Stjarnan - 01.11.1931, Side 5
STJARNA N
i
165
Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir
Spádómarnir ráða gátuna
“Guð hefir kosiÖ nýja aðferÖ til að
sanna orð sín, aðferÖ, sem ekki verÖur
mótmælt, sem ekki er hægt að falsa, aÖ-
ferS, sem ekki hefir sinn jafningja í
sögu heimsins. Gildi þessara sannana
eykst ár frá ári, og styrkist með hverj-
um deginum, sem líður.”
Ræðumaður þagði augnablik og leit yf-
ir mannfjöldann. Enginn notaði tæki-
færið til að að gjöra athugasemd, svo
hann hélt áfram:
“Þessi einkennilega aðferð til sönn-
unar Guðs orði, framleiðir rústir fallinna
borga og ríkja, eyðilegging þjóða og
mentaskeiða, til að vitna um sannleika
orða hans.
“Hin frægu riki og borgir fornaldar-
innar, svo sem Egyptaland, Sýrland, Fön-
ika, Arabía, Týrus, Sídon, Idúmea, Pal-
estína, Babýlon, Assýría Ninive, Júdea,
Róm, og fleiri, eru vitni, sem ekki gleyma,
ekki mótmæla sjálfum sér, og þótt lögð
í eyði fyrir mörgum öldum, þá bera þau
nú skýran vitnisburð. Þessi vitni verða
ekki flækt með spurningum, þegar þau
eru kölluð fyrir réttinn. Þau elstu hafa
borið vitnisburð sinn í 3300 ár, hin yngstu
í nærri 2000 ár. Þau standa sem vitni
fyrir réttinum enn í dag, og bera vitnis-
burð sinn skýrari og ákveðnari en nokkru
sinni fyr. Tímalengdin hefir ekki dreg-
ið úr, heldur fullkomnað vitnisburð
þeirra. Því nákvæmari, sem rannsóknin
er, þvi skýrari er sönnunin. Engin mót-
sögn hefir ennþá verið framborin.”
Hr. Einarson stóð upp. Allir biðu
þess með eftirvæntingú hvað hann hefði
að segja. Ræðumaður benti honum að
tala.
“Setjum svo að vér kollvörpuðum ýms-
um spádómum Biblíunnar, hvað væri
unnið með því ?”
“Ef spádómar Biblíunnar reynast áreið-
anlegir, þá eru þeir sjálfir kraftaverk,
hafin yfir alt það, sem mannlegt hyggju-
vit getur áætlað eða útreiknað, þau eru
hin bezta sönnun fyrir yfirnáttúrlegri
þekkingu spámannsins.
“Biblían segir að Guð sé sá eini, sem
getur sagt fyrir óorðna hluti. 'Eg er Guð,
hinn sanni Guð og enginn minn liki, eg
sem kunngerði endalokin frá öndve'rðu,
og sagði fyrirfram það sem enn var eigi
fram komið.’ Jes. 46:9-10.
“Að segja fyrir ókomna atburði er
merkið upp á Guðdóm skaparans, sem
hann segir að ómögulegt sé að falsa.
Biblían býður öðrum út að segja fyrir ó-
komna atburði: ‘Hver hefir spáð eins og
eg—hann segi frá því og sanni mér það
—látum þá kunngera hið ókomna.’ Jes.
44 7-
“Hann lætur ekki hér við staðar num-
ið. Þetta eru ekki orðin tóm. Hafið þér
vantrúarmenn mál fram að færa? Guð