Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 24.01.2019, Qupperneq 14
Helmingur lækna hugleitt að hætta Um helmingur lækna hugleiddi oft eða stundum að láta af störfum á tólf mánaða tímabili sem ný könnun náði til. Þeim standa ekki mörg önnur störf til boða, erfitt er að færa sig um set innan kerfisins og því horfa þeir til útlanda. Mikill meirihluti lækna telur sig vera undir of miklu álagi. „Læknar eru undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingar­ truflunum. Það eru auðvitað merki um ofurálag og í sumum tilfellum kulnun,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir sem stýrði rannsókninni. Rannsókn var gerð nýlega á líðan lækna sem sýndi fram á það að læknar eru undir gríðarlegu álagi hér á landi. Margir hafa hugsað sér að flytja sem þykir áhyggju- efni. Tíunda hverjum líður illa í grunnskóla Um tíu prósentum nemenda líður ekki vel í grunnskóla. Á bilinu 2,7 til 4,2 prósenta líður mjög illa. Níutíu prósentum nemenda í grunn­ skólum landsins líður vel eða þokkalega vel í skólanum. Átta af hverjum tíu nemendum í 6. bekk telja að kennurum sé annt um þá en hlutfallið er 65 prósent í 10. bekk. Þetta kemur fram í rannsókninni Heilsa og lífskjör skóla­ nema, sem unnin var að undirlagi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Flestir nemendur í öllum ald­ urshópum hreyfa sig reglulega. Aðeins 8,2 prósent nemenda í 10. bekk höfðu ekki hreyft sig undan­ farna sjö daga. Neysla grænmetis og ávaxta reyndist nokkuð almenn. Hvað veldur vanlíðan grunnskóla- nema? Mögulega gæti svefnskortur verið að hrjá einhverja. Fasteign vikunnar er falleg og björt þriggja herbergja íbúð á efstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað í Norðlingaholti, nánar tiltekið Reiðvaði. Í Reiðvaði 5 er mikil lofthæð, gólf- síðir gluggar, fínar svalir og frábært útsýni. Í íbúðinni er opið stofu- og eldhúsrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús ásamt stæði í bílageymslu og geymslu í sameign. Hér er um að ræða góða, hlýlega eign með stórum sólarsvölum og fallegu útsýni upp í Heiðmörk á eftirsóttum stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla og Björnslund svo og gönguleiðir við Rauðavatn. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Nekt mótmælt í Seðlabanka Seðlabankinn tók niður þau mál­ verk eftir Gunnlaug Blöndal sem sýndu nekt og voru á almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfir­ manna. Þau verða í geymslu þar til annað verður ákveðið. Ritstjóri Seðlabankans sagði að verið væri að framfylgja jafnréttisstefnu. Starfsumhverfið skuli ekki misbjóða starfsmönnum. Bandalag íslenskra listamanna telur málið furðulegt. Það veki margar spurningar um listaverkaeign stofnunarinnar „og ekki síður þá undarlegu tímaskekkju puritanisma að ritskoða list með þessum hætti“, segir bandalagið. „Kannski segir það eitthvað um samtímann að þessi tiltekna ritskoðun skuli upp sprottin í Seðlabanka Íslands, sem afleiðing af nafnlausum athugasemdum.“ TILVERAN Meirihlutinn andvígur veggjöldum Meirihluti landsmanna, eða 56 pró­ sent, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbygg­ ingu helstu stofnleiða samgöngu­ kerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára eru tillögur um að innleiða veggjöld til að mæta fyrirsjáan­ legri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og upp­ byggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veg­ gjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Vikan Særð blygðunarkennd í Seðlabankanum, ofurálag á læknum landsins og vanlíðan meðal grunnskóla- nema er meðal þess sem var í brennidepli í liðinni viku. Lands- menn eru heldur andvígir veggjöldum ef marka má könnun Fréttablaðsins en sam- gönguráðherra virðist bjartsýnn. Könnun Fréttablaðsins sýnir að 56% landsmanna séu frekar eða mjög andvíg hugmyndum um veggjöld. Falleg verk eftir Gunn- laug Blöndal sem prýða innviði Seðlabankans verða færð í geymslu á meðan menn leggjast undir feld um örlög þeirra. 2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 1 F -2 B A 0 2 2 1 F -2 A 6 4 2 2 1 F -2 9 2 8 2 2 1 F -2 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.