SÍBS blaðið - okt 2017, Qupperneq 9

SÍBS blaðið - okt 2017, Qupperneq 9
9 3. tbl. 2017 með vaxandi fitusöfnun inn í fitufrumuna minnkar framleiðsla þess og styrkur adiponectins í blóðrásinni minnkar sem leiðir til aukins ónæmis fyrir insúlíni í vefjum. Insúlín er hormónið sem stjórnar blóðsykrinum og þegar insúlínónæmi kemur fram svarar brisið því með að framleiða meira insúlín til að halda blóðsykri stöðugum. Það kemur að því að kerfið hefur ekki við, sykurþol skerðist og að lokum kemur fram sykursýki. Þegar áhrif adiponectins minnka í líkamanum eykst almenn bólguvirkni og er það talið geta átt þátt í myndun krabba- meina. Adiponectin hefur hlutverk í æðaveggnum til að hindra myndun bólguefna sem hafa skaðlega áhrif á æðaþelið. Þegar styrkur þess minnkar eins og gerist við offitu þá eykst styrkur skaðlegra bólguefna sem ýtir undir skemmdir í æðaveggnum og flýtir fyrir myndun æðakölkunnar. Bólguvirkni í fituvefnum Þegar ofgnótt orku er til staðar í líkamanum til lengri tíma þarf líkaminn að finna leið til að geyma orkuna. Mann s- líkaminn geymir orkuforða í formi fitu. Til þess að geyma aukið magn af fitu þarf fitufrumunum að fjölga og einnig getur fruman stækkað og innihaldið meiri fitu. Vefurinn sem heldur fitufrumunum saman þarf þá einnig að breytast, þenjast út og stækka. Æðakerfið sem nærir fitufrumurnar þarf að lengjast til að ná til hverrar einustu frumu. Oft stækka fitufrumurnar svo hratt að æðakerfið nær ekki að sjá þeim fyrir nægilegri næringu og það verður vægur súrefnisskortur í fituvefnum sem leiðir til þess að frumurnar verða veiklaðar og frumuveggurinn rofnar jafnvel. Það kveikir á ýmsum bólgu- ferlum sem geta orðið að langvarandi mallandi vægri bólgu í líkamanum öllum. Stundum skemmast fitufrumurnar svo illa að hvít blóðkorn (macrophagar) í líkamanum sem hafa það hlutverk að hreinsa upp dauðar frumur, verða í ofgnótt í fituvefnum. Þessi hvítu blóðkorn framleiða mikið af efnum, cytokinum, sem valda bólgu. Sum af þessum bólgumyndandi efnum hafa einnig áhrif á starfsemi fitufrumunnar og getu þeirra til að framleiða boðefnin, adipokine. Vitað er sérstak- lega að framleiðsla adiponectins minnkar og styrkur þess í blóði lækkar. Þegar það lækkar eins og kom fram fyrr eykst insúlínónæmi í vefjum líkamans með aukinni hættu á myndun sykursýki tegund 2, hættan á æðasjúkdómum eykst og bólguhemjandi áhrif adiponectins dvína. Framleiðsla margra annarra efna breytist einnig við langvarandi bólguástand í fituvefnum og starfsemi allra fitufrumnanna ruglast. Þetta verður því skaðlegur vítahringur. Langvarandi mallandi bólgu- ástand í líkamanum hefur einnig áhrif á starfsemi annarra frumna og getur raskað jafnvægi innan þeirra. Það virðist því vera að bólguferlar geti valdið mörgum þeirra langvinnu sjúkdómum sem fylgja auknum fitumassa í líkamanum. Kviðfitan En af hverju fær bara hluti þeirra sem eru með of mikla lík- amsfitu langvinna sjúkdóma? Ástæðan er talin sú að það eru ekki allar fitufrumurnar eins. Þær fitufrumur sem eru ríkjandi í fituvef sem safnast á efri hluta líkamans og sérstaklega inni í kviðnum virðast haga sér öðruvísi en þær fitufrumur sem safnast undir húðina og á neðri hluta líkamans svo sem mjaðmir, rass og læri. Fitufrumurnar í kviðnum eru öflugri í framleiðslu ýmissa boðefna sem tengjast efnaskiptum. Þegar einstaklingur fitnar þá virðast þessar fitufrumur frekar stækka hver um sig heldur en að fjölga sér. Stoðvefurinn í kringum þær sem á að halda þeim saman og styðja við þær er einnig veikari. Þær verða því viðkvæmari og rofna auð- veldar. Fituvefur undir húð hefur betri stuðning af vefjunum umhverfis þegar hann stækkar og rofnar síður. Með aukinni kviðfitu myndast oft hærri þrýstingur í kviðarholinu en eðli- legt er. Frumurnar eru því viðkvæmari fyrir öllu aukaálagi sem veldur þrýstingsbreytingum inni í kviðnum eins og verður t.d. við kæfisvefn, þær rofna og hrinda af stað þessu bólguferli með afleiðingum þess. Af þessum orsökum eru þeir sem hafa meiri fitusöfnun í kvið (stundum kallaður eplalagaður líkams- vöxtur) í meiri hættu á langvinnum fylgisjúkdómum offitunnar en þeir sem hafa jafnari fitudreifingu og sérstaklega þeir sem eru með perulagaðan líkamsvöxt, það er fitusöfnun neðan mittis. Hins vegar er alltaf hluti þeirra sem hafa verið með offitu án annarra sjúkdóma sem að þróa með sér fylgikvilla, líklega um þriðjungur á 5-10 ára tímabili. Helstu áhættuþættir fyrir að það gerist eru að einstaklingurinn haldi áfram að þyngjast og hækkandi aldur. Það er því mikilvægt að að koma í veg fyrir áframhaldandi þyngdaraukningu og ná að viðhalda stöðugri líkamsþyngd til lengri tíma því öll eldumst við. Ónæmiskerfið og fituvefurinn – sérstakt samband Hlutverk ónæmiskerfisins er að bregðast við hættulegu áreiti, s.s. sýkingum, með það markmið að líkamsstarfsemin komist í eðlilegt horf á nýjan leik og á sem stystum tíma. Viðbrögðin sem ónæmiskerfið sýnir við offitu er að hluta til eins og við önnur áreiti sem líkaminn telur óæskileg. Ýmis boðefni (cytokine) fara af stað og efni sem svara utanaðkom- andi áreiti hækka, líkt og CRP sem margir þekkja og hækkar hratt við ýmsar sýkingar. Hvít blóðkorn streyma inn í vefinn til varnar og viðgerðarferli hefst. Að ýmsu öðru leyti verða viðbrögðin óhefðbundin og ólík því sem gerist við önnur áreiti eins og sýkingar. Offita er langvinnt ástand ólíkt sýkingum sem koma skyndilega og líkaminn ræður við að kveða fljótt niður, því verður bólgusvörunin langvarandi og ekki eins áköf og við sýkingar. Bólgusvörunin hefur því áhrif á líkamsstarf- semina til lengri tíma og ekki verður afturhvarf til eðlilegrar starfsemi og sérstaklega verða áhrif á efnaskiptin mikil og langvinn. Sérstakt fyrir þessa bólgusvörun er einnig hvað hún er víðtæk, hefur áhrif á mörg líffæri og breytir starfsemi þeirra. Það þykir nú fullvíst að það er bólgusvörunin sem Mynd 2. Örveruflóra meltingarvegarins

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.