Fréttablaðið - 10.12.2018, Side 6
www.skoda.is
KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA.
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem
þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú
hvort tveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
ENDURNÝJAÐU TENGSLIN
MEÐ KODIAQ OG KAROQ.
4.690.000 kr.5.790.000 kr.
FRAKKLAND Emmanuel Macron
Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð
sína í kvöld en fjórðu helgina í röð
mótmæltu Gulu vestin forsetanum
og ríkisstjórn hans. Um 136 þús
und manns tóku þátt í mótmæla
aðgerðum á laugardaginn og voru
um 1.700 handteknir.
Macron mun í dag eiga fundi með
framámönnum í viðskiptalífinu og
verkalýðsleiðtogum. Þá mun for
setinn einnig hitta aðra stjórnmála
leiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu
forsetans sagði að Macron vildi
hlusta á raddir þeirra og tillögur.
Búist er við að ávarp forsetans til
frönsku þjóðarinnar í kvöld muni
snúast um þjóðareiningu og að
hann muni reyna að koma á ein
hvers konar viðræðum við mót
mælendur.
Muriel Penicaud vinnumála
ráðherra sagði í sjónvarpsviðtali
í gær að Macron myndi tilkynna
um áþreifanlegar og tafarlausar
aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu
ekki hækkuð þar sem það myndi
leiða til fækkunar starfa.
Eins og fyrr leystust mótmæli
helgarinnar upp í óeirðir og voru
mikil skemmdarverk unnin,
bílar brenndir, rúður brotnar og
skemmdir unnar á verslunum og
veitingastöðum. Verst var ástand
ið í París en einnig var mótmælt í
Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes,
Dijon og Toulouse.
Lögregla var með mikinn við
búnað í miðborg Parísar og kom
meðal annars í veg fyrir að mót
mælendur kæmust nálægt Champs
Élysées. Það leiddi hins vegar til þess
að mótmælin dreifðust meira um
borgina með tilheyrandi tjóni.
Bruno Le Maire fjármálaráðherra
segir að það ríki samfélagslegt og
lýðræðislegt neyðarástand í land
inu. Hann heimsótti verslanir í París
sem höfðu orðið fyrir barðinu á
skemmdarvörgum og sagði að þetta
væru hörmungar fyrir viðskipti og
efnahagslíf.
Það er ljóst að efnahagslegt tjón
mótmælanna er gríðarlegt. Reu
ters fréttastofan hafði eftir tals
manni Frönsku verslunarsamtak
anna á föstudag að tjón verslana
vegna minni sölu næmi um einum
milljarði evra frá því að mótmælin
hófust. Þá var haft eftir fulltrúa sam
taka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
að heildartjón aðildarfélaga gæti
numið allt að tíu milljörðum evra.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
blandaði sér í málin þegar hann
sagði á Twitter að Parísarsamkomu
lagið væri ekki að virka vel fyrir
París. Þar væru mótmæli og óeirðir.
Var Trump að vísa til loftslagssamn
ingsins sem samþykktur var í París
2015 en Bandaríkin hyggjast draga
sig út úr samkomulaginu.
JeanYves Drian utanríkisráð
herra Frakklands brást illa við og
sagði að Frakkar skiptu sér ekki af
bandarískum innanlandsmálum og
það ætti að vera gagnkvæmt. Skila
boð sín og Macrons til Trumps væru
einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“
sighvatur@frettabladid.is
Macron forseti ávarpar þjóðina
og boðar tafarlausar aðgerðir
Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann
mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. Ráðamenn í
Frakklandi biðja Donald Trump Bandaríkjaforseta um að skipta sér ekki af frönskum innanlandsmálum.
Mikið eignatjón hefur orðið í mótmælum Gulu vestanna undanfarnar helgar. Bílar hafa verið brenndir og rúður í verslunum brotnar. NORDICPHOTOS/GETTY
Mótmæli Gulu vestanna
sneru í fyrstu aðallega að
boðaðri hækkun á elds-
neytissköttum sem nú hefur
verið fallið frá. Kröfurnar nú
snúast um aukinn jöfnuð,
hærri laun, lægri skatta og
betri aðgang að háskólum.
EVRÓPA Rúmlega fimmtíu manna
hópur evrópskra hagfræðinga,
sagnfræðinga og fyrrverandi stjórn
málamanna undir forystu Thomas
Piketty hefur lagt fram stefnuyfir
lýsingu um sanngjarnari Evrópu.
Markmið hópsins er að bregðast
við ósamstöðu, ójöfnuði og hægri
popúlisma í álfunni.
Í yfirlýsingunni segir að í kjöl
far Brexit og þess að víða í álfunni
hafi verið kosin stjórnvöld sem séu
andsnúin Evrópusamvinnu sé ljóst
að ekki verði haldið áfram á sömu
braut. Nauðsynlegt sé að gera rót
tækar breytingar í álfunni.
Lagt er til að sett verið á fót nýtt
fullvalda evrópskt þing. Fjárveitingar
til þess yrðu fjármagnaðar með hærri
sköttum á fyrirtæki, sérstökum
hátekju og stóreigna sköttum og
auknum gjöldum á losun gróður
húsalofttegunda.
Tekjurnar af þessu yrðu um 800
milljarðar evra sem nota ætti til að
efla nýsköpun og rannsóknir, berjast
gegn loftslagsbreytingum, setja á fót
flóttamannasjóð en um helmingi
fjármagnsins yrði endurúthlutað til
aðildarríkjanna. – sar
Piketty vill sjá
breytta Evrópu
BELGÍA Ríkisstjórn Belgíu féll um
helgina eftir að stærsti flokkur lands
ins, Bandalag Flæmingja, sagði skilið
við ríkisstjórnina. Ástæðan fyrir
brotthvarfi flokksins er sú að ríkis
stjórnin stefndi að því að undirrita
flóttamannasamkomulag Samein
uðu þjóðanna.
Forsætisráðherrann Charles Mic
hel tilkynnti endalok samstarfsins
á laugardag en í gær skipaði hann
fimm nýja ráðherra í stað þeirra
sem sögðu skilið við stjórnina. Brott
hvarf Flæmingjanna má einnig rekja
til fjölmennra mótmæla sem staðið
hafa yfir í landinu síðastliðnar tvær
vikur en fyrirmynd þeirra er mót
mælin í grannríkinu Frakklandi.
Þrátt fyrir endalok stjórnarinnar
mun Michel halda til Marrakesh í
Marokkó til að undirrita samkomu
lagið en til þess hefur hann hlotið
nægan stuðning frá meirihluta
þingsins. Að því loknu mun hann
þurfa að finna nýjan flokk í stjórnar
samstarfið eða að fá flokka úr minni
hlutanum til að verja hana falli með
hlutleysi sínu. – jóe
Meirihlutinn
fallinn í Belgíu
Charles Michel
1 0 . D E s E m B E R 2 0 1 8 m Á N U D A G U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð
1
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
0
-6
7
9
0
2
1
B
0
-6
6
5
4
2
1
B
0
-6
5
1
8
2
1
B
0
-6
3
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K