Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 16
Fyrirverður þú þig fyrir Krist? JESGtS fór til Jerásalem eftir a8 hafa framkvæmt fyrsta kraftaverkiS i brúS- kaupinu í Kana. Þegar hann gengur inn í musteriS og þar virðir fyrir sér hina hávaSasömu kaupmenn, sem meS því aS múta prestunum, höfSu gert must- eriS aS sölutorgi, upptendrast heilagt vandlæti í hjarta hans fyrir húsi FöSursins og hann rekur þá alla þaöan. PáskahátíSin fer í hönd og Jesús kennir í musterinu og gerir þar mörg kraftaverk, sem vekja undrun hjá öllum lýS. MeSal þeirra, sem í allri kyrþey vöktuSu allar hreyfingar hans og hlustuSu á hinn lífgandi boSskáp Meistarans, var tiginn og auSugur mentamaSur. Hann var í sál sinni sannfærSur um aö Jesús var sonur GuSs, kominn frá FöSurnum. Hann sá og skildi aS þaS myndi vera menskum manni ofvaxiS aS fremja þau verk, sem Jesús gerÖi, og Nikódemus, svo hét maÖurinn, þráÖi innilega að komast í samfélag viÖ Krist, en hann vissi, aÖ ef þaS skyldi spyrjast, myndi hann verSa samkundurækur, missa stöSu sína sem kennari viS prestaskólann og rekinn úr öldungaráSi GySing- anna. Þegar hann hugsaSi til þess bilaSi kjarkurinn og hann þorSi ekki aÖ leita Frelsarans opinberlega. Hann kaus heldur aS fara á fund Jesú aS nóttu til, því aö embættiS, metorSagirni og félagsskapurinn stóS á milli hans og Krists— hann fyrirvarS sig fyrir Frelsarann þá, þótt hann seinna meir sæi aS sér. Margir á þessum tíma haga sér eins og Nikódemus. í hjörtum sínum hafa þeir löngun til aS öSlast trú Jesú og varSveita boS GuSs, en þegar þeir hugsa til þess hvaS heimurinn muni segja, þá fyrirverSa þeir sig fyrir Jesúrn. Hver er sá hemur, sem menn eru hræddrir viS? Er þaS ekki viS ættingja, kunningja, nágranna, kaupmanninn, skraddarann, mjólkurmanninn, járnsmiSinn og aSra, sem þeir hafa mök og viSskifti viS? Og vegna þess aS þessir óendurfæddu aumingjar, sem enga kristilega reynslu hafa haft, brosa aS þeim, sem ganga Kristi á hönd, selja þeir hiS dýrmæta samfélag viS Krist fyrir vináttu heimsins. Þeir hafa oft heyrt hina mildu rödd hans óma inn í sálir sínar: “KomiS til mín!” "FylgiS mér!” og fundiÖ i hjörtum sínum hvaS hann elskar þá mikiÖ, en vegna þess aS sá félagsskapur, sem þeir svo lengi hafa tilheyrt, snýr baki viS Frelsar- anum og boSorSum hans, þá hafa þeir ekki kjark og manndáS í sér til aÖ fylgja honum eftir. Þeir gleyma því, aS ef einhver elskar eitthvaS annaS meir en hann, þá er sá ekki hans verSur. Á einu heimili hefir konan komiS auga á veg lífsins, eti mannsins vegna þorir hún ekki aS ganga hann. Á öSru heimili er þaS maÖurinn, sem sér sanleikans boSskap, sem GuS nú sendir heiminum til aS prófa mennina, hvort þeir vilji sýna hlýSni viS boÖorÖ hans eSa ekki, en konan hatar Krist og hennar vegna fyrrverSur maSurinn sig fyrir aS játa trú á Jesú og hlýSa boSum hans. Margir unglings piltar og stúlkur myndu gjarnan vilja ganga götu lífsins, en vegna þess aS félagsbræSur þeirra og systur ganga breiSa veginn, þá hafa þau ekki þrek til aS snúa af honum og flýja í faSm hins elskuríka Frelsara. Þessi syndumspilti heimur hefir öflugt tangarhald á mönn- um, og ekki heldur þarf á neinum viljastyrk aS halda til aS fylgja honum, en þegar öllu er á botnin hvolft, þá getur hann ekki aS lokum annaÖ en aS veita mönnum sex fet af mold. Vinur minn, Jesús getur veitt þér eilíft líf i dýrSar- ríki, sem aldrei skal á grunn ganga. “KjósiÖ þá i dag, hverjum þér viljiS þjóna.” Jósúa 24:15. “Hver sem því kannast viS mig fyrir mönnunum, viS hann mun ég einnig kannast fyrir FöSur mínum á himnum. En hver sem afneitar mér fyrir mönn- unum, honum mun ég og afneita fyrir FöSur mínum á himnum.” Matt. 10:32, 33. D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.