Stjarnan - 01.11.1931, Side 15
STJARNAN
175
I
*
>
fyrir sér í þjáningum hans og dauÖa á
krossinum, hvílíkt furðuverk myndi þaS
ekki gera. Hugarfar mannsins yrði gjör-
breytt viö þá sjón. Hatur og reiði myndi
hverfa, en í staÖ þess koma kærleiki og
meðaumkvun. Vantraust myndi breyt-
ast í traust og vináttu. Lögleysi og rang-
læti myndi hverfa, en auðmýkt og réttlæti
koma í staðinn. Félagslífið myndi gjör-
breytast.
Vér þurfum Krist. Hann er eina með-
alið við sjúkdómi syndarinnar. Guð
gefi oss vizku til að velja hinn rétta veg,
hugrekki til að líta á sjálfa oss eins og
vér erum, eins og Guð sér oss—sem glat-
aða syndara, fjarlæga Guði, og vilja til
að snúa oss til Drottins og þiggja hjá
honum fyrirgefningu, frið og frelsun.
—E. S.
Smávegis
Blindir menn sjá það ekki
Að lokinni samkomu sem haldinn var
undir beru lofti nálægt Glasgow fyrir
nokkru síðan, gekk einn áheyrendanna
upp að ræðupallinum rétt um leið og
ræðumaðurinn ætlaði að enda samkom-
una með blessunarorðum yfir þeim sem
viðstaddir voru. Hann baS um leyfi til
að tala nokkur orð, og er það var fengið
hóf hann iriál sitt á þessa leið: “Vinir
mínir, eg vona að þér trúið engu af því,
sem talað var. Eg trúi ekki einu ein-
asta orði af þvi. Eg trúi ekki á neinn
dóm, heldur ekki á himnaríki eða hel-
víti. Eg trúi hvorki á Guð né djöfulinn,
eg hef hvorugan séð.” Svona lét hann
dæluna ganga, en enginn þeirra, sem við-
staddir voru, studdi mál hans.
Þegar hann hætti stóð annar maður
upp og bað um leyfi.til að segja orð.
SiSan sagði hann: “Vinir minir, þér segið
mér að fljót renni skamt héðan, fljótið
Clyde. Eg trúi því ekki. Það er ekki
STdARNAN
kemur út mánatSarlega
Útgefendur: The Western Canadian
Union Conference S.D.A. Stjarnan kost-
ar $1.50 um áriS í Canada, Bandaríkj-
unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram).
Ritstjóri og ráðsmaður:
DAVÍÐ GUÐBRANDSSON.
Skrifstofa:
306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man.
Phone: 31 708
satt. Þér segið mér að fagrir runnar,
tignarleg tré og grænir grasfletir séu hér
umhverfis. Eg trúi ekki þessu. Þér
segið að sólin skíni á himninum, og að
fjöldi fólks sé hér saman komin. Þetta
er ekki satt.
“Flestir ykkar halda að líkindum að
eg sé ekki með réttu ráði að tala þannig.
En, vinir minir, eg er fæddur blindur.
Eg hef aldrei séð heiðbláan himininn,
háu trén, græna grasið eða fljótið Clyde.
Eg get ekki séð neinn ykkar. Þegar eg
neita tilveru alls þess er eg hefi nefnt,
þá sýni eg einungis að eg er blindur. Og
þú,” sagði hann og benti í áttina þaðan
sem hann heyrði orð fríhyggjumannsins,
“því lengur sem þú talar, því betur geta
menn séð fávizku þína og þekkingar-
leysi. Þú ert andlega blindur og getur
ekki séð.”
Þessi orð höfðu áhrif. Fólksfjöldinn
lét í ljósi velþóknun sína með lófaklappi.
Þegar ungum manni var sagt að hann
myndi svelta i hel, því hann fengi ekkert
að vinna ef hann héldi heilagan hvíldar-
dag Drottins, það er sjöunda daginn, þá
svaraði hann:
“Hvað gerir það til? Eg vil heldur
deyja í hlýðni við Guð og honum vel-
þóknanlegur, heldur en að lifa í óhlýðni
við hann.”