að tækni- framfarir auki ójöfn- uð ef ávinn- ingi þeirra er ekki skipt á sanngjarnan hátt. Í dag er von á 1.200 manns frá öllum heimshornum á þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) í Kaupmannahöfn. Á sama tíma og við komum saman á þinginu til að taka ákvarðanir um stefnuna á næsta starfstímabili, ræða um sjálfbæra þróun og leita lausna á viðfangsefnum sem snerta sameiginlega framtíð okkar hefst loftslagsráðstefna SÞ í Katowice í Póllandi. Það eru blikur á lofti í heiminum. Andlýðræðisleg öfl grafa undan friði og öryggi og lýðræðislegum stofnunum. Hætt er við að tækniframfarir auki ójöfnuð ef ávinningi þeirra er ekki skipt á sanngjarnan hátt. Þar við bætast loftslagsbreytingar með hækkandi yfirborði sjávar, veðurfarsbreytingum og skógareldum. Saman getum við tekist á við þessar áskoranir. Þess vegna hafa ríki heims með Norðurlönd í fararbroddi gert alþjóðlegar áætlanir um umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi, eins og til að mynda Dagskrá 2030 sem inniheldur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þeirri þróun vinnum við að í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Í verkalýðshreyfingunni leggjum við sjálf lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar þegar við í samningaviðræðum við atvinnurekendur leggjum áherslu á jöfnuð í samhengi við sjálfbæran vinnumarkaði í anda norrænnar vinnumark- aðsmenningar. Mannsæmandi vinnuskilyrði og samráð aðila vinnumarkaðarins eru forsendur þess að umskipti að sjálfbærum vinnumarkaði takist vel. Norðurlönd verða að leggja skýrari áherslu á að áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu er algjört grundvallaratriði. Stéttarfélagsréttindi eru mannréttindi og þau ber að tryggja skilyrðislaust og alls staðar. Við í verkalýðshreyfingunni trúum því, líkt og Ísland sem gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019, að Norðurlönd eigi sér öfluga rödd sem eigi að heyrast á allsherjarþingi SÞ, á loftslagsráðstefnum SÞ, í kvennanefnd SÞ og gagnvart G20-hópnum. Sú rödd getur orðið enn öflugri. Og það þarf að gerast strax nú á 24. lofts- lagsráðstefnunni í Katowice. Heimurinn og komandi kyn- slóðir vænta þess af okkur öllum að við hefjum umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi, en jafnframt að umskiptin verði til jöfnunar. Þetta eru skilaboðin til Norrænu ráðherra- nefndarinnar frá þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. Loftslag og vinnumarkaður Drífa Snædal forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir varaforseti Nor- ræna verkalýðs- sambandsins og formaður BSRB Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður BHM Auk formanna annarra aðildar- félaga Norræna verkalýðssam- bandsins S íðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þing-manna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrr andi klikk uð kunt a“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmann- anna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að sví- virðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórn- málamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnar- ráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamað- ur. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merki- legur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing. Það sem þjóðin vill ekki Þegiðu, Gunnar Bragi! Gunnari Braga Sveinssyni var svo mjög umhugað um virðingu Alþingis fyrir tæpum sex árum að hann lagði til í ræðustóli að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti myndi taka Steingrím J. Sigfússon á „kné sér og rass- skella“ fyrir að hafa sagt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknarflokksins, að þegja á þingfundi. „Það er með ólíkindum að þeir sem tala sem mest um virðingu þingsins – það eru akkúrat þeir sem setja þingið mest niður með vinnubrögðum og orðbragði eins og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra,“ sagði Gunnar Bragi um Steingrím. Nú er komið á daginn að Stein- grímur virðist þarna hafa verið að ráða Sigmundi Davíð heilt. Bjór með orðbragði Fróðlegt væri að fá tillögu Gunn- ars Braga að viðeigandi líkam- legum refsingum sem forseti Alþingis, títtnefndur Steingrímur, ætti að beita þá Miðflokksfélaga fyrir að vanvirða Alþingi yfir drykkjum á Klaustri Bar. Öldur- húsið gerði heiðarlega tilraun til þess að fjarlægja sig frá orðhákun- um með því að auglýsa „húrrandi klikkaða jólaglögg“ sem neyta má yfir hljóðnema. Góð tilraun en hefði ekki verið enn áhrifaríkara að láta þau boð út ganga að á dælur staðarins væri kominn jóla- bjórinn Þinglúðar, með sérstak- lega vondu orðbragði? thorarinn@frettabladid.is 3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m Á N U d A G U r8 s k o ð U N ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 0 3 -1 2 -2 0 1 8 0 5 :0 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 C -B C 8 C 2 1 9 C -B B 5 0 2 1 9 C -B A 1 4 2 1 9 C -B 8 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.