Stjarnan - 01.12.1932, Page 2
i78
ST J A RNAN
Mikilsverð heilrœði
Þegar J. A. Garfield var ungur maÖur
var honum gefið smárit meÖ ýmsum heil-
ræÖum á, og fylgdi hann þeim trúlega
alla æfi sína. Heilræðin voru þessi:
Gefðu fá loforð.
Talaðu ætíð sannleikann.
Talaðu aldrei illa um nokkurn mann.
Vel þér ávalt góðan félagsskap.
Uppfyltu skyldur þínar.
Taktu aldrei þátt í lukkuspili. (lotteríi)
Trúðu engum fyrir leyndarmálum þín-
um, ef þú hefir nokkur.
Giftu þig ekki fyr en þú ert fær um að
sjá fyrir konu og börnum.
Ef þú vilt njóta gleði lífsins þá vertu
ráðvandur.
Flýttu þér ekki að verða ríkur, ef þú
vilt að þér líði vel.
Láttu útgjöld þín vera minni en inn-
tektirnar.
Sparaðu meðan þú ert ungur, svo þú
hafir eitthvað á elliárunum.
Ef einhver talar illa um þig, þá breyttu
svo vel að enginn trúi honum.
Vertu aldrei iðjulaus. Ef þú ert ekki
að vinna með höndunum, þá lestu eitthvað
sem getur orðið þér til uppfræðingar.
Lestu þessar reglur, þér til minnis, að
minsta kosti einu sinni á viku.
X.
Hver var orsökin ?
Jerry misti vinnuna. Hlann þverneitaði
að láta setja niður kaupið um io af
hundraði. Hann kvaðst vilja fá sann-
gjarna borgun fyrir vinnu sína, hann ætl-
aði ekki að láta níðast á sér, víst ekki.
Svo hann hætti að vinna. Þrír mánuðir
eru liðnir síðan, og þeim tíma hefir hann
að mestu eytt í iðjuleysi. Hann segist
ekki finna vinnu sem sé við sitt hæfi.
Hann hefir reynt ýmislegt, en sumt hef-
it* enga framtíð fyrir hann, eftir því sem
hann kemst að orði, eða það er svo illa
borgað að hann getur ekki tekið það.
Jerry hefir ekkert fé í sjóði svo hann
notar sér af gestrisni ættingja sinna, sem
s’álfir eiga fult í fangi með að hafa ofan
af fyrir sér.
Roy misti vinnuna samtímis. Fyrst
hafði kaupið verið lækkað. Svo varð
verksmiðjan að lækka útgjöldin enn meir.
Roy var sagt upp vinnunni, en hann fékk
bestu meðmæli, og loforð um að fá vinn-
una aftur þegar meira yrði að gjöra. Þrír
mánuðir eru liðnir siðan, en Roy hefir
aldrei verið vinnulaus þann tíma, ekki
einn einasta dag. Hjann hefir unnið alls-
konar störf, þvegið glugga, og sett flugna
net fyrir þá, þvegið bifreiðar, slegið gras-
fleti kringum hús, sett upp girðingar,
hreinsað kjallara, stungið upp matjurta-
garða og plantað þá, dregið sand, flutt
steinlím, hjálpað til við trésmíði, lagt múr-
steina, grafið skólprennu, hjálpað manni
að leggja veggpappír og málað bifreiða-
skýli. Svo einn dag bauð^t honum stöðug
vinna með miklu betri kjörum en vænta
mátti á þessum fjárkreppu tímum. Það
.er líka vinna, sem honum geðjast að, og
hann notar tímann vel. Hann hefir i
hyggju að ganga á kvöldskóla, tii að afla
sér betri mentunar, þangað til hann sér
sér fært að fara aftur á háskólann.
Hvílíkur mismunur á reynslu þessara
ungu manna, sem báðir höfðu sömu ment-
un og sama tækifæri. Annar gat ekkert
fengið að gjöra, en hinn hafði altaf nóga
vinnu. Hver var orsökin?