Fréttablaðið - 03.12.2018, Page 29
Ӄg tek AstaSkin daglega.
Húðin mín er almennt heilbrigðari, ég brenn
ekki eins auðveldlega í sólarlöndum og held
lit lengur eftir að ég kem heim”
- Þóra Margrét Jónsdóttir þjálfari í World Class
Handbolti Íslenska kvennalands-
liðið í handbolta var í einkennilegri
stöðu fyrir lokaleik sinn í riðlinum
í undankeppni HM 2019 í Skopje í
Makedóníu í gær. Úrslit í riðlunum
fjórum þýddu að íslenska liðið þurfti
að vinna veikt lið Aserba ídsj an með
27 mörkum til þess að tryggja sér
sæti í umspili um laust sæti í loka-
keppni mótsins.
Það tókst og gott betur en loka-
tölur í leiknum urðu 49-18 Íslandi
í vil sem þýðir að liðið leikur í
umspili í júní á næsta ári. Leikurinn
var afar skrýtinn, en það var klókur
varnarleikur og fjölmörg mörk úr
hraðaupphlaupum sem skópu stór-
sigurinn. Þórey Rósa Stefánsdóttir
naut góðs af því hvernig leikurinn
þróaðist og hún var markahæst hjá
íslenska liðinu með 13 mörk.
Axel Stefánsson, sem marga fjör-
una hefur sopið á 20 ára löngum
þjálfaraferli sínum, hefur aldrei lent
í viðlíka stöðu og í leiknum sem fram
fór í gær.
„Þetta var mjög sérstakur leikur að
stýra og það er í raun gegn mínum
gildum að lemja svona á veikum
andstæðingi. Reglurnar eru hins
vegar svona og við verðum bara að
spila og haga okkar leik í samræmi
við það. Við fengum tvo skelli í gær,
bæði með því að tapa fyrir Makedón-
íu og frétta af því að Úkraína hefði
unnið jafn stórt og raun bar vitni,“
sagði Axel kampakátur í samtali við
Fréttablaðið eftir leikinn í gær.
„Við tókum fund í gærkvöldi,
fórum yfir stöðuna og skipulögðum
hvernig líklegast væri að sigurinn
gæti orðið svona stór. Við lékum
varnarleikinn á þann hátt að við
brutum lítið af okkur, unnum bolt-
ann trekk í trekk og skoruðum fullt
af auðveldum mörkum í kjölfarið.
Það er mikill léttir að hafa náð
markmiðinu um að komast í umspil-
ið og þetta breytir landslaginu hjá
okkur,“ sagði hann enn fremur.
„Leikurinn gegn Makedóníu var
einnig lærdómsríkur og ungir leik-
menn liðsins fengu dýrmæta reynslu
í þeim leik. Það hentar okkur illa
að leika á móti liðum sem hafa á
að skipa þungum og sterkum leik-
mönnum. Við þurfum að leita leiða
til þess að geta gert okkur gildandi
gegn þannig andstæðingum. Við
erum hins vegar að nálgast sterkari
þjóðir með hverjum leik sem við
spilum að mínu mati,“ sagði Axel
um helgina.
hjorvaro@frettabladid.is
Stórsigur kom Íslandi í umspil
Ísland á enn möguleika á að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna. Íslenska liðið
komst í umspil um sæti í lokakeppninni en til þess að komast þangað þurfti stórsigur gegn Aserbaídsjan.
Þórey Rósa Stefánsdóttir lék á als oddi þegar íslenska liðið fór illa með Aserbaídsjan í gær. FRéttAblAðið/SigtRygguR ARi
Það er mikill léttir
að hafa náð mark-
miðinu um komast í um-
spilið og þetta breytir
landslaginu hjá okkur.
Axel Stefánsson
S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ða b l a 13M Á n U d a G U r 3 . d e S e M b e r 2 0 1 8
0
3
-1
2
-2
0
1
8
0
5
:0
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
9
C
-A
3
D
C
2
1
9
C
-A
2
A
0
2
1
9
C
-A
1
6
4
2
1
9
C
-A
0
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K