Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.03.1930, Blaðsíða 10
42 STJARNAN lögðum við af stað heimleiÖis til Alex- andriu, D. C. í þessari ferÖ fór ég a'ð verÖa alvar- lega áhyggjufullur út af því, að ég hefÖi gert skakt í því a'Ö njóta áfengis síÖ- asta áriÖ, og þó hafði ég áður, vegna þess að ég hafði verið vottur að hin- um hræðilegu afleiðingum drykkjuskap- arins, verið bindindismaður. Vel hafði ég reynt að verja mig fyrir drykkju- skapnum með því að taka í staupið að- eins einu sinni á dag, en ég fann, að löngunin í þetta eina staup, þegar mið- dagsverðurinn kom þþað var nefnilega þá að ég tók þaðj, var meiri en löngun- in í miðdagsmatinn. Yfir þessu fór ég að verða mjög svo órólegur og ákvað endilega, eftir að hafa yfirvegað þctta um tíma, aldrei framar að taka brenni- vínsstaup á æfi minni. Nú eru liðin fjörutíu ár síðan ég gerði þessa ákvcrð- un og hefi ég aldrei brugðið heiti mínu, aðeins notað það sem meðal. Þetta at- vik veitti mér nýtt viljaþrek og ég var orðinn frjáls maður aftur. Við höfðum skemtilega ferð frá Ba-- hía til Alexandríu og komum við þang- að í nóvember mánuði árið 1821. Hér meðtók ég bréf frá konu minni, sem sagði að einkasonur okkar væri dáinn. Hr. Gardner, eigandi skipsins, var mjög svo ánægður með ferð rnína, að hann keýpti nýtt hraðskreitt briggskip, fermdi það og fékk mér það í hendur, til þess að ég gerði ferð í Suðurhafið á því, meðan verið var að gera við “Tal- bot.” Meðan verið var að búa skipið út í þessa ferð, tók ég ferð með póstvagn- inum til Masachusetts til að heimsækja fjölskyldu mína. Það tók okkur fjóra daga að gera þesa ferð. Eftir nokkra vikna dvöl varð ég að snúa aftur til Baltimore. Eg var þá skipstjóri á briggskipinu “Chatsworth” með blend- ingsfarm, sem ég hafði frjálsar hendur til að verzla með eins lengi og ég sá mér hag í því fyrir eigandann. Viö tókurn einnig skotvopn og skotfæri með, ef við skyldum reka okkur á sjóræn- ingja, eða ef skipverjar gerðu uppreisn. Bróðir minn, F., var enn fýrsti stýri- maður með mér. Við létum í haf frá Baltimore 22. janúar 1822 og héldum suður á bóginn. Eftir nokkrar vikur sigldum við fram hjá Cape Verde eyj- unum og héldum þaðan suður í höfin. f marz mánuði komum við til Rio de Janeiro. Þar eð við fundum þar eng- an markað fyrir vörur okkar, sigldum við til Ea Plata fljótsins og vörpuðum akkeri í Montevideo. Þar fundum við út að góður markaður myndi vera fyrir vörur okkar í Buenos Aires, svo við héldurn áfram þangað. Og þar seldum allan farminn með góðu verði. Kringum þrjátíu mílur fyrir neöan Buenos Aires er höfn, sem kölluð er Ensenado. Þangað tók ég skipið, til að búa það út í vetrarferð kringum Cape Horn. Framhald.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.