Fréttablaðið - 24.01.2019, Side 6
Sigra fagnar!
Ari Már Fritzson sjúkraþjálfari BSc
hefur hafið störf hjá Sigra
í Læknavaktinni Austurveri,
og sinnir allri sjúkraþjálfun.
Tímabókanir í síma 556 1300.
arifritzson@sjukrathjalfari.is
sjukrathjalfari.is VENESÚELA Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjölda-
mótmæla til þess að mótmæla
ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta.
Fremstur í flokki var Juan Guaidó,
35 ára þingmaður og nýr þingfor-
seti, sem venesúelska þingið gerði
fyrr í mánuðinum að starfandi for-
seta þar sem kjörtímabil Maduro
var runnið út og þingið álítur kosn-
ingar síðasta árs ógildar.
Mótmæli höfðu reyndar þegar
hafist um nóttina á að minnsta kosti
sextíu stöðum. Samkvæmt Reuters
lenti mótmælendum saman við lög-
reglu og lést að minnsta kosti einn
þeirra. Þrjátíu voru handtekin.
Maduro er hins vegar ósammála
þessu mati. Hann hefur þegar látið
setja sig inn í embætti á ný enda
lítur hann svo á að hið nýja stjórn-
lagaþing, sem hann lét stofna árið
2017 eftir að stjórnarandstaðan
náði meirihluta á gamla þinginu, sé
æðra. Sósíalistaflokkur Maduro stóð
því fyrir gagnmótmælum.
Stjórnarandstaðan nýtur stuðn-
ings Bandaríkjanna, Samtaka
Ameríkuríkja og Lima-hópsins, sem
stofnaður var til að stuðla að frið-
samlegri lausn á krísunni í Venesú-
ela. Bandaríkjaforseti viðurkenndi í
gær Guaidó opinberlega sem forseta
landsins. Maduro tilkynnti í kjöl-
farið að hann ætlaði að slíta sam-
skiptum við Bandaríkin.
Guaidó og fylgismönnum hefur
ekki tekist að styrkja stöðu sína
mikið á þeim tveimur vikum sem
liðnar eru frá því hann var gerður
að starfandi forseta. Stjórnarand-
staðan telur vænlegast að leita
aðstoðar hersins. Til þess hefur
þeim hermönnum sem snúast gegn
Maduro verið boðin friðhelgi. Sam-
kvæmt Reuters hafa hermenn ríka
ástæðu til þess að vera reiðir vegna
þess efnahagshrunsins s í Venesúela.
Kaupmáttur þeirra, líkt og annarra
borgara, hefur orðið nærri enginn
vegna gríðarlegrar verðbólgu. – þea
Mótmæli gegn meintum valdaræningja
STJÓRNSÝSLA Jóhannes Stefánsson,
framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir
að eftir að Minjastofnun skyndi-
friðaði þann hluta Víkurgarðs sem
er innan byggingarreits félagsins á
Landsímareitnum hafi félagið reynt
að verða við ýtrustu kröfum Minja-
stofnunar um að færa inngang fyrir-
hugaðrar hótelbyggingar.
„Við fórum með tillögu á fund
Minjastofnunar núna 14. janúar
sem er alveg eins og krafan sem
Minjastofnun bar upp á fundinum í
október þegar þau báðu um að þessi
inngangur yrði færður og settur inn
í horn garðsins. Við töldum að við
værum að fallast á þeirra ýtrustu
kröfur en í staðinn fyrir að þessu
væri vel tekið var okkur eiginlega
vísað á dyr. Minjastofnun tók ekki
við erindinu og sagðist ekki vilja tjá
sig um það að neinu leyti.“
Jóhannes segir umræðuna um
nýtingu garðsins hina undarlegustu
og Minjastofnun sé í rauninni að
taka sér ákveðið skipulagsvald, hún
sé að stíga á tær borgaryfirvalda sem
fari með skipulagsvaldið. „Minja-
stofnun vill að það verði þarna aftur
kirkjugarður og hefur jafnvel nefnt
að það eigi að girða hann af, leggst
gegn því að torgið verði notað undir
matarmarkað og veitingasöluvagna
og vill helst bægja mannlífi frá garð-
inum en það er í algjöru ósamræmi
við skipulagið þarna af því að það
kveður á um að þarna eigi að vera
lifandi opið svæði og fólk geti setið
þarna úti á góðviðrisdögum og notið
borgarinnar.“
Skyndifriðunin er í gildi til
18. febrúar og gæti endað á borði
mennta- og menningarmálaráð-
herra, óski Minjastofnun eftir því
að svæðið verði friðað. „Málið er hjá
Minjastofnun núna og gæti komið
til ráðuneytisins og því ekki eðlilegt
að ég tjái mig um það að svo stöddu,“
segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra.
adalheidur@frettabladid.is
Minjastofnun neitar að
taka við sáttaboðum
Meðan á skyndifriðun stendur vill Minjastofnun ekki hlýða á sáttaumleitanir
Lindarvatns um inngang í hótelið sem rísa mun á Landsímareit. Lóðarhafi segir
Minjastofnun hafa allt aðra sýn á garðinn en deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Forstöðumaður Minjastofnunar sagði stofnunina geta tekið styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang
hótelsins á Landsímareitnum, verði hann á stað sem stofnunin er mótfallin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Minjastofnun vill
helst bægja mannlífi
frá garðinum en það er í
algjöru ósamræmi við
skipulagið þarna.
Jóhannes Stefáns-
son framkvæmd-
arstjóri
Tugþúsundir mótmælenda mótmæltu stjórn Maduro í gær. NORDICPHOTOS/AFP
2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
F
-4
9
4
0
2
2
1
F
-4
8
0
4
2
2
1
F
-4
6
C
8
2
2
1
F
-4
5
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K