Stjarnan - 01.11.1926, Side 2
STJARNAN
162
Afturhvarf Hudsons Taylors
Hann var nú orÖinn fimtán ára gamall
og hafSi verið alinn upp undir vemd og
umhyggju foreldra sinna. Hann hafÖi
þessvegna verið elskulegur drengur.
Nokkrir af hinum vondu jafningjum
hans og leikbræörum höfðu um þetta
leyti áhrif á hann, svo að hann fór að
vanrækja bænastundina og hætti aö lesa
ritninguna, sem hann ætíð hafði gjört svo
aS segja frá því að hann var orðinn læs.
Nú ætlaði hann sér að verða auðugur, fá
sér fallegt hús, eignast reihhest og ríSa
út í skógana, til þess aö veiöa, eins og
sumir af vinum hans gjörðu. Þessir
draumar rættust auðvitað ekki og þess-
vegna var hann alt annað en ánægður
með kjör sín.
Hin góða móðir hans skildi vel hvern-
ig var ástatt fyrir 'honum, þó að hann
talaði aldrei við hann um það atriði. Þar
á móti sagði hann systur sinni, Amalíu,
alt, sem honum bjó innan brjósts. Hún
hefir verið þrettán ára gömul um það
leyti. Sálarástand hans truflaði Amalíu
svo mikið, að hún ákvað að biðja Guð
fyrir bróður siínum þrisvar á dag, að
hann mætti snúa sér og gefa Frelsaran-
um hjarta sitt. Hin kæra móðir hans bað
einnig mikið fyrir honum, og þegar hún
einu sinni hafði farið að heiman, til þess
að heimsækja nokkra ættingja þar sem
hún hafði fleiri tómstundir en heima hjá
sér, gekk hún einn dag frá miðdagsverð-
arborðinu inn á herbergi sitt, læsti dyr-
unum kraup á kné og bað innilega fyrir
syni sínum og ætlaði ekki að hætta fyr en
hún hefði öðlast fullvissu um að hafa
fengiö bænheyrslu.
Sama dag eftir miðdagsveröinn hafði
Hudson Taylor ekkert ákveðið verk.
Hann gekk þess vegna inn í lestrarstof-
una, þar sem bókasafn föður hans var,
til þess aö finna bók, sem hann ætlaði aö
lesa til að stytta sér stundir. Þar eð hann
ekkert fann, sem hann mundi hafa gam-
an af aö lesa, fór hann að róta í körfu,
sem full var af allra handa blöðum og
smáritum. Að lokum fann hann smárit,
sem honum virtist vera skemtilegt lesmál.
Hann hugsaði við sjálfan sig: “Smáritið
byrjar meö skemtilega sögu. Hana ætla
eg að lesa og láta svo ritið í körfuna aft-
ur.”
Til þess að verða ekki fyrir neinu ó-
næði, fór hann inn í vöruhúsið og settist
lengst út í hornið og fór að lesa. Þegar
hann kom auga á yfirskriftina: “Hið full-
komnaða verk Krists,” fór hann að
hugsa um orð Frelsarans á krossinum:
“Það er fullkomnað!” og spurði sjálfan
sig: “Hvað er fullkomnað?” Svarið kom
honum undir eins til hugar: “Frelsunar-
verkið! Jesús hefir fullkomnað það að
öllu leyti. Hann hefir borgað alla mína
skuld.” Og Héilagur Andi sýndi honum,
að hann þurfti ekki að gjöra annað en að
krjúpa á kné og í trú veita þessum Frels-
ara viðtöku og lofa og prísa Guö fyrir að
hafa sent hann. Þetta gjörði hann líka
og fyltist hjarta hans af miklum fögnuði
yfir því að skilja eftirfarandi atriði: Eg
á Frelsara þótt eg sé syndari og þessi
Frelsari tilheyrir mér frá jötunni til
krossins, já alla leið til hásætisins.
Fleiri dagar liðu fyr en hann vogaði
að segja systur sinni hvað eiginlega hefði
hent hann. Og hann gjörði það ekki fyr
en hún hafði lofað honum að segja eng-
um öörum frá því. Fjórtán dögum seinna
kom móðirin heim úr ferð sinni. Sonur
hennar var sá fyrsti til að heilsa henni í
dyrunum og Iét hana skilja að hann hefði
góðar fréttir að segja henni. Þá umfaðm-
aði hin elskulega móðir hann og þrýsti
honum að hjarta sér og sagöi: “Eg veit
það drengur minn. Eg hefi þegar í
fjórtán daga fagnað yfir því, sem þú
nú ætlar að segja mér.”
Frh. á bla. 175