Stjarnan - 01.11.1926, Blaðsíða 7
STJARNAN
167
mentinu, eru ibygðar á sandi og þola enga
rannsókn.
ÞaíS væri fróSlegt að gefa nú nokkrum
guSfræÖingum. og söguriturum orSiö.
Skat Rördam, danskur ibiskup: “Hve-
nær og hvernig það hefir verið tekið upp
að halda heilagan fyrsta dag vikunnar,
segir Nýja testamentið ekkert um. “Sab-
bat” táknar í Nýja testamentinu aldrei
annað en laugardaginn, sjöunda daginn,
og sömu þýðingu heldur þetta orð í allri
krstninni alt til upphafs 17. aldar.” (Be-
retning og det andet kirkelige Möde i
Köbenhavn den 13.-15- September 1887,
bls. 40J.
Grimelund, norskur biskup: “Ekki
heldur er sunnudagurinn með nokkru
lagaboði ákveðinn hvíldardagur fyr en
321 ári eftir fæðingu Krists. Hið forna
nafn hans fyrir daga Krists er “dagur
sólarinnar.” í sköpunarsögunni er liann
settur alveg jafn öðrum dögum vikunn-
ar með nafninu: “liinn fyrsti daguB’.
Að þetta sé sami dagurinn, sem í Nýja
testamentinu einnig er nefndur “hinn
fyrsti dagur í vikunni,” leiðir af því, að
það er frá sköpunarsögunni, að vikan
meö sjö dögum er dregin meÖal Gyðinga
og kristinna manna og tekin upp sem
tímaskifti, er Guð hafi stofnað. Hann
hóf vikuna meÖ morgunroöa sköpunar-
innar; en frásögnin um þetta hefir ekki
veitt þessumi degi nokkra yfirburÖi fram
yfir hina dagana. Ekki fremur er sunnu-
deginum eða “fyrsta degi vikunnar” tal-
iÖ nokkuö til ágætis í lögum Móse og í
hátíÖafyrirmælum GyíSinga. Sunnudagur
vor verÖur fyrir oss í sögunni frá fyrstu
yfirlætislaus, hægt og hljótt.” ('Söndagens
Historie”^, eftir fyrrum biskup Grime-
lund, Kristiania 1886, bls. 3, 4.
Til þess a'Ö flytja hvíldardaginn á ann-
an dág en þann sem upphaflega var á-
kveÖinn, segir Grimelund biskup enn-
fremur', “þarf jafn skýlausa skipun frá
Guði, er afnemi hin fyrri fyrirmæli, en
hvar er þá skipun að finnaf það er satt,
að slík skipun finst ekki.” (Sama bl
18J. “Sunnudagurinn er ekki stofnaður,
ekki boðaður af Kristi,” segir hinn þýski
lútherski prófessor í guðfræði, dr. Zahn,
í riti sínu, “Saga sunnudagsins” (bls. 4.)
Og hinn nafnkunni klrkjusöguhöfundur
Ncander játar, að “helgihald sunnudags-
ins var í rauninni eins og allir aðrir há-
tíðisdagar runnið frá rnannlegum fyrir-
mælum.” fNeanders kirkjusaga, 1 bindi.
úls. 339, þýsk útgáfa frá 1882).
í framantilfærÖri tilvitnun til Grime-
lunds biskups er átt við hin nafnkunnu
fyrstu sunnudagslög Konstantinusar keis-
ara frá árinu 321 e. Kr. sem ákvaÖ að á
“göfugum degi sólarinnar” skuli dómar
og landiönir hvíla í bæjum, en í sveit þar
á móti var leyft að vinna á akri. Útaf
þessari skipun keisarans segir Rördam
biskup:
“En enginn hugsar að byggja þetta boð
um vinnuhvíld á þriðja boðorðinu fyr en
á siðari helmingi 6. aldar. Upp frá þeim
tíma verður það smám saman föst kenn-
ing, sem gilti um allar miðaldir á hinum
myrku öldum kirkjunnnar,” að “hin heil-
aga kirkja og kennendur hennar,” eða
biskuparnir með páfanum í Róm í broddi
fylkingar, sem staðgenglar Krists og
postula hans á jörðinni hefðu flutt hvíld-
ardag hins gamla sát'tmála með allri hans
dýrð og helgi yfir á fyrsta dag í vikunni,
upprisudag Krísts. Þó var ekki heldur á
miðöldunum, fremur en í Nýja testament-
inu og í fornkirkjunni nokkur, sem kallaði
sunnudaginn hvíldardag.” fBeretning om
det andet kirkelige Möde, bls. 41).
í kaþólskum barnalærdómi Do-ctrinal
Catechism, bls. 352) er spurt um, hvort
mótmælendur breyti sam'kvæmt Ritning-
unni og boðum Guðs, þegar þeir vinni á
laugardögum. Því er svarað: “Þvert á
mót{. Með því að vinna á laugardögum
brjóta þeir eitt af boðorðum Guðs, sem
hann hefir aldrei afnum'ð greinilega.”
Og aftur: “Ef mótmœlendur í öllu
breyttu eftir Biblíunni, hlytu þeir ekki að