Stjarnan - 01.03.1929, Side 4

Stjarnan - 01.03.1929, Side 4
36 STJARNAN Trúfrelsisbarátta og ofsóknir Á lieimurinn eftir að fá nýtt aimanak? í mörg ár hafa ýms félög unniS atS þvi aí5 löghelga sunnudaginn í þeirn til- gangi a'Ö koma fólkinu til atS sækja kirkju í staðinn fyrir a8 flækjast út um allar trissur á þeim degi. HiÖ helzta þessara félaga er hiÖ svokallaÖa “Lord’s Day Alliance.” ÞaÖ félag telur ntr meira en 30 miljónir meðlima og stendur presta- stéttin fyrir því. Það hefir í þjónustu sinni marga leynilögregluþjóna, sem all- staðar njósna, til þess að komast að raun um hvort menn—sérstaklega þeir, sem halda annan helgidag—ibrjóti sunnudags- hclgina. Hefir það komiö upp hvað eftir annað að þessir dyggu leyniþjónar þessa víðtæka kúgunarfélags hafa einatt brotið sunnudagalögin sjálfir, til þess að geta veitt aðra að því og komið þeim fyrir kattarnef. Reynir þetta félag stöðug- lega ’með allskonar brögðum að hafa á- hrif á stjórnir þessara tveggja landa í von um að geta komið löggjöf þeirra til að innleiða nógU ströng sunnudagalög, til þess að geta stöðvað alt, sem hreyfist á sunnudögum og að lokum lokað öllum dyrurn, sem nú eru opnar á sunnudög- um, nema kirkjudyrunum. Þessi lög eru svo ósamrýmanleg í eðli sínu, að maður gæti vel haldið, að þeir sem hafa samið þéssi lög hefðu lausa skrúfu ein- hversstaðar. Samkvæmt þessum lögum er það talið glæpur að selja hungruðum manni heilt brauð, en leyfilegt að skera það upp i sneiðar og selja það þannig. Eir þó að einhver búðarmaður seldi tonn af tóbaki ög vagnhlass af eldspýtum, þá e> hann talinn góður sunnudagshaldari. Maður verður brotlegur fyrir að selja pund af hráu kjöti, en enginn maður vcrður skoðaður sem glæpamaður fyrir að selja kjöt, þó að það væri af tiu naut- um, ef það aðeins er soðið. Eyrir að selja eina hráa kartöflu verður maður sekur um lagabrot, en þó að sami mað- urinn seld'i tiu tunnur af soðnum kartöfl- urn, þá er hann skoðaður sem heiðarleg- ur borgari og góður kristinn. Samkvæmt þessurn lögum er leyfilegt að afhenda fólkinu mjólk á sunnudögum, en ekki að selja hana í búð, en það er leyfilegt, já gott og Iblessað, að selja þó það væru mörg tonn af gosdrykkjum. Svona mætti halda áfram að telja upp, en þetta nægir, til að sýna að vizka þessara tutt- ugustu aldar spekinga tekur fram vizku löggjafa Rómverja og Gyðinga. Síðastliðið sumar átti ritstjóri Stjörn- unnar samtal við einn helzta leiðtoga þessa félags og áður en því lauk, varð þessi maður að kannast við, að sam- kvæmt kenningu ritningarinnar væru sjö- unda dags Adventistar réttir i hvíldar- dagshaldi sinu en félag hans reyndi að löghelga sunnudaginn, ekki af því að það hefði neitt guðdómlegt boð því við- vikjandi, heldur af því að svo mikill fjöldi manna vildi það. En nú segir Guð: “Þú skalt ekki fylgja fjöldanum í því að gjöra það, sem ilt er.” 2. Mós. 23 :3. Það er ilt í augum himinsins að yfirgefa boðorð og lög hins lifandi Guðs og í staðinn fylgja fánýtum mannasetn- ingum í þeim tilgangi að geta kúgað þá, sem kjósa að breyta eftir boðorðum Guðs. Aðalritari þessa félags í Bandaríkjun-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.