Stjarnan - 01.11.1931, Side 8
STJARNAN
5. KAPÍTULI (Framhald)
ÞriÖja daginn sem vér vorum í Tomsk
vorum vér fluttir í klefa, þar sem aðeins
stríÖsfangar voru inni. Þetta var mikill
léttir, því vér höfÖum svo mánuðum
skifti orðiÖ aÖ vera meðal verstu óbóta-
manna. Eftir þetta sáum vér þá aklrei
nema þegar vér vorum teknir út í garð-
inn.
Sjón sú, er fyrir oss bar, er vér geng-
um fram hjá einum klefa, verður mér
minnisstæð. Þar voru nokkrir stríðs-
fangar aðkomnir dauða af hungri og ó-
þrifum.
Vér höfðum aðeins verið eina viku í
Tomsk, þegar fangavörðurinn opnaði
dyrnar og las upp nöfn þeirra, sem flutt-
ir yrðu áfram daginn eftir. Nöfn vor
voru á þessum lista. Eg hef engin orð
til að lýsa gleði vorri yfir því, að yfirgefa
þetta fangahús, hið síðasta á leið vorri
í útlegðar staðinn. Vér vissum að kuld-
inn yrði voðalegur 500 mílum norðar,
þangað sem ferðinni var heitið, og að
flutningur á smá sleðum myndi valda
þjáningum og allskonar óþægindum, en
það dró ekki úr fögnuði vorum yfir því
að vera lausir við fangelsis vistina.
Eitt var það sem vér höfðum beðið
um. Það var, að oss yrði ekki sundrað.
Það var alveg einstakt að vér höfðum
verið saman svo lengi, því oft kom það
fyrir að meðlimir sömu fjölskyldu voru
sendir sinn í hvora áttina.
Þegar vér höfðum guðsþjónustu sein-
asta kveldið í fangelsinu, þá grétu ýmsir
meðal fanganna yfir því að þeir myndu
ekki hafa fleiri slíþ tækifæri.
Vér urðum varir við mikla breytingu
er vér komum út úr fangelsinu. Her-
mennirnir höfðu ekki brugðin sverð í
höndum sér, heldur höfðu þau í skeiðum,
og aðeins tveir gæzlumenn áttu að flytja
25 fanga. Það var ekki mikil hætta á þvi,
að fangar myndu strjúka og komast und-
an í þessu snjóbelti.
6. KAPÍTULI
Hálfgjört frjálsrœði
Vér höfðum nú verið ófrjálsir svo
lengi og varla haft leyfi til að hreyfa
oss án þess að skipun væri gefin, svo
vér vissum varla hvað vér áttum við oss
að gera, hálf frjálsir eins og vér nú vor-
unf, því þetta var frjálsræði í sarnan-
burði við fangelsisvistirnar. Mér virt-
ist það nærri því sigurför er vér gengum
gegnum borgina.
Vér vorum teknir til fangaflutnings-
stöðvanna. Þar áttum vér að bíða þar
til vér færum af stað. Að vísu voru
járngrindur fyrir gluggum og dyrum, en
það var samt sem áður ólíkt fangelsi.
Á vegginn var ritað m-eð blýanti: “Þér
verða gefnar 19 rúblur til að kaupa vetrar
föt, og hér um bil 8 rúblur á mánuði
fyrir fæði. Undir þetta var ritað nafn
fanga eins, er hafði verið með oss í síð-
asta fangelsinu, en hafði farið þaðan
degi fyr en vér. Áður en hann fór beidd-
um vér hann aö senda oss orð, á einhvern
hátt, við fyrsta tækifæri, og láta okkur
vita hvernig honum liði, og á þenna hátt
hafði hann uppfylt ósk vora.
Vér vorum leiddir, einn í senn, inn á
skrifstofu dandsíyórans í Narym, sem
var í næstu byggingu. Þar var skýrt frá
hver útlegðar staðurinn var, þar sem
vér áttum að dvelja, og þeim, sem mest
þörfnuðust þess, voru gefnar 19 rúblur
til að kaupa föt. Gamall skrifstofu
þjónn sagði að eg ætti ekki að fá neina
peninga, og lét hann mikið yfir því hve
ákafleg útgjöld stjórnin hefði í sambandi
t
*