Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 2
34 STJARNAN SPURNINGA-KASSINN Kceri vinux, séra Davíð Guöbrands- son!—Mér kemur í hug aö spyrja þig hvort spádómar Biblíunnar ekki núnnast á eða gera ráð fyrir hinni svo kölluðu “Kommmiista” (bolsa) hreyfmgu, sem nú er all sterk orðin um mikinn part jarðarinnarf Bf Riússér ráða sjötta parti alls þurlendis og hafa nú allareiðu ríkt 13—14 ár með hinni einkennileg- ustu og sérstökustu stjórnaraðferð, sem lieimurinn hefir nokkru sinni séð, þá finnst mér það vera svo stór viðburður, að ég trúi því varla, að spádómar Biblí- unnar láti þess alls ekki getið, þótt menn hafi máske enn ekki komið auga á eða sést yfir það. Hvað heldur þú um það, vinurt Stjarnan hefir áður bent á Rússland í spádómum Ritningarinnar, en af því hún á ári hverju fær nýja kaupendur, sem ekki hafa lesið spurninga-kassann frá upphafi, skulum vér einu sinni enn benda mönnum á þann spádóm, sem fjallar skýrum orö- um um hrun keisaraveldisins á Rússlandi og framkomu þess valds, sem myndi hafa í hyggju aS útrýma Kristindómnum af jörSinni. Finnum vér þann spádóm í Esek. 28. kap. og hljóÖar þannig: “Og orö Drottins kom til mín svo hljóS- andi: Manns-son, snú þér gegn Góg og Magóg-landi, höfSingja yfir Rós, Mesek og Túbal, spá gegn honum og seg: Svo segir Herrann Drottinn: Eg s’kal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal, og ég skal setja króka i kjálka þína og leiða þig út, ásamt öllu herliði ])ínu, hestum og riddurum, öllum meö al- væpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum.” Esek. 38: 1-4. “Rós, Mesek og Túbal, eru hin fornu nöfn yfir Rúss ýeiginlega Rússland), M'oskva, sem um margar aldir hefir ver- ið höfuðborg Rússa, og Tóibolsk, sem er gríðarstórt fylki í vesturhluta Síberíu, þar sem Keisarinn var skotinn til bana. Drott- inn lagði króka í kjálka Rússakeisarans og leiddi hann út úr höllinni til að skjót- ast, meðan allur rússneski herinn var að 'berjast, einmitt eins og Drottinn fyrir- sagði fyrir munn Esekíels spámanns fyrir 2500 árum. Eftir hrun keisaraveldisins kemur ný stjórn til sögunnar og um áform hennar segir Drottinn: “Á þeim degi munu illar hugsanir koma upp í hjarta þínu og þú munt hafa illar fyrirætlanir með hönd- um.” 10. vers. Hvaða “illar hugsanir” og “illar fyrirætlanir” voru það, sem komu upp í hjarta soviet stjórnarinnar ? Frá því fyrsta lýsti hún því yfir að hún væri andstæð öllum kirkjudómi og krist- indómi. Myrti hún þess vegna grísk- kaþólsku prestana þúsundum saman, en var vægari gagnvart þeim mótmælend- um, sem ekki skiftu sér af stjórnmálum landsins, en rómversk-kaþólskir, lúterskir og hjálpræðishersmenn, sem birtu póli- tískar ritgerðir í tímarit sín, voru reknir á brott. Baptistar og Adventistar héldu samt sem áður áfram aö starfa ogtvöföld- uðu Adventistar meðlimatölu sína á Rúss- landi á ófriðarárunum. Um tíma leyfði soviet stjórnin mönnurn einnig að prenta Bibliuna á máli þjóðarinnar, en á sama tíma reyndi hún við hvert tækifæri að gera kristindóminn at athlægi. Sjöunda janúar 1923, jóladag Rússa, gjörðu íbúar Moskva “áhlaup á himin- inn.” Eöng skrúðganga af bílum og vögnum fór í gegnum borgina og hélt fólkið í þeim á rauðum stjörnum, skripa- myndum af Betlehems stjörnunni. Það hélt þeim hátt á lofti. Stór trédrumbur sem var uppdubbaður eins og gamallljót- ur karl. táknaði Guð. Aðrir draugar bún- ir til úr pappir og strái, táknuðu Guð, Jesúrn, Búdda og Múhamed. Voru þeir umkringdir af stúdentum, sem voru ýFramh. á ibls. 45)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.