Fréttablaðið - 24.01.2019, Page 8

Fréttablaðið - 24.01.2019, Page 8
Sjóðir í stýringu breska eigna­ stýringarfyrirtækisins Artemis Investment Management bættu í liðnum mánuði við eignarhlut sinn í Arion banka og eru nú saman­ lagt komnir í hóp stærstu hluthafa bankans. Samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa Arion banka, dag­ settum 31. desember 2018, fara sjóðir breska fyrirtækisins með samanlagt 1,2 prósenta hlut í bank­ anum og eru þannig ellefti stærsti hluthafinn. Sjóðirnir komu fyrst inn í hluthafahóp bankans í hluta­ fjárútboði hans síðasta sumar, að því er fram kemur í gögnum frá Artemis. Er 1,2 prósenta hlutur fjárfest­ ingarsjóða Artemis metinn á tæp­ lega 1,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í Arion banka. Breska eignastýringarfyrir­ tækið, sem var stofnað árið 1997, stýrði samtals um 26,3 milljörðum breskra punda, jafnvirði um 4.080 milljarða króna, fyrir viðskiptavini sína í lok síðasta árs. Þá er eignastýringararmur Deutsche Bank, Deutsche Asset & Wealth Management, jafnframt kominn í hóp stærstu hluthafa Arion banka með eins prósents hlut, samkvæmt hluthafalista bankans. Gengi hlutabréfa í Arion banka stóð í 73 krónum eftir lokun mark­ aða í gær og er um 2,7 prósentum lægra en útboðsgengi bréfanna þegar bankinn var skráður á mark­ að í júní í fyrra. Bréfin hafa lækkað um 0,7 prósent í verði undanfarinn mánuð en lækkunin nemur um 22 prósentum frá því að hlutabréfa­ verðið náði toppi í september í fyrra. – kij Artemis í hóp stærstu hluthafa Arion banka Fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fellibylur í suðurhluta Kína og bið eftir svörum frá íslenskum sam­ keppnisyfirvöldum hafa tafið áætlan­ ir skipafélaganna Eimskips og Royal Arctic Line um fyrirhugað samstarf félaganna um að minnsta kosti þrjá mánuði. Ekki er gert ráð fyrir að verk­ efnið fari af stað fyrr en í fyrsta lagi í desember á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt danska miðilsins ShippingWatch. Umrætt samstarf snýr að því að tengja Grænland, en Royal Arctic Line er að fullu í eigu grænlensku heima­ stjórnarinnar, við alþjóðlegt sigl­ ingakerfi Eimskips með samnýtingu á plássi í siglingakerfum félaganna. Þrjú gámaskip, sem eiga að verða grundvöllur að samstarfinu, eru í smíðum í skipasmíðastöð í Kína en Eimskip skrifaði undir samning um smíði á tveimur af skipunum í janúar árið 2017. Samningsverð hvors skips fyrir sig nam um 32 milljónum dala sem jafngildir um 3,7 milljörðum króna. Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, segir í samtali við Shipp­ ingWatch að fellibylur sem gekk á land í suðurhluta Kína í desember hafi valdið skemmdum á lóð skipa­ smíðastöðvarinnar og tafið þannig verkið. Jafnframt hafi engin svör enn borist frá samkeppnisyfirvöldum en skipafélögin sóttu um undanþágu frá samkeppnislögum vegna samstarfs­ ins í maí árið 2016. „Ég trúi því að við höfum svarað beiðni yfirvalda og að það verði ekki fleiri beiðnir. Síðasta svarið var sent rétt fyrir jól og við eigum von á ákvörðun innan tíðar,“ segir Hamm­ eken. – kij Áformum Eimskips og Royal Arctic Line seinkar Skipin sem eru í smíðum í Kína eru mun stærri en þau sem hafa þjónað íslensku skipafélögunum til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bílasala er orðin næmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu en áður að sögn forstöðumanns útlánasviðs Ergo. Á móti hefur uppgangur ferða­ þjónustunnar myndað sveiflujöfnun inn í efnahagslífið sem gerir það að verkum að aukin eftirspurn er eftir bílaleigubílum. Markaðurinn greindi nýlega frá samantekt Ergo sem sýndi að fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent á milli ára. Árið 2018 fór vel Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. „Við þurfum að hafa í huga að við erum að bera 2018 saman við stærsta bílaárið í sögu Íslands. Bílasalan í ár mun verða á bilinu 15 þúsund til 17 þúsund bílar sem er mjög ásættan­ legt,“ segir Haraldur Ólafsson, for­ stöðumaður útlánasviðs Ergo. Fram kom í samantekt Ergo að bílasalar reki dræmari sölu á seinni hluta ársins til óvissu varðandi kjarasamninga. Haraldur segir að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að hafa meiri áhrif á bílasölu en áður. „Við erum að upplifa að bílasala er orðin viðkvæmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu og væntingum. Það er ný þróun,“ segir Haraldur og rifjar upp stöðuna síðasta haust. „Salan fer niður um miðjan september og það er á þeim tíma þegar umræðan um Icelandair og WOW air fer á flug. Á sama tíma eru aðilar í verkalýðs­ hreyfingunni að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem kann að koma upp á vinnumarkaði. Ætla má að veiking krónunnar í vetur hafi einnig haft neikvæð áhrif á bílasölu en aftur á móti hefur upp­ gangur ferðaþjónustunnar byggt sveiflujöfnun inn í bílamarkaðinn. „Ferðaþjónusta er mjög verðteygin vara þannig að veiking krónunnar skilar sér í aukinni eftirspurn eftir landinu sem aftur skilar sér í eftir­ spurn eftir bílaleigu. Við erum að sjá fram að það að bílaleigurnar kaupi allt að sjö til átta þúsund bíla á þessu ári og þær bílaleigur sem ég ræddi við fyrir áramót sögðu að bókanir inn á þetta ár hefðu aukist verulega miðað við sama tíma árið áður. Vissulega eru fáir dagar bókaðir þannig að hver dagur hefur mikil áhrif en engu að síður eykst eftirspurnin þegar krónan gefur eftir.“ Verð notaðra bíla er að miklu leyti háð verði nýrra bíla. Verð notaðra bíla lækkaði töluvert árið 2017 og fyrri hluta 2018 en gengisveiking krónunnar í vetur sneri þróuninni við. „Notaði markaðurinn er ekki lengur í lækkunarfasa. Nýir bílar urðu dýrari og sú verðhækkun kvíslaðist inn á notaða markaðinn að einhverju leyti. Það er ekkert laun­ ungarmál að það eru margir notaðir bílar til sölu en við sjáum það í okkar tölum að það hefur gengið ágætlega að selja þá.“ Aðspurður segir Haraldur að ekki séu merki um að lánshlutföll bílalána hafi aukist en það er ein vísbending um þenslu á markaðinum. „Það virð­ ist vera þannig að fólk sem kaupir bíla sé með töluvert eigið fé á milli handanna. Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan.“ Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan. Haraldur Ólafsson PHILIPS HUE COLOR E27 SNJALLPERUSETT • Tengistöð, dimmir og 3x E27 RGB perur • Stjórnað með dimmi, snjallsíma, spjaldtölvu eða snjallúri HUEE27STARTP 24.995 snjallvæddu heimilið N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is MARKAÐURINN 2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 1 F -4 4 5 0 2 2 1 F -4 3 1 4 2 2 1 F -4 1 D 8 2 2 1 F -4 0 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.