Stjarnan - 01.03.1929, Side 7
STJARNAN
39
vikunnar, eins og hann nú er haldinn,
komi beinlínis i réttri röS frá hinum upp-
haflega hvíldardegi sköpunarinnar. Vér
getum hvorki í Ritningunni né í mann-
kvnssökunni fundiS neina sönnun fyrir
því aS ruglingur á vikudögunum hafi
nokkurn tíma átt sér stað. Nú getiÖ þér
glögglega séS vandræÖi vor, þegar þér
fariö aS athuga þetta. Fyrsta áriS eítir
a'S almanakinu verSur breytt mun alt
verÖa gott og blessaS. Hvíldardagurinn,
sjöundi dagur vikunnar, niun þá falla í
réttri röð á 7, 14 21 og 28 dag hvers
mánaÖar, en með byrjun annars árs þessa
nýja almanaks verÖur röð hins vikulega
hvíldardags komin á ringulreið; því að
þá mun hvíldardagurinn, sjöundi dagur
vikunnar hins núverandi tímareiknings,
falla á föstudag í hverri viku, vegna þess
að “ársdagurinn” verður tekinn inn i lok
desember mánaöar, en hann verður ekki
skoðaður sem partur af hinu nýja alman-
aki. Næsta ár þar á eftir mundi hvíld-
avdagurinn falla á fimtudag og næsta
þar á eftir á miðvikudag o. s. frv.
Þannig munu þeir, sem halda hinn sjö-
unda dag heilagan verða neyddir til að
hafa sitt eigið almanak og verða á þann
hátt enn frábrugðnari vikudögunum og
verzlunarheiminum er nú er tilfellið, af
því að hvídardagurinn mun falla á mis-
munandi daga vikunnar eftir því sem
fram líða stundir, og aðeins stöku sinn-
um með margra ára milibili mundi hvild-
ardagurinn falla á laugardag.
En hvaö um þá, sem halda sunnudag-
iim ? Ef þeir eru hreinskilnir í yfirlýs-
ingu sinni, að þeir haldi daginn í minn-
irigu um upprisu Krists frá hinni nýju
gröf Jóseps af Arimaþeu, þá munu einn-
ig þeir verða neyddir til að hafa sitt eigið
almanak og halda “fyrsta dag vikunn-
ai” eins óreglulega og þeir, sem halda
sjöunda daginn helgan. Ef þeir á hinn
'boginn gefast upp og taka upp þetta ný-
tizku almanak og halda sinn vikulega
helgidag á 1. 8. 15. og 22. dag mánaðar-
ins á ári hverju—því að þessir mánaðar-
dagar munu verða sunnudagar í nýja al-
manakinu—þá munu þeir kannast við,
ao hinn vikulegi helgidagur sé alls ekki
haldinn í minningu um upprisu Krists,
heldur að hvaða dagur vikunnar sem er
geti verið helgidagur þeirra.
ÞaS hefir þegar verið stungið upp á
því, að þetta nýja almanak gangi í gildi
fyrsta janúar 1933, því að þá fellur
sunnudagurinn á fyrsta janúar. Ef það
verði úr þessu, þá munum vér vafalaust
sjá undraverðar guðfræðislegar útskýr-
ingar af hálfu þeirra, sem verja sunnu-
dagshelgina, til þess að geta sefað sína
eigin og samvizku almúgans og venja
hann við þetta nýja almanak.
Vér vitum enn ekki með vissu hvort
Bandaríkin munu samþykkja þetta, en
sextán þjóðir í Norðurálfunni vilja fá
þetta. Þjóöabandið gjörir alt, sem í valdi
þess stendur, til að koma þessari breyt-
ingu á, og þótt ótrúlegt sé, þá er páfa-
valdið algjörlega með því, og helztu
verzlunar og peningakóngar Bandaríkj-
anna mæla með því. Svo ef bandaríska
þingið samþykkir þetta, þá gengur allur
heimur inn í þennan nýja tímareikning
eftir fjögur ár.
Innan skamms mun Guð reyna trú-
mensku hvers einasta einstaklings út af
fyrir sig meðal allra þjóða. Allir íbúar
jarðarinnar munu að lokum standa milli
tveggja elda. Hver einasti maður verður
að ákveða hvort hann vilji hlýða þessari
fölsku helgidagsskipun og þessum ný-
tízku dagveljurum, eða lögum og hvíldar-
degi hans, sem hefir skapað himin, jörð
og haf og alt, sem í þeim er. í Opin-
berunarbókinni talar Guð til síns fólks
um þessa allsherjar reynslustund með
svofeldum orðum:
“Af því að þú hefir varðveitt orðið
mitt um þolinmæðina, mun eg varðveita
þíg frá reynslustundinni, sem koma mun
yfir alla heimsbygSina, til að reyna þá,
sem á jörðinni búa.” Opinb. 3:10.
Kæri vinur, láttu það ekki dragast að
leita hælis undir vængi hans, sem hefir
alt vald á himni og jörðu. Tíminn er
orðinn naumur.