Stjarnan - 01.11.1931, Qupperneq 12
172
STJÁRNAN
Hefndin
Meðal nemendanna á skóla einum voi'u
tveir drengir, sem voru kallaðir Tom og
Tim. Tom var freknóttur, en Tim haf'Öi
svo rautt hár, aÖ börnin stríddu honum
oft meÖ þvi aÖ segja aÖ þaÖ væri eldur
í hárinu á honum.
Þegar frítíminn var liðinn komu börn-
in inn á ganginn. Tom og Tim horfðu
hvor á annan augnablik, og þegar Tim
gekk fram hjá sagði Tom við hann: “Eg
skal víst hefna mín á þér.”
“Reyndu það bara, eg er ekki hræddur
við þig,” svaraði Tim.
Kenslukonan, fröken Allen, stóð rétt
við dyrnar og heyrði hvað þeir sögðu, en
þeir vissu það ekki. Hiin mintist ekki á
þetta þangað til skólinn var úti, þá hvísl-
aði hún að Tom að bíða svolítið. Hún
hafði nefnilega séð Tim berja Tom rétt
áður e nklukkan hringdi.
“Toffl,” sagði hún, eftir að hin börnin
voru farin, “eg heyrði þig segja að þú
skyldir hefna þín á Tim, nú skal eg hjálpa
þér til þess. Hann gerir svo rnikinn
óróa að eg ætla að hjálpa þér til að fá
hann til þess að láta hin börnin í friði.
Nú býst hann sjálfsagt við að þú munir
fljúga á hann næst þegar þú sérð hann,
og hann hugsar sér auðvitað gott til,
hvernig hann getur neytt krafta sinna,
slengt þér niður og barið þig enn meir.
“Nú skulum við finna upp á ráði. Þú
veist að foreldrar Tims eru mjög fá-
tækir, svo hann fær aldrei neitt sælgæti
að borða. Hugsaðu þig nú um Tom,
hvort þú getur ekki í frítímunum gefið
honum eitthvað sem lionum þykir reglu-
lega gott.”
“Ó, fröken,” svaraði Tom, “eg vil
ekki vera góður við hann, hann á það ekki
skilið, hann er svo vondur.”
“Eg veit hann á það ekki skilið,” svar-
aði kenslukonan, “en þetta er eina ráðið
til að hefna sín á honum. Ef við erum
slæm við hann þá versnar hann því meir,
og Biblian segir að hógvært svar stöðvi
reiði, svo við skulum reyna þetta. Ef
það dugar ekki, þá skal eg hjálpa þér að
hefna þín á annan hátt.”
“Jæja,” svaraði Tom, glaðari í bragði,
“eg skal reyna þetta.”
Daginn eftir hélt Tom sér burtu frá
Tim þangað til í miðdagsfríinu. Þá fór
hann til hans og sýndi honum þá stærstu
appelsínu sem Tim hafði nokkurntíma
séS og sagði: “Eg skal gefa þér þessa
appelsínu ef þú vilt sýna mér, hvernig
farið er að búa til hljóðpípuna sem þú
varst með á sunnudaginn.”
Tim leit upp. Hann hafði búist við
ónota orðum, og varð nú svo steinhissa
á því sem hann heyrði, að hann starði á
Tom og gat varla orði upp komið.
“Viltu gera það Tim?” spurði Tom,
“þetta er ágæt appelsína, og eg hef af-
bragðs gott efni i hljóðpípur.”
Tim hneigði höfuðið til samþykkis, án
þess að svara, og rétti út hendina eftir
appelsínunni. Hjn skólabörnin horfðu á
öldungis forviða.
1 friinu um eftirmiðdaginn kallaði eitt
af börnunum til leiksystkina sinna: “Við
skulum koma og sjá Tom og Tim berj-
ast.” Sér til mestu undrunar heyrðu
nú börnin að Tom kallaði á Tim, og bað
hann að sýna sér það sem hann hefði lof-