Fréttablaðið - 03.12.2018, Side 14

Fréttablaðið - 03.12.2018, Side 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Það er alltaf gaman að vera með eitthvað rautt, silfrað, gyllt eða koparlitað fyrir jólin, því nú fer sá tími í hönd að konur vilja smá glitur og glamúr sem er svo vinsælt núna,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, eigandi tískuverslunarinnar Rítu. Ríta er nú sneisafull af glæsi- legum hátíðarfatnaði og flottum flíkum fyrir hvunndags tilveruna. „Við erum með allt sem eina konu getur vantað í fataskápinn og þjónum breiðum aldurshópi, allt frá 25 ára og upp úr, í stærðunum 36 til 56,“ útskýrir Guðrún í Rítu. Senda tískufötin út á land Ríta er rótgróin tískuverslun sem var upphaflega stofnuð 1982 af Sig- ríði Kristófersdóttur, sem rak hana í Eddufelli í árafjöld. Árið 1996 tók við rekstrinum Steinunn Ingólfs- dóttir, sem hafði saumað fyrir Sigríði um árabil og fyrir tveimur árum keypti Guðrún búðina af móður sinni. „Ég byrjaði að vinna hjá mömmu 1999 og sama ár opnuðum við aðra Rítu verslun í stóru og glæsilegu húsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Árið 2010 lokuðum við í Eddu- fellinu og stækkuðum við okkur í Bæjarlind, sem er nú í hjarta höfuðborgarsvæðisins,“ segir Guðrún. „Viðskiptavinahópurinn er dyggur og stór. Konur halda tryggð við Rítu vegna persónu- legrar og góðrar þjónustu og það hefur mikið að segja að þær finna hjá okkur alhliða fatnað, hvunn- dags og fyrir sparileg tilefni. Við sendum mikið út á land og konur á landsbyggðinni eru duglegar að hringja inn því þær þekkja gæðin og vilja fá það nýjasta til sín. Ef fötin passa ekki má alltaf senda þau til baka,“ segir hún. Föt sem klæða allar konur Verslunin Ríta er stór og björt og stíllinn í versluninni fylgir nýjustu tískustraumum. „Við flytjum inn glæsilegan, kvenlegan og klæðilegan fatnað frá Danmörku, Hollandi og Þýska- Í Rítu fæst einstakt úrval af gallabuxum sem henta við öll lífsins tilefni og alkunna er að þar finna konur flottar gallabuxur sem henta líkamsvexti hverrar og einnar. MYND/STEFÁN Verslun Rítu er björt og rúmgóð og þjónustan persónuleg og alúðleg. Rauðir kjólar eru sívinsælir fyrir jólin sem og svartir með glitri og glamúr. Buxnaúrvalið í Rítu er ríkulegt fyrir jólin og einkar klæðilegt. landi. Bæði snið, efni og hönnun fatnaðarins passa íslenskum konum einstaklega vel,“ segir Guðrún. Í Rítu fæst líka gríðarlega mikið úrval gallabuxna. „Við seljum mikið af alls kyns buxum enda alkunna að hér finna allar konur snið sem hentar líkamsvexti hverrar og einnar,“ segir Guðrún í glæsi- legri verslun Rítu. „Nú eru kjólar og buxur hæstmóðins sem og túníkur sem passa vel yfir leggings. Þá er flott að klæðast kjól yfir gallabuxur og blanda saman flíkum úr ólíkum áttum og úr ólíkum stílum.“ Draumajólagjafir Aðkoman að Rítu er afskaplega þægileg og gengið inn í búðina beint af bílastæðinu en nóg er af bílastæðum við verslun- ina. Fyrir hátíðarnar er mikið um að karlar komi við í Rítu og velji jóla- gjafir handa konunni, kærustunni, dætrunum eða mömmu og fá við það góða aðstoð stelpnanna í Rítu. „Konum þykir kostur að geta skoðað og mátað föt í notalegu umhverfi, og með góðri þjónustu kappkostum við að hjálpa þeim að finna það sem hentar þeim. Hér er gott verð og fallegur kven- fatnaður, sem mætir þörfum flestra kvenna á breiðu aldursbili,“ segir Guðrún í Rítu. „Ríta á mjög trausta og góða viðskipta- vini og alltaf bætast nýir í hópinn. Það er ákaflega gaman þegar þrjár kynslóðir kvenna koma saman í búðina; amma, mamma og dóttir eða dætur, og allar finna sér flott föt sem passa þeirra eigin stíl sem sýnir að við erum með föt fyrir konur á öllum aldri.“ Ríta er í Bæjarlind 6 í Kópavogi. Sími 554 7030. Sjá nánar á Facebook: Ríta Tískuverslun. Sparilegir og kven- legir jakkar kóróna heildarútlitið. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 0 3 -1 2 -2 0 1 8 0 5 :0 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 C -B 7 9 C 2 1 9 C -B 6 6 0 2 1 9 C -B 5 2 4 2 1 9 C -B 3 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.