Stjarnan - 01.11.1926, Qupperneq 6
166
STJARNAN
tvenskonar lögmál; annað lögmáliö kallar
þaö Guðs lögmál en hitt lögmál Móse:
“Já, allur ísrael hefir brotið lögmál þitt,
hefir vikið frá þér, svo að hann hlýðir
eigi framar raustu þinni; þá var þeirri
eiðfestu bölvan úthelt yfir oss, sem skrif-
uð er í lögmáli Móse, þjóns Guðs, því að
vér höfum syndgað móti honum.” Dan.
9,11. ÞaÖ helgar ekki fyrsta dag vikunn-
ar aÖ ýmsir viSburðir hafa átt sér staS á
honum, eöa aÖ hinir kristnu hafa haldið
samkomur á honum. Til þess aÖ helga
daginn þyrfti boðorÖ, lagaboÖ frá hinum
Almáttuga, en hvar finst slikt lagaboÖ í
Guösoröi ?
Aö halda því fram aÖ maÖur geti ekki
haldiÖ hvíldardaginn frá sólarlagi til sól-
arlags þar sem sólin er á lofti svo mán-
uöum skiftir samfleytt, eða þar sem hún
alls ekki sést svo mánuðum skiftir (sbr.
34. gr.ý er vægast sagt fávísi. Prófessor-
ar þeir og aðrir, sem semja norska alman-
ákið, eiga ekki erfitt með aö álcveöa sól-
aruppkomu og sólarlag í Hammerfest,
Vardö eða Vadsö, enda þótt nefndir stað-
ir séu í landi miönætursólarinnar. Mér
þætti garnan að Jón Helgason vildi bera
á borð fyrir siglingafræöing slíka stað-
hæfingu sem þá, er kemur fram í 35. gr.
Hann mundi brosa en jafnframt lcenna
meðaumkunar. ‘Hjversu broslegt er þaö,
aö hugsa sér að maður tapi degi eða vinni
við þaö að sigla í vestur eða austur, jafn-
vel þótt kring um allan hnöttinn væri
fariö. Á tíma Magelhans, þegar hann
sigldi í kringum jöröina eftir að Kolum-
bus fann Ameríku, hefði slik staðhæfing
verið afsakanleg, en tæplega á 20Öldinni.
Tökum dæmi. Setjum svo að Jón Helga-
son og eg værum fæddir sama ár og dag
og værum þannig jafn gamlir. Hann tek-
ur sér ferð á hendur í kringum jörðina,
siglir altaf i vestur, kemur aö dagslínunni
í Kyrrahafinu, sem í eitt skifti fyrir öll
hefir verið ákveðin til að takmarka byrj-
un dags og enda, siglir þaðan áfram í
vestur og kemur eftir nokkurra vikna
viöstöðulaust ferðalag aftur til íslands.
Samtímds kem eg eftir aö hafa ferðast í
austur allan tímann. Æjtli við værum nú
jafn gamlir framvegis, eða væri eg orð-
inn tveimur dögum eldri? Gæti Jón
Helgason aftur á móti með þessari stað-
hæfingu —- aö láni frá Canright — sann-
að, að ekki sé hægt að halda hvíldardag-
inn á réttum tíma á hnattmyndaðri jörðu,
þá væri það um leið sannað, að ekki væri
heldur hægt aö halda helgan sunnudag-
irm á réttum tíma af sömu ástæðu.
Athugum 69. gr. Þar segir aö “hliðum
borgarinnar mundi verða lokað” á hvíld-
ardegi, svo að þeir fhinir kristnu) gætu
ekki komist undan. H'vernig les Jón
Helgason Söguna og Biblíuna, eöa vitnar
hann svona blint í Canright, af því að
hann hefir verið Aðventisti í 28 ár?
Jesús gefur hinum kristnu bendingu
um það, hvenær þeir mættu búast við að
Jerúsalem yrði eyðilögð. Hann hefði
getað sagt að það mundi ské að ca. 37 ár-
um liðnum frá þeim tíma, en hann komst
öðruvísi að orði og sagöi: “Bn er þér sjá-
ið Jerúsalem umkringda af herfylkingum,
þá vitið, að eyðing hennar er i nánd.”
Lúk. 21,20. Heldur Jón Helgason nú í
einlægni, að hlið borgarinnar hafi verið
lokuð aðeins á hvíldardögum en opin alla
aöra daga, þegar rómverski herinn sat um
borgina ? Mér liggur nær að halda að þau
hafi verið aftur á hverjum degi. En
Jesús, sem vissi urn alt þetta fyrirfram,
sá líka að Cestius Gallius, undirforingi
Títusar, mundi draga allan herinn frá
óorgintii til að gabba Gyðinga og að Gyð-
ingar mundu halda að hann væri að gef-
ast upp og veita honum eftirför, og
meðan á þessu stæði ættu hnir kristnu að
flýja borgina, en tíminn mundi veröa svo
naurnur, að ekki yrði hægt að talca með
sér neitt að ráði. Lesið Jósefus “Wars of
the Jews.”
Sannanirnarf!) í Heimilisblaðinu gegn
hvíldardeginum samkvæmt Nýja testa-