Fréttablaðið - 10.12.2018, Side 33

Fréttablaðið - 10.12.2018, Side 33
Erfingjarnir//The Heiresses (ice sub) ...17:30 Planeta Singli 2 (polish w/eng sub) 17:40 Svona fólk (icelandic - no sub) ....... 18:00 Roma (spanish w/eng sub) ....................19:30 Anna and the Apocalypse (ice sub) 20:00 Kalt stríð // Cold War (ice sub) ...... 22:00 Mæri // Border (eng sub) .................. 22:00 Suspiria (ice sub) ..................................... 22:10 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS www.stjornugris.is Hamborgarhryggur framleiddur úr sérvöldu grísakjöti frá svínabóndanum á Vallá Kjalarnesi. Grísinn er fóðraður á soðnu maltbyggi, humlum og öðru úrvals góðgæti. Grísinn er í góðu yfirlæti við kjöraðstæður sem gerir kjötið einstaklega meyrt og bragðgott. Verði þér að góðu. Þú finnur vörurnar frá Stjörnugrís í öllum betri matvöruverslunum um land allt. Nýju bragði beitt Bættu nýju leyndarmáli við matseldina um hátíðarnar Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur hvar@frettabladid.is 10. desember 2018 Tónlist Hvað? Söngkynning 3. árs leikara Hvenær? 20.30 Hvar? Gamla bíó, Ingólfsstræti Leikaranemar á lokaári við Lista- háskóla Íslands bjóða ykkur í söngveislu í Gamla bíói í kvöld, mánudagskvöldið 10. desember, kl. 20.30. Tónleikarnir bera yfir- skriftina „Nótt í leikhúsinu“ en lög úr mismunandi söngleikjum eru þema kvöldsins. Hvað? Jólatónleikar Tónlistarskóla Vestmannaeyja Hvenær? 17.30 Hvar? Safnaðarheimili Landakirkju Sérstakir söngnematónleikar verða í dag, mánudaginn 10. desember, í safnaðarheimili Landakirkju. Viðburðir Hvað? 70 ára afmæli Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna Hvenær? 09.00 Hvar? Veröld – hús Vigdísar Í tilefni af 70 ára afmæli Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa samræðuvett- vangur um mannréttindi og stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi að hátíðarfundi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, mánudaginn 10. desember, frá kl. 09.00-11.00. Mannréttinda- yfirlýsingin hefur verið og er enn mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum en hún er undir- staða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi. Mannréttindayfir- lýsingin tilheyrir okkur öllum og það er mikilvægt að standa vörð um þann áfanga sem náðst hefur og styrkja og halda áfram að stuðla enn frekar að virðingu fyrir mann- réttindum. Hvað? Útgáfupartí kynVeru! Hvenær? 18.01 Hvar? Kaffi Laugalækur, Laugarnesvegi Bókin kynVera er komin og náði 100% á Karolina Fund og ég, Sigga Dögg, á afmæli! Allt að gerast! Því langar mig að fagna og gleðjast og langar að bjóða þér og þínum að narta smá og sötra, fá þér píku- popp, hlýða á nokkur orð, hlæja smá að sprelli, pota í túrbrækur, og jafnvel næla þér í eins og eitt stykki bók! (Ef þú ert á þeim brókunum …) Ég mun flytja bút úr uppistandinu „Þegar kynfræðingur verður til“ og lesa sérvalda eyrna- konfektsmola úr kynVeru. Hvað? Novasvellið á Ingólfstorgi Hvenær? 12.00 Hvar? Ingólfstorg Jólaveitingabásar verða í kringum Novasvellið þar sem hægt er að kaupa mat og drykk frá Pablo Disco bar, Burro og Kaffibrennsl- unni. Jólaskreytingar og jólatónlist sjá svo um að koma öllum í jóla- skap í aðdraganda jólanna. Hvað? Spjall: Úlfhildur Dagsdóttir & jólabás Hvenær? 20.00 Hvar? Stúdentakjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir er bók- menntafræðingur sem hefur einn- ig umsjón með myndasögudeild Borgarbókasafns Reykjavíkur. Hún mun kíkja í stutt spjall um verkin sín og veita innsýn í hvern- ig höfundar geta komið sínum bókum inn í safnakerfið. Einn- ig verður jólabás með mynda- sögum til sölu frá íslenskum höf- undum. Frjálst öllum með tilboð á barnum. Hvað? Sögustund fyrir börn og unglinga Hvenær? 17.30 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness Bergrún Íris Sævarsdóttir, höfund- ur bókanna Elstur í bekknum og Lang-ELSTUR í leynifélaginu, sem tilnefnd er til Fjöruverðlaunanna 2019 og Birkir Blær, höfundur bókarinnar Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn, sem fékk barnabókaverðlaunin í ár, koma og lesa upp úr bókum sínum. Hvað? Bókaveisla á Klifi Hvenær? 20.00 Hvar? Félagsheimilið Klifi, Ólafsvík Árleg bókaveisla Grunnskóla Snæfellsbæjar verður haldin 10. desember nk. í félagsheimilinu Klifi og hefst klukkan 20.00. Eftirfarandi rithöfundar lesa úr bókum og árita: Einar Kárason – Stormfuglar, Auður Ava Ólafs- dóttir – Ungfrú Ísland, Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af sólskini, Yrsa Sigurðardóttir – Brúðan og Þorgrímur Þráinsson – Íslenska kraftaverkið – á bak við tjöldin. Sýningar Hvað? Barnasaga/Saga af rót (endurlit) Hvenær? 12.00 Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar Síðasta sýning ársins í Listasal Mosfellsbæjar er Barnasaga/Saga af rót (endurlit), einkasýning Bjargar Örvar. Hvað? Fullvalda konur og karlar | Ljós- myndasýning Hvenær? 10.00 Hvar? Borgarbókasafnið Ljósmyndasýningin Fullvalda konur og karlar hampar þeim sem börðust fyrir fullveldi og stjórn- málaréttindum Íslendinga, konum og körlum. Myndum er varpað á tjald í glugganum á Borgarbóka- safninu í Kvosinni og er sýningin aðgengileg vegfarendum eftir sólsetur. Á sýningunni er varpað ljósi á mikilvægan þátt kvenna í sjálfstæðisbaráttunni. Fullveldi og sjálfstæði Íslendinga væri óhugs- andi án þeirrar miklu baráttu sem átti sér stað um aldamótin 1900 fyrir stjórnmálaréttindum og kosningarétti kvenna. Hvað? Sögunnar minnst – Örsýning Hvenær? 10.00 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Bókasafn Sel- tjarnarness minnist atburða ársins 1918 í tilefni 100 ára afmælis full- veldis Íslands með örsýningum og framsetningu á bókum, lesefni og myndefni. Nú er það fullveldið ásamt sýningunum Frostaveturinn mikli, Spænska veikin og Kötlu- gosið. Sigga Dögg kynfræðingur heldur útgáfupartí á Kaffi Laugalæk í dag. Úlfhildur Dagsdóttir spjallar um verkin sín í Borgarbókasafninu. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17m Á n U D A g U R 1 0 . D e S e m B e R 2 0 1 8 1 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 0 -6 2 A 0 2 1 B 0 -6 1 6 4 2 1 B 0 -6 0 2 8 2 1 B 0 -5 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 9 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.