SÍBS blaðið - okt 2017, Qupperneq 21
21
3. tbl. 2017
á meiðslasvæðið.1 Þetta eykur enn á þann massa blóðs sem
þangað er kominn vegna rofinna æða. Blóðvökvanum fylgja
svo m.a. hvítar blóðfrumur. Í fyrstu koma neutrophils inn á
meiðslasvæðið og nær fjöldi þeirra hámarki eftir 24-48 klst.,
en eftir það fer fjöldi þeirra smám saman minnkandi.5 Þeir eru
átfrumur sem hefja hreinsun á skemmdum vef auk þess sem
þeir magna upp bólguferlið með því að gefa frá sér prótein
eins og interleukin-6 og TNF.2, 5 Auk þess er talið hugsanlegt
að þeir geti valdið frekari skaða á skemmdum vöðvafrumum
m.a. með því að mynda sindurefni (free radicals), en einnig
er mögulegt að ensím (lysosomal enzymes) sem losna úr
deyjandi frumum geti valdið niðurbroti og frekari skemmdum
á sködduðum vef.2, 4 Þegar neutrophils víkja koma macro-
phages, sem eru stórar átfrumur, í auknum mæli inn á svæðið
og ná þeir venjulega hámarksfjölda innan við viku eftir
meiðsli, eftir það fer þeim smám saman fækkandi.2 Hlutverk
þeirra í bólguferlinu er m.a. að éta upp frumuleifar. Í fyrstu
eru þeir bólguhvetjandi en breytast síðan yfir í að vera bólgu-
hamlandi. Þeir hafa einnig hlutverki að gegna í endurupp-
byggingu vefs eftir meiðsli með seytingu vaxtarþátta (growth
factors) og með því að draga að aðrar frumur sem hlutverki
hafa að gegna í viðgerðarferlinu.1, 2 Smám saman fækkar
bólgu frumum og áhrif þeirra minnka. Að lokum hverfa þær.
Við það hjaðnar bólgan en eftir situr örvefur sem myndast
hefur í gapinu þar sem vöðvatognunin varð.
Samhliða og í framhaldi af þessu bólguferli hefst við-
gerðarferli. Endurmyndun skemmdra vöðvafruma á sér
stað frá svokölluðum satellite-frumum, sem ummyndast í
vöðvafrumur og geta tengst rofnum vöðvafrumum sem lifað
hafa af tognunina. Litlar háræðar vaxa samhliða nýmyndun
vöðvafruma og flytja til þeirra súrefni og næringu sem er
forsenda fyrir vexti og endurmyndun vöðvafrumanna.1 Þar
sem rofið var í vöðvann og blæðingin fyllti í upphafi setjast
í fyrstu bólgufrumur og bólguferlið sem getið er um að ofan
fer af stað. Í fyrstu myndast frumgerð af bandvef á svæðinu
sem tengir saman enda vöðvafruma sem hafa rofnað og litlar
háræðar fara að vaxa inn á svæðið og veita þangað súrefni
og næringu. Smám saman verður þessi bandvefur að örvef.
Þessi hluti vöðvans virkar því svolítið eins og tveir vöðvar
með sin (örvef) á milli. Taugasímar þurfa að vaxa til þeirra
vöðvafruma sem misstu samband við taugar til þess að þær
geti fengið samdráttarboð og virkað sem hluti vöðvans.1
Álagseinkenni og bólga
Álagseinkenni eiga sér venjulega langan aðdraganda og
orsakast þegar lífaflfræðilegt álag á ákveðinn vef verður
meira en hann þolir yfir tíma. Álagseinkenni geta komið fram í
mörgum vefjum, en algengt er að þau verði í sinum, á mótum
sina og beina (festumein) eða í beinum.
Tökum dæmi um álagseinkenni í hásin 3-5 cm ofan við
festustað hásinar á hælbein sem er algengur staður fyrir
álagseinkenni í hásin. Orsakir ofálags á hásinina geta verið
Álagseinkenni geta komið
fram í mörgum vefjum, en
algengt er að þau verði í
sinum, á mótum sina og beina
(festumein) eða í beinum.
af ýmsum toga en taka verður tillit til margra þátta þar sem
það er oftast heildarálagið á sinina sem viðheldur álagsein-
kennunum. Dæmi um þætti sem hafa þarf í huga eru t.d.
röng líkamsstaða eða líkamsbeiting, skóbúnaður, æfingaálag,
vinnuálag og mögulegt álag í tómstundum. Vöðvar byggjast
upp af vöðvaþráðum sem safnast saman í vöðvaknippi, en
mörg slík knippi mynda svo vöðvann. Utan um vöðvaþræði,
knippi og vöðva liggur bandvefur. Þessi bandvefur myndar
svo að hluta til sin vöðvans. Oft verður vart stífra þrymla í
hluta kálfavöðvanna. Þessir þrymlar geta mögulega aukið
umtalsvert álag á þann hluta hásinar sem bandvefur frá þeim
liggur til. Þannig getur hæglega myndast ofálag á hluta hásin-
ar og þar er einmitt líklegt að álagseinkenni hefjist í sininni.
Þegar einstaklingur finnur fyrir álagseinkennum í hásin
hefur breytingaferli venjulega staðið yfir í sininni í töluverðan
tíma. Við upphaf slíks ferlis er talið að smásæjar rifur geti
myndast í sininni við endurtekið ofálag.6 Háræðanet í sinum
er mjög rýrt og blóðflæði því lítið, mun minna en í vöðvum
eins og lýst er að ofan. Blæðing við slíkar smásæjar rifur í
sinum verður því mjög takmörkuð og bólga af þeim sökum því
lítil. Að sama skapi gengur viðgerðarferli í sinum mjög hægt
og geta margir þættir haft áhrif á að það gangi enn hægar
fyrir sig, t.d. áframhaldandi ofálag á sinina miðað við ástand
hennar, erfðir, hormón, sjúkdómar, ýmis lyf o.fl.6 Á einhverjum
tímapunkti í gróandaferlinu virðist eins og ferlið brenglist og
hið eiginlega gróandaferli hætti að virka á réttan hátt. Ástæða
fyrir þessu er enn ekki að fullu þekkt.6, 7 Í framhaldinu fara
að verða breytingar á sininni, æðar taka að vaxa inn í sinina
og þeim fylgja skyntaugar,8 uppröðun collagen trefja í sininni
verður óregluleg og tilviljanakennd fjölgun verður á Collagen
Typu III.9, 10 Vökvamagn í utanfrumuefni (extracellular matrix)
eykst, hrörnunarbreytingar svo sem niðurbrot á byggingu
sinarinnar sjást svæðisbundið þar sem frumdauði hefur orðið
en annarsstaðar sést meiri virkni.7 Þessu fylgir þykknun á
sininni venjulega á 1-3 cm löngu svæði. Þykknunin er fyrst og
fremst vegna þessara breytinga í sininni en ekki bólgu, því
á þessum tíma er lítil virkni bólgufruma á svæðinu.6 Fyrstu
einkenni sem einstaklingar með álagseinkenni frá hásinum
finna eru venjulega stífleiki og eymsli í sininni fyrst á morgn-
ana, eymsli í upphitun fyrir æfingar og eftir æfingar og svo við
þreifingu á sininni. Ef ekki er gripið inn í með því að breyta