Stjarnan - 01.03.1929, Qupperneq 10
42
STJARNAN
undan þessu fargi, úr þessutn þrældómi,
sem eg nú var í, þegar England hvarf
bak við sjóndeildarhringinn.
Áform skipstjórans var .að ná í breska
herskipaflotann í Lyon flóanum í Mið-
jarðarhafinu, og á leiðinni þagað komum
við við í Cadiz á Spáni. Hér voru hinir
frakknesku herfíokkar undir stjórn
Napóleons að skjóta á borgina og bresku
og spönsku herskipin á höfninni. Þessi
spönsku herskip tilheyrðu þeim hluta
herskipaflotans, sem undir Nelson lávarði
komst heill á húfi úr orustunni hjá Tra-
falgar. Englendingarnir gjörðu út þessi
skip a'S nýju og vopnuðu þau. Að því
búnu voru þau: send til Port Mahon í
Miðjarðar-hafinu. Alveg fyrirvaralaust
var eg ásamt fimtíu öðrum dátum settur
til að setja reiðann á einu þeirra, sem
“Apollo” hét, og manna það. Eáum dög-
um eftir að við höfðum siglt inn um
Njörfasundið þGibraltar) skall á hræði-
legt veður á austan þÞess konar veður
eru tíS í Miðjarðar-hafinu) og velktist
skipið svo, að það var einungis með því
að dæla stöðuglega, að við gátum hald-
ið því á floti. Að lokum komum við
inn til Giibraltar aftur, til þess að gjöra
við skipiS.
HÖpur af spönskum sjóliðsforingjum
ásamt fjölskyldum þeirra var enn á skip-
inu. Það var undarlegt að sjá þessar
manneskjur í ofviðrinu, hvernig þær
keptust um að halda sér hjá dýrðlinga-
myndum sínum og höfðu fult af logandi
Ijósum kring urn þær, eins og þær gætu
bjargað skipinu, þegar ekkert annað en
dælurar gátu haldið því ofansjávar.
Eftir að hafa fengiS viðgerð í Gibralt-
ar, létum við í haf einu sinni enn og
komum heilir á húfi til Mahon, sem er
eyja. Hér leitaði eg aftur, í félagi með
tveimur öðrum, frelsisins. Við fengum
mnborinn mann til að taka okkur á
markaðs'bát sínum inn í eyjuna. Þeg-
ar vér í tvo daga höfðum árangurslaust
reynt að komast í burtu úr eyjunni á
bát eða á einhvern annan hátt komast
undan þeim, sem voru að elta stroku-
mennina, álitum viS það ráðlegast að
voga okkur út á skipið aftur. Hin frjálsa
endurkoma okkar var að lokum viður-
kend sem merki þess, að við hefðum ekki
haft i hyggju að strjúka úr þjónustu
hans hátignar konungsins, og á þann hátt
komumst við hjá því að verða barðir
opinberlega.
Þessi skipshöfn var nú tekin aftur til
Gibraltar, til þess að vér kæmumst aft-
ur á okkar eigið skip "Rodney,” sem
emmitt var komið þangað ásamt spönsku
herskipi, er ætlaði til Mahon líka. í
samfylgd með þessu skipi sigldum við-
áttatíu mílur til Malaga, þar sem vér sá-
um hina ensku og spönsku herflokka í
bardaga með hinum frönsku skamt frá
sjávarströndinni. Við lögðum skipinu
langsetis að höfninni og hleyptum skot-
um úr öllum falllbyssunum á annari hlið-
inni. Þegar skipuninni um að fella öll
seglin enginn gaumur var gefinn vegna
kúlnahriðarinnar frá hinum frösku víg-
girðingum, voru allir hásetarnir sendir
upp í reiðann, þar sem þeir urðu að vera
blífarlausir fyrir kúlunum, þangað til að
þeir höfðu tekið öll seglin saman.
Plefðu Frakkarnir verið hæfnir myndu
þeir hafa getað skotið margan manninn
meðan á þessu stóð, en til allrar ham-
ingju var enginn maður skotinn fyr en
allir komust ofan á þilfarið aftur. Þrjá-
tíu og tveggja punda kúlurnar okkar
gjörðu um tíma mikið skarð í fylking-
um óvinanna. En eftir dálátinn tíma
komu þeir bresku fylkingunum inn á
milli okkar og þeirra og urðum við þá
að láta skothríðina réna. í þessu hræði-
lega áhlaupi ráku Erakkarnir bresku
fylkingarnar á undan sér og þegar marg-
ir af hermönnunum sáu bátana okkar
skamt frá landi, hentu þeir sér í sjóinn
og voru annaðhvort skotnir af Erökkun-
um eða druknuðu, að undanteknum
þeim fáu, sem bátar ókkar komu með út
á skipið. Þessi orusta hófst klukkan tvö
eftir hádegi og endaði við sólsetur. Þeg-
ai við höfðum grafið hina föllnu og
þvegið blóðið af þilfarinu, sigldutn við