Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN 47 FRÉTTIR Þeir, sem rækta aldin, geta aftrað trjám sínum í fleiri vikur frá þvi að koma með fullþroskuð aldin með þvi að láta stóra ísmola kringum rætur trjánna. Þetta er oft gert þegar markaðurinn er offyltur af aldinum og hætt við aö þau falli í verði. Kvenfólk sem breytir skoðun sinni eftir að hafa pantað vörur, kostar stór- búðirnar fimmtíu miljón dollara yfir árið. "The Retail Drygoods Associa- tion gefur þessa skjýrslu. Hin forna höll í Racconigi sem reist var sem öruggt vígi árið 1004 e. Kr. var giftingargjöf Victors Emmanuels kon- ungs á Italíu, þegar sonur hans fyrir nokkru tók prinsessu Márie Jbse frá Belgíu fyrir konu. í Wiesbaden á Þýzkalandi eru þeir nú algerlega jhættir að nota strætisvagna. Þeir vilja heldur fólksflutningsbílana. Er það ódýrara að ferðast á þeim og félögin græða betur á að hafa þá á ferð- inni. Það er þess vegna hagur, bæði fólksins og félaganna að losna við stræt- isvagna skröltið. 1 Bandaríkjunum fá kaþólskir klukk- utíma á hverjum sunnudegi til að pré- dika fyrir fólkið gegnum víðvarpið. The National Broadcasting Company gaf þeim þessi forréttindi og hafa þeir nú ákveðið að eyða $75,000 á þessu ári fyrir “prógröm.” Á Prússlandi hafa þeir nú leitt lög í gildi, sem ibanna að hýða stúlkur í skól- unum, og pilta í fyrsta og öðrum bekk. Þegar ritstjóri Stjörnunnar var í barna- skóla var það siður að hýða i augsýn allra nemenda og kennara skólans alla þá pilta og stúlkur, sem af ásettu ráði höfðu STJARNÁN kemur út mánatSarlega. útgeíendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar {1.60 um áritS I Canada, Bandarlkj- unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og rátSsmaSur : DAVIÐ GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 30 6 Sherbrooke St., Winnioeg. Man. Phone: 31 708 sýnt óhlýðni við reglur og skólans og leitt aðra til þess. Þetta var álitið mjög svo heilnæmt í þá daga, og urðu þau börn löghlýðnir og nytsamir borgarar, en nú er tíðarandinn og hugsunarhátturinn gjörbreyttur frá því sem var og vér höf- um lögleysis og glæpa öld. Þýzkaland prentar fleiri bækur en nokkurt annað land í heimi. Á hverj- um tuttugu mínútum, dag og nótt, alt árið í kring, kemur þar bók af press- unni. --------- Margar þúsundir Menonítar eru nú að reyna að flýja úr Rússlandi til Þýzka- lands og Norðurlanda. Þeir hafa upp á síðkastið orðið fyrir miklum ofsóknum og eru nú að reyna að komast til Cana- da, til þess að geta lifað í friði. Nú getum við útvegað þeim, sem hafa gert fyrirspurn, alla árganga af Stjörn- unni innhefta frá þvi að hún fyrst hóf göngu sína með sanngjörnu verði. All- ir lysthafendur, hvort sem þeir hafa skrifað oss þessu viðvíkjandi eða ekki, eru vinsamlega beðnir um að skrifa rit- stjóranum. Ef einhver skyldi hafa nokkra innhefta árganga, en vilja fá hina, þá getum vér útvegaö honum þá. Fyrir fólk, sem vill fræðast um eilífð- armálin, lesa fræðandi greinar og sögur, þá eru þessir innheftir árgangar í mjög sterkri kápu einmitt bækurnar.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.