Stjarnan - 01.11.1931, Side 4
1<34
STJARNA N
þá myndir þú aldrei komast héÖan lif-
andi, annars hefðum við drepið þig með
þessari kylfu og soðið þig þarna í pott-
inum. Þú átt Guðs orði líf þitt að
þakka.”
Kyrir trúna á orðið hafa menn öðlast
kraft til að lifa nýju lífi. Drykkjumenn
hafa orðið heiðarlegir borgarar, góðir
feður, ástúðlegir eiginmenn, í stað þess
þeir áður voru niðurdrep mannfélagsins,
og samvizkulausir gagnvart ástvinum
sínum. Allskonar glæpamenn hafa sigr-
að ástríður og freistingar fyrir kraft
hins lifandi, ævarandi orðs. Jesús segir
oss sjálfur hvernig vér getum prófað
kenningar Biblíunnar. “Ef sá er nokk-
ur, sem vill gera Hans vilja, hann mun
komast að raun hvort lærdómurinn er af
Guði eða eg tala af sjálfum mér.’’ Jóh.
7:17.
2. Vitnisburður Krists.
Vantrúarmenn hafa gert margar til-
raunir til að véfengja Móse bækurnar og
ýmsa aðra kafla Heilagrar Ritningar. En
hann, sem gerði þau verk, er enginn ann-
ar maður gat gert, og talaði eins og eng-
inn annar maður hefir talað, hann viður-
kennir gildi Ritningarinnar.
Jesús sagði við Gyðingana: “Ef þér
tryðuð Móse, þá tryðuð þér og mér, því
að hann hefir ritað um mig. E-n ef þér
trúið ekki ritum hans, hvernig gætuð þér
þá trúað mínum orðum?” Jóh. 5: 46-47.
Hér gerir Jesús sömu kröfu til þess að
þeir trúi ritum Móse, eins og hans e.igin
kenningu.
Daginn sem Jesús reis upp slóst hann
í för með tveimur af lærisveinum sínum,
sem voru á ferð til Emrnaus og gaf sig á
tal við þá. Eftir að þeir höfðu sagt hön-
um frá sorg sinni og vonbrigðum, svar-
aði hann: “Ó þér heimskir og tregir í
hjarta til að trúa öllu því, sem spámenn-
irnir hafa talað. Átti ekki Kristur að
líða þetta og ganga inn í dýrð sína? Og
hann byrjaði á Móse og á öllum spá-
mönnunum, og útlagði fyrir þeim í Ritn-
ingunni alt það er hljóðaði um hann.
Lúk. 24:27.
Seinna sama kveldið kom Jesús og stóð
mitt á meðal lærisveina sinna þar sem
þeir voru samansafnaðir í Jerúsalem. Eft-
ir að hann hafði sýnt þeirn hendur sínar og
síðu til að sannfæra þá um að það væri
hann sjálfur, þá sagði hann við þá:
“Þetta eru þau orð mín, er eg talaði við
yður meðan eg var. enn með yður, að
rætast ætti alt það, sem ritað er í lög-
máli Móse, spámönnunum og sálmun-
um um mig.” Síðan lauk hann upp hug-
skoti þeirra svo þeir skildu ritningarn-
ar.” Lúk. 24:44-45.
Þegar Jesús var að kenna lærisvein-
um sínum hvernig þeir ættu að haga sér
þegar þrengingar tímans bæri að hönd-
um, þá segir hann: “Minnist konu Lots,”
(Lúk. 17:32). “Hún var ekki nákvæm
í að hlýða skipun Drottins, og þess vegna
fram setur Jesús dæmi hennar sem aðvör-
un móti því að sýna kæruleysi eða lítils-
virðingu gagnvart skipun hans. Jesús kann
ast þá við þessa frásögu sem svo marg-
ir sjálfbyrgingar heimsins gera gys að.
Þegar Farisearnir heimtuðu að Jesús
sýndi þeim tákn frá himni, þá svaraði
hann: “Vond og hórsöm kynslóð heimt-
ar tákn, en henni skal ekki verða gefið.
annað tákn, en tákn Jónasar spámanns,
því eins og Jónas var í kviði stórfisksins
í þrjá daga og þrjár nætur, þannig mun
manns sonurinn verða þrjá daga og þrjár
nætur í skauti jarðarinnar. Matt. 12 140.
Jesús segir ennfremur í Jóh. 10:35:
“Ritningin getur ekki raskast.” Og í
Matt. 24:35: “Himin og jörð munu líða
undir lok, en orð mín munu aíls ekki
undir lok líða.”
Vér, sem trúum á Jesúm sem Guðs
son og frelsara mannkynsins, vér tökum
orð hans, sem hið fullgilda og óhrekjandi
vitni, fyrir oss er það hæsta úrskurðar-
valdið í hverju máli sem er.
Jafnvel þeir, sem aðeins kannast við
Jesúm sem mann, hinn bezta, fullkomn-
asta og vitrasta mann, sem uppi hefir
verið, þeir verða einnig að kannast við
gildi orða hans ef þeir vilja vera sjálfum
sér samkvæmir. (Framh. í næsta blaði)