Fréttablaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 9
Verum þakklát, auðmjúk og
nægjusöm með kærleikann
að leiðarljósi. Það eru síður
en svo allir sem hafa færi á
því að halda gleðileg jól.
VARÐANDI
„AVIVA INSURANCE LIMITED“
-og-
VARÐANDI
FRIENDS FIRST LIFE ASSURANCE COMPANY DAC
-og-
VARÐANDI
LÖG UM FJÁRMAGNSÞJÓNUSTU OG MARKAÐI 2000
HÉR MEÐ TILKYNNIST að þann 16. október
2018 lagði Aviva Life & Pensions UK Limited
(áður Norwich Union Life & Pensions Limited)
(„UKLAP“) og Friends First Life Assurance
Company dac (áður Friends Provident Life
Assurance Company Limited og Friends First Life
Assurance Company Limited) („FFLAC“) umsókn
fyrir hjá hæstarétti (Her Majesty’s High Court of
Justice) um skipun samkvæmt hluta VII í lögum
um fjármagnsþjónustu og markaði frá árinu 2000
(„lögin“) til að fá samþykkta áætlun („áætlun“)
um yfirfærslu á: (i) öllum viðskiptum sem tengjast
UKLAP og/eða UKLAP hefur umsjón með gegnum
útibú UKLAP í Belgíu, Frakklandi og Írlandi og (ii)
öðrum tilteknum viðskiptum sem tengjast UKLAP
og/eða UKLAP hefur umsjón með sem beint var til
tryggingataka utan Bretlands.
Hægt er að fá afrit af eftirfarandi skjölum
án endurgjalds þar til sett hefur verið fram
tilskipun sem heimilar áætlunina: Skjalið sem
sýnir áætlunina í heild sinni, heildarskýrsla um
skilmála áætlunarinnar sem Tim Roff („óháður
sérfræðingur“, en skipan hans var samþykkt af
PRA eftir samráð við FSA) vann í samræmi við
kafla 109 í lögunum, samantekt á skýrslu óháðs
sérfræðings, bréf sem send voru til hagsmunaaðila
og bæklingar tryggingataka með samantekt yfir
áætlunina, ásamt öðrum viðeigandi upplýsingum.
Hafið samband við UKLAP eða FFLAC eins og fram
kemur hér fyrir neðan.
Ráðgert er að dómari við dómstólinn „Business and
Property Court “, Rolls Building, 7 Rolls Buildings,
Fetter Lane, London, EC4A 1NL, taki umsóknina
fyrir hinn 13. febrúar 2019. Ef umsóknin verður
samþykkt mun yfirfærslan taka gildi á gildistíma
(eins og skilgreint er í áætluninni), sem áætlað er
að verði kl. 22:59 (samkvæmt tíma í London) þann
29. mars 2019. Hver sá sem telur að framkvæmd
áætlunarinnar gangi gegn hagsmunum sínum
hefur rétt á að andmæla áætluninni við
fyrirtökuna. Farið er fram á að hver sá sem telur
að yfirfærslan gangi gegn hagsmunum sínum
veiti rökstuðning þess efnis og láti vita skriflega
eða símleiðis með að minnsta kosti fimm daga
fyrirvara ef viðkomandi hyggst vera viðstaddur
fyrirtökuna. Upplýsingar um pósthólf sem útbúið
var í þeim tilgangi, sem og símanúmer, má finna
hér fyrir neðan. Hver sá sem telur að framkvæmd
áætlunarinnar gangi gegn hagsmunum sínum má
vera viðstaddur fyrirtökuna í eigin persónu eða
senda lögmann fyrir sína hönd.
Póstfang: Aviva Transfer Mailing (BAU J)
Customer Services Department
PO Box 3661
NORWICH
NR1 3JF
Símanúmer: +44 (0) 1603 606388
Vefsíða: https://transfer.aviva.com/life
Samskiptaupplýsingar UKLAP:
Póstfang: Customer Services Department
(Transfer Mailing)
Friends First House
Cherrywood Business Park,
Loughlinstown
Dublin 18, Ireland
Símanúmer: +44 (0) 1603 606388
Vefsíða: https://transfer.aviva.com/life
Eitt megineinkennið á samtíma okkar er hið yfirgripsmikla siðferðislega afstæði
sem blasir við á sviði stjórn
málanna, einkum og sér í lagi, og
ruglar marga í ríminu. Hvað má?
Hvað má ekki? Eru einhver mörk?
Auðvitað er umburðarlyndi fal
legt. Það er mikill og sígildur sann
leikur að maður eigi að fara varlega
í því að dæma annað fólk. Öllum
getur orðið á og það er vandlifað.
En maður hlýtur líka að mega
gera þá kröfu til leiðtoga heilu
þjóðanna og annarra sem hafa
valist í ábyrgðarstöður að þeir sýni
einhvers konar gott fordæmi og
geri sanngjarnar og skynsamlegar
kröfur til sjálfs sín og annarra. Og
reyni svo að gera sitt besta.
Staðan er hins vegar sú, að ég
held að það sé óhætt að fullyrða
að persóna í stjórnmálum geti
orðið uppvís að nánast hvaða
misindisverknaði sem er — notum
bara ímyndunaraflið — og hún
gæti komist upp með það. Flest
virðist finna sér fylgi. Flest finnur
sér málsvara og réttlætingu. Það
virðist líka yfirleitt hægt að þyrla
upp nógu miklu ryki til að beina
sjónum frá aðalatriðum málanna.
Fjaðrafok veitir skjól.
Minnisstætt samtal
Tökum skálduð dæmi. Verði
maður uppvís að því að flytja inn
ólögleg vopn um langt árabil og að
vera forsvarsmaður í umfangsmikl
um mansalshring er allt eins víst
að slíkur aðili afli sér fylgismanna
á meðal þeirra sem telja þannig
athafnasemi bera vott um styrk
og sjálfsbjargarviðleitni. Verði
maður gripinn við langvarandi
peningaþvætti og skattaundan
skot er allt eins víst að slíkur nái
kjöri á þing sem lipur fjármála
maður. Verði maður staðinn að
raðlygum á degi hverjum er vel
mögulegt að halda því fram að
mælskan sé samt engri lík og því
erindið brýnt. Andsetnustu ein
staklingar sem dreifa djöfulskap
og sundrungu eru jafnvel taldir til
uppbyggingarafla í þjóðfélögum.
Skúrkar í augum einhverra eru
sterkir leiðtogar á augum ann
arra. Eitthvert það minnisstæðasta
samtal sem ég hef nokkurn tímann
átt við mann um stjórnmál átti sér
stað í Vestmannaeyjum fyrir all
nokkrum árum. Píreygður, rámur
og veðurbarinn Eyjamaður hóf að
spjalla við mig eftir stjórnmála
fund. Honum leist illa á málin.
Stjórnmálin voru ekki eins og þau
voru. „Ég hef alltaf haft einn stjórn
málamann í sérstöku uppáhaldi,“
sagði hann og tók sopa af bjórnum
sínum.
„Nú, og hver er það?“ spurði ég
áhugasamur.
„Það er hann Hitler,“ sagði
maðurinn.
Botnlaust undrunarefni
Ég varð orðlaus, eins og gefur að
skilja, um stundarsakir.
„Jahá,“ sagði ég. „En Hitler gerði
marga reiða.“
Ég kaus þannig að reyna að snúa
þessum manni frá villu síns vegar
með vissri lagni. Það mistókst.
„Jú, jú,“ svaraði hann, gallharður.
„Það er alveg rétt. Auðvitað fór
Hitler yfir strikið. En hann var
maður verka. Hann byggði hrað
brautirnar.“
Ég geri ekki ráð fyrir að viðhorf
þessa manns endurspegli almennt
stjórnmálaviðhorf í Eyjum, en
punkturinn er nokkuð skýr: Það
eru engin takmörk fyrir því hvað
skoðanir annars fólks geta slegið
mann út af laginu, hvað viðhorfin
geta komið manni fullkomlega
í opna skjöldu. Fólk sem maður
telur til svívirðilegustu glæpa
manna mannkynssögunnar njóta
aðdáunar annarra.
Niður á sama plan
Hver er frábær? Hver er ekki frá
bær? Þetta einkenni á veröldinni,
sem er afstæðið, má glöggt greina
í hinum mögnuðu andstæðum
sem birtast okkar í núverandi og
fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Þegar kemur að siðferðisþreki
er himinn og haf á milli Baracks
Obama og Donalds Trump. Annar
er til fyrirmyndar. Hinn vægast sagt
ekki. Kannanir hafa gefið til kynna
að þeir njóti svipaðs fylgis. Það
finnst mér ótrúlegt. Yfirgripsmikill
skortur á siðferðisvitund skiptir
stóran hluta kjósenda engu máli.
Þannig að. Jú, jú, það er hægt að
sitja sem fastast á hvaða stól sem er
eftir nánast hvaða skandal sem er.
Hlutir gleymast. Við þetta sífellda
niðurrif á siðferðisþreki innan
stjórnmálanna verður áhuga
verður vítahringur til. Stjórnmála
menn missa almennt traust. Álitið
verður lítið sem ekkert. Alls konar
misgjörðum er þar með trúað upp
á stjórnmálamenn. Það veitir aftur
skúrkum enn meira skjól til að
haga sér illa. Sem aftur minnkar
traust. Sem aftur skapar enn meira
skjól.
Það er mikilvægara en nokkru
sinni, held ég, að kjósendur geri þá
kröfu að fólk í stjórnmálum breyti
þessu. Að það innleiði mælikvarða
og siðferðismörk. Það er hlutverk
þess. Við megum ekki við því, út af
gríðarstórum ógnunum sem steðja
að mannkyninu og ákvörðunum
sem þarf að taka, að stjórnmálin
séu leiksvæði tækifærissinna.
Af þessum sökum er eftirleikur
Klaustursupptakanna, og máls
vörn forsprakkanna, jafnvel alvar
legri en upptökurnar sjálfar. Reynt
er að draga aðra niður á sama plan
í einhvers konar siðferðislegri
hryðjuverkastarfsemi, svo eftir
standi sviðin jörð þar sem allir eru
vafasamir.
Það er sami rassinn undir okkur
öllum, segir Sigmundur.
Auðvitað er það ekki þannig.
Sumir eru betri en aðrir. Spyrjið
bara stólinn.
Skálkaskjól
Guðmundur
Steingrímsson
Í dag
Það var síðla kvölds í vikunni sem leið að ég gekk um götur Reykjavíkurborgar og virti
fyrir mér fegurðina sem miðbærinn
hafði upp á að bjóða það kvöldið.
Á göngu minni varð mér hugsað til
þeirra hversdagslegu áhyggja sem
við jú öll höfum og velti vöngum
yfir hinu og þessu sem í stóru sam
hengi engu máli skiptir. Rétt í allri
þessari hugsanaflækju ef flækju skal
kalla varð mér hugsað til jólanna og
þeirra sem eiga um sárt að binda yfir
hátíðarnar líkt og aðra daga ársins.
Þessar hugsanir mínar voru áhyggj
unum yfirsterkari og fylgdu mér
góðan spöl.
Um víða veröld eru til ein
staklingar sem eiga í engin hús að
venda vegna fátæktar, sjúkdóma og
aðstæðna sem þeir ekki fá við ráðið.
Það eru til einstaklingar sem búa í
stríðshrjáðum löndum og geta enga
björg sér veitt. Það eru sannarlega til
einstaklingar sem brotnir hafa verið
niður af lífsins ólgusjó og telja enga
ákjósanlega leið út úr sínum aðstæð
um. Einstaklingar sem hreinlega vita
ekki hvernig þeir eiga að takast á við
daginn, hvað þá jólin. Aðstæður
þar sem sorgin er gríðarleg, eymdin
áþreifanleg. Þegar ég hafði leitt hug
ann að þessum fjölda fólks féllust
mér hendur og ég leit örlítið í eigin
barm. Hvað er það sem okkur raun
verulega hamingju færir?
Eftir nokkra stund gekk ég minn
veg full forréttinda, steig upp í bíl
sem ég hef til afnota, keyrði heim
hugsi og gekk inn í hlýtt húsaskjólið
sem ég er svo sérlega heppin að hafa
yfir höfuð mér. Ég lagðist á koddann
og leiddi hugann að þeim forrétt
indum sem ég bý við og gat ekki
annað en fundið til skammar en á
sama tíma óendanlegs þakklætis.
Nú gengur senn í garð hátíð ljóss
og friðar með öllum sínum kræs
ingum, litum, gjöfum og glingri.
Þegar ég fer að gleyma mér í öllum
ljósunum og þeirri ringulreið sem
jólunum kann að fylgja ætla ég að
leiða hugann að þeim sem ekkert af
þessu hafa. Ég ætla að leiða hugann
að því sem mér raunverulega ham
ingju veitir. Þakka fyrir alla þá hluti
tilverunnar sem öllu máli skipta en
aldrei fást keyptir. Já, þakka fyrir
friðinn.
Það er nefnilega hægt að búa við
allsnægtir en vera á sama tíma blá
fátækur.
Verum þakklát, auðmjúk og
nægjusöm með kærleikann að leiðar
ljósi. Það eru síður en svo allir sem
hafa færi á því að halda gleðileg jól.
Jólahugleiðing
Svava Guðrún
Helgadóttir
ráðgjafi í
Vinakoti
Save the Children á Íslandi
S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 9M Á n u d a g u R 1 0 . d e S e M B e R 2 0 1 8
1
0
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
B
0
-5
3
D
0
2
1
B
0
-5
2
9
4
2
1
B
0
-5
1
5
8
2
1
B
0
-5
0
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
9
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K