Fréttablaðið - 24.01.2019, Page 12
Í Danmörku
eru 8% barna
til komin
vegna tækni-
sæðingar.
Fæðingartíðni
hefur farið
lækkandi
þar sem og í
Þýskalandi,
Bandaríkjun-
um og víðar
með þeim
afleiðingum
að þjóðirnar
eru ekki að
endurnýja sig
ef svo mætti
kalla.
Teitur Guðmundsson
læknir
Lækkuð fæðingartíðni og auknar lífslíkur fólks á efri árum leiðir að sjálfsögðu til þess að það eru sífellt færri sem ala önn fyrir vaxandi
fjölda aldraðra. Þetta er áhyggju
efni stjórnvalda víða um heim. En
svo má heldur ekki gleyma þeim
vandamálum sem stafa af fjölgun
jarðarbúa og þeim lífsstíl sem stór
hluti jarðarbúa hefur tamið sér,“
segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor
í sagnfræði sem áður starfaði hjá
Hagstofu Íslands, og hefur fylgst
með þróuninni. Frjósemi kvenna
á Íslandi árið 2017 var 1,71 lifandi
barn á hverja konu en almennt við
mið er að hver kona þurfi að ala um
2,1 barn til þess að viðhalda mann
fjöldanum til lengri tíma litið.
Erfitt sé að segja til um hvort fæð
ingartíðni hér á landi haldi áfram að
lækka en líklegt sé að fæðingartíðni
standi í stað á þessu ári.
„Mögulega hefur hækkun þaks
ins í fæðingarorlofi hvetjandi áhrif
þegar fram í sækir. En svo má líka
spyrja sig að því hvort Ísland er
ekki bara komið þangað sem hin
Norðurlöndin eru. Norðurlöndin
eru reyndar þekkt fyrir það að
barnlausar konur eru þar hlutfalls
lega færri en annars staðar í Evrópu
en barnleysi er þó algengara annars
staðar á Norðurlöndum en það er
hér. Og svo má velta því fyrir sér
hvort við færumst ekki nær „tveggja
barna normi“ með tíð og tíma en
það er erfitt að segja,“ segir Ólöf.
Um ástæðuna fyrir því að íslensk
ar konur eignist færri börn nú en
áður segir Ólöf að aldrei sé nein
ein skýring á flóknu fyrirbæri. Þó
að sveiflur í fæðingartíðni á Íslandi
hafi nokkurn veginn fylgt sveiflum
annars staðar á Norðurlöndum og
raunar annars staðar í Evrópu hafi
konur á Íslandi lengi vel eignast
fleiri börn en kynsystur þeirra ann
ars staðar á Norðurlöndum.
„Þegar ný fæðingarorlofslöggjöf
var innleidd upp úr aldamótunum
2000 þar sem greiðslur í fæðingar
orlofi voru hækkaðar, fæðingarorlof
lengt og báðum foreldrum tryggður
réttur til fæðingarorlofs, hækkaði
fæðingartíðnin nokkuð. Í hruninu
voru greiðslur í fæðingarorlofi
lækkaðar verulega og þessi lækkun
hefur haldist þar til nýverið. Þetta
leiddi til þess að fæðingarorlofs taka
feðra dróst verulega saman, einkum
eftir 2011 sem ég fjallaði um í grein
ásamt Heiðu Maríu Sigurðardóttur,
en einnig er fjallað um þetta atriði í
rannsókn Guðnýjar Eydal og Ásdís
ar Arnalds,“ segir Ólöf. „Ari Klængur
Jónsson doktorsnemi hefur nýlega
birt grein þar sem hann skoðar
fæðingartíðni eftir fæðingarröð.
Þar sést að líkur fólks á að eignast
sitt fyrsta barn hafa minnkað veru
lega en líkur á fæðingum annars og
þriðja barns er mun stöðugri. Þetta
er vísbending um að barnlausum
konum sé að fjölga.“
Það hefur sýnt sig að breyta má
hegðun fólks með aðgerðum á sviði
fjölskyldustefnu. Dæmi um þetta er
Þýskaland þar sem fæðingartíðni
hækkaði í 1,7 á örfáum árum eftir
að norræn stefna í fæðingarorlofs
greiðslum var tekin upp. Þar hafði
fæðingartíðnin verið 1,3 allar götur
frá 1970. Annar þáttur sem virðist
hafa leitt til tiltölulega hárrar fæð
ingartíðni á Norðurlöndunum er
opinber og ódýr barnagæsla.
„Lækkuð fæðingartíðni er alþjóð
legt fyrirbæri og flestir mannfjölda
fræðingar líta svo á að þetta sé
vandamál. Fæðingartíðni hefur alls
staðar lækkað og víða í heiminum er
hún lægri en tvö börn á ævi hverrar
konu. Það er litið á það sem vanda
mál þegar sífellt færri eru til að ala
önn fyrir sífellt fleiri öldruðum ein
staklingum. Þeim fjölgar hlutfalls
lega meðal íbúa þegar fæðingum
fækkar og svo bætist við að við lifum
sífellt lengur. En svo má ekki heldur
gleyma því að fjölgun jarðarbúa
skapar ýmiss konar vandamál sem
við þurfum að berjast við. Ef marka
má alþjóðaspár um þróun mann
fjölda í heiminum lítur reyndar út
fyrir að um miðja þessa öld hætti
jarðarbúum að fjölga.“
Fólksfjölgun hætti
um miðja þessa öld
Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið eins lág og árið 2017 frá því að talning hófst
árið 1855. Miðað við þróun er alls ekki útilokað að slíkar tölur verði enn lægri
árið 2018. Almennt er þessi minnkandi frjósemi talin áhyggjuefni.
Þegar kemur að barneignum er iðulega rætt um þátt kvenna sem eðlilega bera hitann og þungann ef kalla má af getnaðinum sjálfum sem þó þarf iðulega bæði kynin til. Í vestrænum og tæknivæddari samfélögum er einnig
eitthvað um tæknisæðingar sem koma þá til þegar
par getur ekki eignast börn. Við rannsóknir á frjó
semi og möguleikum til að eignast barn er eðlilegt
að skoða báða aðila og í tilfelli karla er oftar en ekki
verið að horfa til magns sæðisfrumna og fram
leiðslu.
Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn á Vestur
löndum hafa á síðustu 45 árum verið á stöðugri
niðurleið hvað varðar magn sæðisfrumna og sér
ekki enn fyrir endann á því. Vísindamenn hafa
haft áhyggjur af því að þetta ástand muni skila sér
í almennt minni frjósemi og barneignum og að
karlar kunni að verða ófrjóir með tímanum. Síðast
liðin 45 ár hefur magn sæðisfrumna dregist saman
um tæplega 60% í körlum á Vesturlöndum án þess
að góð skýring sé þar á og er kallað eftir alþjóðlegri
samvinnu til að átta sig á orsökum vandans.
Þegar litið er til magns sæðisfrumna hjá karl
mönnum í Afríku og í Kína til dæmis virðist þeim
ekki vera alveg sami vandi á höndum, þar eru hærri
hlutföll í mælingum. Tenging við umhverfisþætti
líkt og mengun, ýmiss konar efni, plast og þalöt,
reykingar, áfengisneyslu, offitu og aðra lífsstílsþætti
hefur verið nefnd en enginn veit af hverju þetta
gerist í raun og veru. Umræðan um þalöt er hávær
en þar er um að ræða efni sem tengjast plastvinnslu
og agnir sem hafa áhrif á hormónastarfsemi beggja
kynja, en að því er virðist sérstaklega testósterón
hjá körlum. Rannsóknir hafa sýnt fram á truflun á
þessari starfsemi sem og mögulega fæðingargalla
á kynfærum karla. Í dýratilraunum hafa komið
fram breytingar tengdar slíkum efnum sem renna
stoðum undir þessar kenningar, en frekari gagna og
rannsókna er þörf til að slá þessu föstu.
Sé það rétt að umhverfisþættir hafi slík áhrif
sem þessi og útskýri einnig hærri tíðni eistna
krabbameins hjá körlum í hinum vestræna heimi
þá er verk að vinna, enda augljóslega mikilvægt
að frjósemi karla líkt og kvenna sé viðhaldið.
Mörg vestræn lönd hafa séð hnignun í frjósemi og
barneignum, hvort sem kenna má þessum þætti
um sérstaklega sem og fleirum. Í Danmörku eru 8%
barna til komin vegna tæknisæðingar. Fæðingar
tíðni hefur farið lækkandi þar sem og í Þýskalandi,
Bandaríkjunum og víðar með þeim afleiðingum
að þjóðirnar eru ekki að endurnýja sig ef svo mætti
kalla. Hér kemur fleira til auðvitað líkt og aldur og
geta líkamans almennt til barneigna sem minnkar
með aldrinum, hraðar hjá konum en körlum í
gegnum tíðina, en það gæti verið að breytast.
Karlar ættu því að vera meðvitaðir um eigin heilsu
almennt og viðhalda henni með heilbrigðum lífs
stíl og jafnvel mati á þessum þætti sem getur skipt
sköpum upp á framtíðarhamingju og myndun fjöl
skyldu með maka sínum. Getuleysi karla er þeim
mikið mál með hækkandi aldri vegna risvanda og
úthalds til að stunda samfarir en frjósemi hefur
ekki verið svo mikið atriði fyrr en kannski núna.
Frjósemi karla
Lækkuð fæðingar-
tíðni er alþjóðlegt
fyrirbæri og flestir mann-
fjöldafræðingar líta svo á að
þetta sé vandamál.
Ólöf Garðarsdóttir,
prófessor í
sagnfræði
Andlega hliðin á það til að gleymast
Ákvörðunin um að eignast barn er ferli. Það byrjar
með því að par tekur markvissa ákvörðun um að
reyna barneignir, hætta á getnaðarvörnum og láta
náttúruna hafa sinn gang. Þetta ferli getur tekið frá
nokkrum mánuðum til nokkurra ára. Ef fólk hefur
reynt sjálft í nokkurn tíma án árangurs fer það
að gruna að eitthvað geti verið að og leitar
sér aðstoðar. Þetta getur tekið langan
tíma, sem tekur á andlega, líkamlega og
fjárhagslega. En oft gleymist að hlúa að
andlegu hliðinni. Þetta segir Helga Sól
Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á Kvenna- og
barnasviði Landspítalans og Livio Reykja-
vík. Hún starfar með fólki í þessari stöðu og
styður það í gegnum sorgarferli þess.
Þau sem standa frammi fyrir þeim
veruleika að þau verði ekki foreldrar
upplifa ítrekuð vonbrigði við það að
verða ekki þunguð eða ítrekað að missa fóstur. Vonin
minnkar en samt er búið að fjárfesta andlega, líkam-
lega og fjárhagslega í þessum draumi og erfitt að gefa
hann frá sér.
„Fólk sem lendir í fósturmissi eftir að hafa verið að
reyna lengi að eignast barn veit að ef það ætlar að
reyna aftur þá kostar það líkamlega, andlega og ekki
síst fjárhagslega. Stundum þurfa þau að taka sér hlé
frá meðferðum vegna þess að þau eru að borga síð-
asta lán sem þau tóku fyrir meðferðinni svo þau geti
tekið nýtt lán fyrir næstu meðferð. Og þrátt fyrir að
þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að eignast
barn þá tekst það stundum ekki,“ segir Helga Sól.
„Þetta getur verið mjög erfitt ferli. Það virðist vera
tilhneiging til að einfalda þessa flóknu lífsreynslu.
Fólk sem hefur ekki upplifað að eiga erfitt með
að eignast barn á erfitt með setja sig í spor
hinna. Og því fylgir oft að ráð eru gefin
með góðum huga en af hugsunarleysi. Til
dæmis það að það sé svo erfitt að eiga
smábörn, þau vaki á næturnar o.s.frv.
þannig að þau séu í raun heppin að þurfa
ekki að upplifa það. Eða að þau þurfi bara
að slaka á og fara eina helgi í sumarbústað.
Þetta eru ekki hjálpleg ráð heldur frekar til
þess fallin að fólk upplifi að þaað sé eitt
með þennan vanda og sorg,“ segir Helga
Sól.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar
fólk er búið að ljúka þessu ferli og átta sig á að barn
verður ekki partur af lífi þess, þá yfirleitt eru lífsgæði
alveg ágæt að sögn Helgu. Fólk finnur lífsfyllingu í
öðru og sambandsslit eru ekki algengari en hjá öðrum.
Enda hefur það gengið í gegnum erfiða lífsreynslu
saman. „Stundum er einnig kominn tími til að skoða
aðra möguleika og þá jafnvel kveðja drauminn um
barnið og byggja upp líf sitt með öðrum áherslum.
Þó hafa rannsóknir sýnt að þegar fólk eldist og vinir
eru að eignast barnabörn þá er hætta á að fólk upplifi
sorg á ný,“ segir Helga Sól.
Helga Sól Ólafsdóttir
félagsráðgjafi.
TILVERAN
2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
1
F
-1
C
D
0
2
2
1
F
-1
B
9
4
2
2
1
F
-1
A
5
8
2
2
1
F
-1
9
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K