Stjarnan - 01.03.1929, Page 5

Stjarnan - 01.03.1929, Page 5
STJARNAN 37 um er dr. Bowlby. Eftirfarandi tilvitn- un er tekin úr Philadelphiu dagblaSinu “Public Ledger.” Dr. Bowlby segir þetta viS fréttaritara þessa mikla blaSs: “AÖeins Ivaþólskir, Únítarar, sjöunda dags Adventistar og Gy'Öingar eru fyrir utan hreyfingu vora. Og til þess aÖ vera hreinskilinn viö yður, þá verða einn- ig þeir að lúta þessurn lögum, ef að oss hepnast að leiða þau í gildi. Gyðingur- inn verður að halda “hvíldardag” vorn. í raun og veru er laugardagur hans hvort sem er ekki hvíld'ardagur hans eins og hann ímyndar sér. Hann er skakkur unnudagurinn er hvíldardagur hans eins vel og hann er hvíldardagur vor. Og það mun ekki saka að hann fari í sam- kundu sína, þegar vér förum í kirkjur vorar.” Enginn heilvitamaður getur lesið þess- ar linur án þess að verða var við fyrir- litningaranda fyrir boðorðum Guðs, sannleika Ritningarinnar, og ofsóknar- auda gagnvart náunagnum. Þegar mað- ur talar við þessa menn, neita þeir al- gjörlega að hafa í hyggu að ofsækja samlborgara sína, sem eru á annari skoð- un en þeir sjálfir eru, en reynslan sýnir að þeir gjöra það hvenær seni tækifæri gefst. Sunnudagalögin eru í innsta eðli sinu kúgunar- og ofsóknarlög eins og sagan iber ljósan vott um. Þegar hin fræga ameríska trúfrelsishetja, lögmaö- urinn Charles C. Longacre, talar um af- leiðingar sunnudagalaganna í Tennessee ríkinu, kemst hann þannig að orði: “í Tennessee ríkinu voru 120 sjöunda dags Adventistar teknir fastir, yfirheyrð- ir, fundnir sekir og hneptir í varðhald á tiltölulega stuttum tima fyrir engan ann- an glæp, en að þeir höfðu unnið sex daga í hverri viku að heiðarlegu og löglegu verki og hvílst á sjöunda degi vikunnar, éins og Guð hafði boöið þeim. Þessir menn, sem eru eins góðir borgarar og Tennessee ríkið hefir nokkurn tíma átt, borguðu meira en $2,500 í sekt. 87 þeirra voru hneptir í fangelsi og var þeim haldið þar til samans 1,722 daga eða hér um bil fimm ár,'til að úttaka hegn- ingu fyrir að tilbiðja Guð í samræmi viö sannfæringu eigin samvizku þeirra. Tólf af þessum mönnum voru lagðir í járnfjötra og hlið við hlið glæpamanna urðu þeir að mylja grjót og byggja brýr fyrir ríkið. Einn þeirra hafði ekki gjört annað en að laga vírskýlu á einni hurð á sunnudegi. Einn hafði aðeins tekið upp nógu margar kartöflur úr sínum eigin garði til að hafa í miðdegisverðinn á sunnudegi. Einn maður sólaði skóna sina í sinu eigin húsi á sunnudegi. Ann- ár maður vann á maisakri sínum tvær og hálfa mílu frá alfaravegi bak við skóg. Maður, sem njósnaði steig út úr vagni sínum á leið til kirkju og gjörði tveggja og hálfrar mílu aukaferð, til að komast að raun um, hvort þessi maður væri að vmna í allri kyrþey bak við skóginn, og því næst sór hann í réttinum,, að honum hefði verið ómögulegt að halda huga sínum við ræöu prestsins á þeim degi, at því að nágranni hans var að vinna á sunnudegi. Þessi truflun hugans var nægileg ástæða til að finna manninn sek- ann. Ekkja, sem sá fyrir sjálfri sér og barnahópnum, var fundin sek að því að færa manni aftur léðan vagn á sunnu- degi með hlassi af eldiviö fyrir lánið.” Það eru þess konar lög, sem þetta fé- lag, með aðstoð þingmanna sinna, reyn- ir að leiða í gildi í öllum ríkjum og fylkjum þessara tveggja landa. Því miður hafa margir íslendingar, bæði lærðir og leikmenn, gengið í þetta félag og vinna nú að því að löghelga “hinn vilta sólardag frá öllum heiðnum öldum” fBritish Review), til þess að geta kúgað samlborgara sína, sem eru á annari skoð- un en þeir sjálfir eru. Kaupendur Stjörnunnar geta sjálfir dæmt um það, hvort þess konar menn geti talið sig skil- getna syni þeirra frelsishetja, sem kusu heldur að yfirgefa átthagana fornu og óðalsbæina og fara af landi brott, en áð þola kúgun Haraldar Hárfagra. Er

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.