Fréttablaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 17
Reykjavík – Algengast er í lífi manna að hver búi að sínu. Það er reglan. Menn hafast
ólíkt að og bera mismikið úr býtum.
Yfirleitt skeyta menn mest um
eigin hag og minna um aðra. Börn
þekkja þetta: Þeim farnast jafnan
betur í félagi við ástríka foreldra
en í umsjón óvandabundins fólks.
Samt skeytum við flest um annað
fólk. Við finnum til með þeim sem
höllum fæti standa, bæði samfélagið
og einstaklingarnir hver og einn.
Skattgreiðslur efnafólks eru víða
notaðar skv. lögum til að standa
straum af þjónustu handa þeim
sem minna mega sín. Margir láta
af fúsum vilja fé af hendi rakna til
fátækra. Flestir fara betur með eigið
fé en annarra þar eð sjálfs þykir
höndin hollust þótt nær væri að
hafa það heldur á hinn veginn.
Í þessum eðlismun eru fólgnir
almennir kostir heilbrigðs einka-
framtaks umfram ríkisrekstur
nema þegar algild rök hníga að
ríkisafskiptum, t.d. í heilbrigðis- og
menntamálum, samgöngum o.fl. Í
fullkomnum heimi myndu menn
hvorki gera upp á milli eigin barna
og annarra né heldur milli eigin
fjár og annarra. Almannavaldinu
er ætlað að jafna metin svo að
einkahagur og almannahagur geti
farið saman. Listin er að draga þar
mörkin milli einkaframtaks og
almannahagsmuna, milli fólks og
fyrirtækja og milli samfélagshópa
að flestir geti vel við unað og haldið
friðinn. Og þá er ég kominn að efni
máls míns.
Þegar hlutföllin raskast
Skipting auðs og tekna milli manna
og hópa hefur allajafna engin
umtalsverð áhrif á samninga um
kaup og kjör á vinnumarkaði. Þar er
almenna reglan sú að hvert verklýðs-
félag semur við vinnuveitendur fyrir
hönd umbjóðenda sinna án þess að
horfa til annarra hópa að því gefnu
að atvinnulífið, tekjuskiptingin
og launahlutföllin hafi haldizt í
sæmilega föstum skorðum svo sem
algengast er. Þá dugir flestum laun-
þegum að miða kaupkröfur sínar
við eigin afköst, þróun fyrri ára og
ástand efnahagslífsins.
Raskist launahlutföll verulega á
þessi regla þó ekki lengur við því þá
finnst mörgum launþegum eðlilegt
að reyna að rétta sinn hlut gagn-
vart öðrum. Menn meta afkomu
sína ekki aðeins í ljósi eigin tekna
og eigna þegar allt kemur til alls
heldur einnig í samanburði við
aðra, einkum ef hlutföllin raskast
verulega og einkum og sér í lagi ef
tilteknir hópar – t.d. embættismenn,
forstjórar, stjórnmálamenn – ryðjast
fram fyrir aðra. Ef laun lækna hækka
til muna sækjast hjúkrunarfræðingar
eftir hliðstæðri hækkun. Sama á við
um flugmenn og flugfreyjur o.s.frv.
Einmitt þetta hefur gerzt undan-
gengin ár. Því hljóta launþegar nú
að krefjast leiðréttingar umfram þau
viðmið sem vinnuveitendur og ríkis-
stjórnin hafa lagt til grundvallar og
gert sér vonir um.
Hvernig gat þetta gerzt?
Vinnuveitendur fóru fram úr sér og
einnig ríkið, umsvifamesti vinnu-
veitandinn. Hæstráðendur sóttu
sér fyrirmyndir út í heim þar sem
forstjóralaun, einkum í Banda-
ríkjunum, hafa undangengin ár
hækkað langt umfram venjuleg laun
án þess að forstjórarnir hafi nokkuð
til þess unnið. Enda eru laun þeirra
að miklu leyti sjálftekin þar eð for-
Nú er komið að okkur
stjórarnir sitja gjarnan í stjórnum
fyrirtækja hver hjá öðrum. Kjararáð
bætti gráu ofan á svart hér heima
með því að hækka laun alþingis-
manna og æðstu embættismanna
upp úr öllu valdi.
Ábyrgðin á aðsteðjandi vinnu-
deilum hvílir á sjálftökusveitum
vinnuveitenda og ríkisstjórninni sem
leyfa sér samt að segja nú við laun-
þega að þeim beri að sætta sig við
hóflega hækkun launa til að halda
verðbólgunni í skefjum. Launþegar
sætta sig ekki við slíkan yfirgang.
Kennedy Bandaríkjaforseti varaði
við ójafnaðarmönnum með þessum
orðum: „Það er ekki hægt að semja
við menn sem segja: Mitt er mitt, við
semjum um hitt.“
Hvað gerist ef launþegar knýja
fram svipaðar kjarabætur og emb-
ættismenn, forstjórar og stjórnmála-
menn hafa skammtað sjálfum sér
beint eða óbeint? Launþegasam-
tökin hafa málið í hendi sér. Óbreytt
vinnulöggjöf frá 1938 tryggir þeim
sömu skilyrði, sama vald og áður til
að leggja vinnuveitendum lífsregl-
urnar ellegar lama efnahagslífið
með víðtækum verkföllum líkt og
stundum áður á fyrri tíð. Alþýðusam-
bandið felldi m.a.s. ríkisstjórn Her-
manns Jónassonar frá völdum 1958
að heita má. Hví skyldu launþega-
samtökin undir nýrri samheldinni
forustu ekki neyta lags og velgja
ríkisstjórn sem þau telja óvinveitta
undir uggum? Þau eru í fullum rétti
þegar þau segja: Hingað og ekki
lengra. Nú er komið að okkur að taka
til snæðings, geta þau sagt, svo ég
vitni enn til afrísks máltækis sem er
ættað af sléttunum þar sem ljónin
berjast um bráðina.
Fari launþegar fram á umtalsverða
kauphækkun til að rétta hlut sinn
má telja víst að verðbólgan aukist og
gengi krónunnar falli með gamla lag-
inu. Þar eð fyrirkomulag verðtrygg-
ingar er enn óbreytt mun höfuðstóll
verðtryggðra lána þá hækka. Skyldi
Austurvöllur fyllast aftur af fólki?
Þorvaldur
Gylfason
Í DAG
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
TILBOÐ VIKUNNAR
SPENNANDI GRÆJUR Á FRÁBÆRU TILBOÐI
STÚTFULL
UR AF
SPENNAN
DI
GRÆJUM
JANÚAR
BÆKLING
UR
TÖSKUR
TÖSKU TILBOÐ
Janúartilboð á töskum á verði frá:
1.592
20%
AFSLÁTT
UR
Í JANÚA
R
GXT 310
TRUST GXT 310
Glæsileg leikjaheyrnartól með hljóðnema
4.990
VERÐ ÁÐUR 8.990
FRÁBÆRT TILBOÐ
PRIMO 13000
FERÐARAFHLAÐA
með 13.000mAh hleðslu og vasaljósi
4.990
VERÐ ÁÐ
UR
7.990
FRÁBÆR
T
TILBOÐ
WA A114 XBONE S 1T 2CT
XBOX ONE S
1TB með 2 stýripinnum og Game Pass
39.990
ACER ASPIRE 1
14” FHD, Quad Core, 4GB minni, 64GB SSD
39.990
VERÐ ÁÐUR 49.990
FRÁBÆRT TILBOÐ
ZOWIE XL2411P
144Hz leikjaskjárinn fyrir
atvinnuspilarana. 39.99054.990
PS4 SLIM 1TB
Með FIFA19 leik og 2.STK
Dual Shock 4 stýripinnum
SWITCH
Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo
54.990 VERÐ ÁÐUR 49.990
FRÁBÆRT TILBOÐ
VERÐ ÁÐ
UR
59.990
FRÁBÆR
T
TILBOÐ
24” 144Hz FHD
1920x1080, 1ms, Black eQualizer
SENNHEISER HD 4.40
Glæsileg þráðlaus heyrnartól fyrir
þá sem vilja góðan hljómburð 12.990
VERÐ ÁÐ
UR
16.990
FRÁBÆR
T
TILBOÐ
69.990ACER ASPIRE 3Nýja Aspire 3 kynslóðin
frá Acer er þynnri, léttari,
öflugra AC þráðlaust net
og með silkiskorið bak
Ótrúlegt verð aðeins
í örfáa daga!
5
LITIR15” FHD LED
1920x1080 Comfy-View
AMD A6 9220e
2.4GHz Turbo Dual Core
4GB minni
DDR4 2400MHz
256GB SSD
M.2 diskur
14” FHD IPS
Ultra-Narrow skjárammi
Intel N5000
2.7GHz Pentium Quad Core
8GB minni
DDR4 2400MHz
256GB SSD
M.2 diskur
VERÐ ÁÐUR 89.990
FRÁBÆRT TILBOÐ
VERÐ ÁÐUR 119.990
FRÁBÆRT TILBOÐ
99.990ACER SWIFT 1Nýja lúxus línan með enn öflugri 4 kjarna
örgjörva, fislétt og ör-
þunn úr gegnheilu áli
Nýja öflugri lúxus línan
kemur í 5 glitur litum
129.990ACER SPIN 5Fjölhæf lúxusfartölva með IPS fjölsnertiskjá
sem hægt er að snúa
360° og Stylus penna
Ótrúlegt tilboð aðeins
meðan birgir endast!
13” FHD IPS
1920x1080 snertiskjár
Intel i5 8250U
3.4GHz Turbo Quad Core örgjörvi
8GB minni
DDR4 2400 MHz
256GB SSD
M.2 diskur
STYLUS PENNI
SNERTISKJÁR
VERÐ ÁÐUR 159.990
FRÁBÆRTTILBOÐ
17tímar
VERÐ ÁÐUR 49.990
FRÁBÆRT TILBOÐ
24. janúar 2019 • B
irt m
eð fyrirvara um
breytingar, innsláttarvillur og m
yndabrengl
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9
2
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
1
F
-4
E
3
0
2
2
1
F
-4
C
F
4
2
2
1
F
-4
B
B
8
2
2
1
F
-4
A
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K